Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 23. apríl 2025 08:01 Frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um veiðigjald mun gera rekstur fiskvinnslu á Íslandi óhagkvæmari, áhættumeiri og sveiflukenndari en hann er nú. Geta til að takast á við ófyrirséða atburði mun minnka verulega og svigrúm til fjárfestinga mun minnka að sama skapi. Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa látið sem svo að það sé einfaldlega sjávarútvegsfyrirtækjanna að ákveða hvort fiskvinnsla haldi áfram í núverandi mynd á Íslandi – nánast að það sé bara fyrir illkvittni í stjórnendum þessara fyrirtækja ef fiskvinnslur í landi þola ekki þá hækkun á hráefniskostnaði sem veiðigjaldahækkunin mun hafa í för með sér. Hér er ekkert vantalið Frumvarpsdrögin byggjast á þeirri röngu ályktun að aflaverðmæti (fiskverð til skips) hafi verið vantalið um áratugaskeið og því eigi að miða skattstofn veiðigjalds við verð á uppboðsmörkuðum, hér heima og í Noregi. Gallarnir við þetta viðmið eru margir og alvarlegir, en eru ekki viðfangsefni þessarar greinar, heldur sú einfalda staðreynd að hækkun veiðigjalds, með því að miða við verð á uppboðsmörkuðum, mun hafa bein og sjálfstæð áhrif á rekstrarafkomu fiskvinnslu. Ef gert væri ráð fyrir að fiskvinnslur þyrftu að kaupa allt sitt hráefni á verði sem myndast á fiskmörkuðum, myndi það leiða til verulegrar hækkunar á hráefniskostnaði. Við slíkar aðstæður er fyrirséð að fyrirtækin neyðist til að skera niður kostnað á öðrum sviðum, enda eiga íslensk sjávarútvegsfyrirtæki engin færi á því að velta innlendum kostnaðarhækkunum út í verð afurða á alþjóðlegum mörkuðum. Í mörgum tilfellum felur hagræðing í sér uppsagnir á starfsfólki, niðurskurð í starfsemi eða jafnvel lokanir. Svigrúm til fjárfestinga verður jafnframt takmarkað, með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á samkeppnishæfni til framtíðar. Afleiðingin verður sú að aukinn hluti aflans verður fluttur óunninn úr landi. Útflutningur verður þar með einsleitari og sveigjanleiki við breyttar markaðsaðstæður minni. Áhætta mun með öðrum orðum aukast þar sem sjávarútvegur verður berskjaldaðri fyrir breytingum í ytra umhverfi og hann hefur enga stjórn á. Hvað gerðist í Noregi? Þessi sviðsmynd er ekki úr lausu lofti gripin, því við sjáum í Noregi nákvæmlega hvað gerist þegar hráefniskostnaður fiskvinnslu er of hár. Þar í landi er ekki sama samþætting veiða og vinnslu og á Íslandi. Útgerðir reyna að hámarka virði afla úr hverri veiðiferð og fiskvinnslur kaupa því aflann á mun hærra verði en þær gera hér á landi. Hlutfall hráefniskostnaðar af tekjum norskra fiskvinnslufyrirtækja hefur verið á bilinu 75-80% á síðustu árum og stundum enn hærra. Þá eiga vinnslurnar eftir að greiða allan annan kostnað, eins og laun, orku, löndun, umbúðir, geymslu og sölu, svo fátt eitt sé nefnt, auk þess að fjárfesta til framtíðar. Afleiðingin er sú að rekstur norskrar fiskvinnslu er í járnum og hefur verið það árum saman. Hlutfall hagnaðar fyrir skatt af tekjum hefur verið neikvætt á síðustu árum og ávöxtun eigin fjár var 0% í þrjú ár á bilinu 2019-2023. Þegar allt þetta er haft í huga er ekki skrítið að sífellt hærra hlutfall norsks afla sé flutt óunnið til útlanda. Í bolfiskvinnslu hefur veik afkoma leitt til fækkunar og lokana, þar sem rekstur hefur reynst ósjálfbær. Lerøy Norway Seafoods hefur til dæmis breytt áherslum í starfsemi sinni og dregið úr vinnslu. Aðrir aðilar, á borð við Aalesundfisk í Mehamn, hafa selt búnað, sagt upp starfsfólki og hætt allri starfsemi. Fleiri dæmi má finna, en stóra myndin er sú að 60% af norskum þorski, 96% af ýsu og 52% af ufsa voru flutt óunnin til útlanda árið 2023 – og það var í nokkuð góðu árferði í Noregi vegna veiks gengis norsku krónunnar. Störf flytjast úr landi Norska rannsóknarstofnunin SINTEF áætlaði árið 2021 að norskur sjávarútvegur skapaði 21.000 störf í Evrópusambandinu, rúmlega tvöfalt fleiri en í greininni sjálfri í Noregi. Norskir sérfræðingar hafa ítrekað bent á að meira þurfi að gera til að tryggja aukna vinnslu og meiri verðmætasköpun úr fiskveiðum þar í landi. Hafa þeir þarf jafnvel nefnt Ísland til samanburðar. Öfugt við það sem ónefndur hagfræðingur sagði á dögunum, að það sé bitamunur en ekki fjár- hvar fiskur sé unninn, þá er þetta fordæmi sem við ættum að forðast í allra lengstu lög. Störfin sem unnin eru í vinnslu hér á landi eru langflest örugg og vel launuð heilsársstörf á landsbyggðinni og þau verða eingöngu til vegna þess að vinnslan ber sig. Það sem ráðherra vill ekki ræða Þetta er norska leiðin í sjávarútvegi. Með því að skrúfa upp verðið sem fiskvinnslan greiðir fyrir hráefnið molnar undan rekstrarhæfi hennar. Hærra og hærra hlutfall aflans er selt óunnið úr landi og þjóðarbúið í heild sinni verður af gríðarlegum verðmætum. Það er því kannski skiljanlegt að atvinnuvegaráðherra hafi kosið að eiga ekkert samráð við hagaðila á Íslandi um möguleg áhrif þess frumvarps sem hún hefur lagt fram, verði það að lögum. Þetta eru óþægilegar staðreyndir sem ráðherra virðist ekki treysta sér til að ræða. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um veiðigjald mun gera rekstur fiskvinnslu á Íslandi óhagkvæmari, áhættumeiri og sveiflukenndari en hann er nú. Geta til að takast á við ófyrirséða atburði mun minnka verulega og svigrúm til fjárfestinga mun minnka að sama skapi. Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa látið sem svo að það sé einfaldlega sjávarútvegsfyrirtækjanna að ákveða hvort fiskvinnsla haldi áfram í núverandi mynd á Íslandi – nánast að það sé bara fyrir illkvittni í stjórnendum þessara fyrirtækja ef fiskvinnslur í landi þola ekki þá hækkun á hráefniskostnaði sem veiðigjaldahækkunin mun hafa í för með sér. Hér er ekkert vantalið Frumvarpsdrögin byggjast á þeirri röngu ályktun að aflaverðmæti (fiskverð til skips) hafi verið vantalið um áratugaskeið og því eigi að miða skattstofn veiðigjalds við verð á uppboðsmörkuðum, hér heima og í Noregi. Gallarnir við þetta viðmið eru margir og alvarlegir, en eru ekki viðfangsefni þessarar greinar, heldur sú einfalda staðreynd að hækkun veiðigjalds, með því að miða við verð á uppboðsmörkuðum, mun hafa bein og sjálfstæð áhrif á rekstrarafkomu fiskvinnslu. Ef gert væri ráð fyrir að fiskvinnslur þyrftu að kaupa allt sitt hráefni á verði sem myndast á fiskmörkuðum, myndi það leiða til verulegrar hækkunar á hráefniskostnaði. Við slíkar aðstæður er fyrirséð að fyrirtækin neyðist til að skera niður kostnað á öðrum sviðum, enda eiga íslensk sjávarútvegsfyrirtæki engin færi á því að velta innlendum kostnaðarhækkunum út í verð afurða á alþjóðlegum mörkuðum. Í mörgum tilfellum felur hagræðing í sér uppsagnir á starfsfólki, niðurskurð í starfsemi eða jafnvel lokanir. Svigrúm til fjárfestinga verður jafnframt takmarkað, með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á samkeppnishæfni til framtíðar. Afleiðingin verður sú að aukinn hluti aflans verður fluttur óunninn úr landi. Útflutningur verður þar með einsleitari og sveigjanleiki við breyttar markaðsaðstæður minni. Áhætta mun með öðrum orðum aukast þar sem sjávarútvegur verður berskjaldaðri fyrir breytingum í ytra umhverfi og hann hefur enga stjórn á. Hvað gerðist í Noregi? Þessi sviðsmynd er ekki úr lausu lofti gripin, því við sjáum í Noregi nákvæmlega hvað gerist þegar hráefniskostnaður fiskvinnslu er of hár. Þar í landi er ekki sama samþætting veiða og vinnslu og á Íslandi. Útgerðir reyna að hámarka virði afla úr hverri veiðiferð og fiskvinnslur kaupa því aflann á mun hærra verði en þær gera hér á landi. Hlutfall hráefniskostnaðar af tekjum norskra fiskvinnslufyrirtækja hefur verið á bilinu 75-80% á síðustu árum og stundum enn hærra. Þá eiga vinnslurnar eftir að greiða allan annan kostnað, eins og laun, orku, löndun, umbúðir, geymslu og sölu, svo fátt eitt sé nefnt, auk þess að fjárfesta til framtíðar. Afleiðingin er sú að rekstur norskrar fiskvinnslu er í járnum og hefur verið það árum saman. Hlutfall hagnaðar fyrir skatt af tekjum hefur verið neikvætt á síðustu árum og ávöxtun eigin fjár var 0% í þrjú ár á bilinu 2019-2023. Þegar allt þetta er haft í huga er ekki skrítið að sífellt hærra hlutfall norsks afla sé flutt óunnið til útlanda. Í bolfiskvinnslu hefur veik afkoma leitt til fækkunar og lokana, þar sem rekstur hefur reynst ósjálfbær. Lerøy Norway Seafoods hefur til dæmis breytt áherslum í starfsemi sinni og dregið úr vinnslu. Aðrir aðilar, á borð við Aalesundfisk í Mehamn, hafa selt búnað, sagt upp starfsfólki og hætt allri starfsemi. Fleiri dæmi má finna, en stóra myndin er sú að 60% af norskum þorski, 96% af ýsu og 52% af ufsa voru flutt óunnin til útlanda árið 2023 – og það var í nokkuð góðu árferði í Noregi vegna veiks gengis norsku krónunnar. Störf flytjast úr landi Norska rannsóknarstofnunin SINTEF áætlaði árið 2021 að norskur sjávarútvegur skapaði 21.000 störf í Evrópusambandinu, rúmlega tvöfalt fleiri en í greininni sjálfri í Noregi. Norskir sérfræðingar hafa ítrekað bent á að meira þurfi að gera til að tryggja aukna vinnslu og meiri verðmætasköpun úr fiskveiðum þar í landi. Hafa þeir þarf jafnvel nefnt Ísland til samanburðar. Öfugt við það sem ónefndur hagfræðingur sagði á dögunum, að það sé bitamunur en ekki fjár- hvar fiskur sé unninn, þá er þetta fordæmi sem við ættum að forðast í allra lengstu lög. Störfin sem unnin eru í vinnslu hér á landi eru langflest örugg og vel launuð heilsársstörf á landsbyggðinni og þau verða eingöngu til vegna þess að vinnslan ber sig. Það sem ráðherra vill ekki ræða Þetta er norska leiðin í sjávarútvegi. Með því að skrúfa upp verðið sem fiskvinnslan greiðir fyrir hráefnið molnar undan rekstrarhæfi hennar. Hærra og hærra hlutfall aflans er selt óunnið úr landi og þjóðarbúið í heild sinni verður af gríðarlegum verðmætum. Það er því kannski skiljanlegt að atvinnuvegaráðherra hafi kosið að eiga ekkert samráð við hagaðila á Íslandi um möguleg áhrif þess frumvarps sem hún hefur lagt fram, verði það að lögum. Þetta eru óþægilegar staðreyndir sem ráðherra virðist ekki treysta sér til að ræða. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun