Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 23. apríl 2025 07:33 Viðskiptaráð gaf nýverið út úttekt á húsnæðisstefnu stjórnvalda undir yfirskriftinni Steypt í skakkt mót. Þar kemur fram að húsnæðisskortur á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist vegna stefnu um að draga úr framboði nýrra íbúða á almennum húsnæðismarkaði. Reykjavíkurborg hefur ákveðið að 45% nýrra íbúða eigi að fara í niðurgreidd húsnæðisúrræði í stað þess að vera boðnar til sölu á almennum markaði. Þar vega þyngst svokölluð húsnæðisfélög, sem eru leigufélög sem eru yfirleitt undir stjórn einkaaðila. Í stefnunni felast ógagnsæjar niðurgreiðslur til útvaldra og hún leiðir til hærra fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu vegna minna framboðs. Viðbrögð við úttektinni létu ekki á sér standa. Forseti ASÍ taldi hana missa marks í grein hér á Vísi og oddviti Sósíalista í Reykjavík sagði Viðskiptaráð tala fyrir fjármagni gegn fólki. Helstu lausnir þeirra tveggja eru að auka enn frekar opinberar íhlutanir á húsnæðismarkaði og halda áfram að afhenda almannagæði til húsnæðisfélaga. Rétt er að fara nánar yfir þessa gagnrýni. Þríþætt meðgjöf húsnæðisfélaga Ólíkt því sem forseti ASÍ hefur haldið fram fela lóðir og fjármunir til húsnæðisfélaga sannarlega í sér opinbera niðurgreiðslu. Félög líkt og Bjarg, húsnæðisfélag á vegum ASÍ og BSRB, njóta þríþættrar opinberrar niðurgreiðslu: 1. Stofnframlög: Ríki og borg greiða stofnframlag sem nemur 30% af samanlögðum lóða- og byggingarkostnaði íbúðar. Þótt til séu ákvæði um endurgreiðslu stofnframlaga felur veiting þeirra í sér mikla áhættutöku fyrir skattgreiðendur. Auk þess er húsnæðisfélögum heimilt að endurfjárfesta stofnframlögum í nýjum íbúðum í stað þess að endurgreiða þau. 2. Lóðir á undirverði: Reykjavíkurborg úthlutar lóðum til húsnæðisfélaga á verðum langt undir markaðsverði. Hér er um falda opinbera meðgjöf að ræða, því borgin afsalar sér tekjum sem annars hefðu runnið í borgarsjóð. Mismunurinn er eftirgjöf almannagæða til einkaaðila sem kemur ekki fram sem slík í bókum borgarinnar. 3. Lán á sérkjörum: Húsnæðisfélög fá lán frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) með vöxtum sem eru lægri en á markaði og allt að 50 ára lánstíma. Ef þessi lán fara í vanskil þá bera skattgreiðendur tjónið. Sporin hræða, en mislukkuð lán forvera HMS, þ.e. Íbúðalánasjóðs, kostuðu skattgreiðendur hundruði milljarða króna. Meðgjöfin er því bæði mikil og margþætt auk þess sem veruleg áhætta er lögð á herðar skattgreiðenda. Húsnæðisfélagakerfið er lokað Fullyrðing forseta ASÍ um að húsnæðisfélagakerfið sé öllum opið er röng. Lóðum hefur verið úthlutað til Bjargs á undirverði án þess að aðrir aðilar fái að bjóða í þær. En skilyrði þess að leigja íbúð af Bjargi er að greiða félagsgjöld til ASÍ eða BSRB. Þegar lóðum og fjármunum er veitt til valdra aðila með aðgangsskilyrðum, eins og stéttarfélagsaðild, fer það þvert gegn grundvallarreglum um jafnræði, gagnsæi og lögmæti opinberra styrkja. Þá er varla ástæða til að stæra sig af því að 4.000 aðilar séu á biðlista eftir íbúð hjá Bjargi, líkt forseti ASÍ gerir. Þvert á móti sýnir sú lengd hversu skakkt kerfið er stillt. Lengd biðlistans stafar af því að meðgjöf til félagsins er svo mikil – ríkið og sveitarfélög niðurgreiða hverja íbúð um tugi milljóna. Þannig tryggir stefnan þeim félagsmönnum ASÍ og BSRB sem komast inn af biðlista fjárhagslegan ávinning úr vasa þeirra sem eftir sitja á almennum markaði. Stjórnvöld hafa komið á fót tvískiptu kerfi. Opinberir fjármunir eru nýttir til að byggja eignir sem aðeins þeir sem greiða í ákveðin stéttarfélög fá aðgang að og aðild að þeim þannig gerð ákjósanlegri á kostnað hins almenna markaðar. Þetta ætla stjórnvöld að gera áfram á stórum skala, en af 9.000 íbúðum sem eiga að rísa í Reykjavík á næstu árum eiga 3.000 að renna til húsnæðisfélaga í stað almenns markaðar. Forseti ASÍ spurði hvernig húsnæðismarkað Viðskiptaráð vilji. Svarið er einfalt: Við viljum að allir sitji við sama borð. Stjórnvöld eiga að tryggja nægt framboð íbúða á almennum markaði í stað þess að taka helming þeirra frá í miðstýrð úrræði fyrir útvalda. Sagan sýnir að frjáls markaður er betri en biðlistar í að tryggja sem flestum húsnæði á sem hagkvæmustu verði. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Brynjúlfur Björnsson Húsnæðismál Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð gaf nýverið út úttekt á húsnæðisstefnu stjórnvalda undir yfirskriftinni Steypt í skakkt mót. Þar kemur fram að húsnæðisskortur á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist vegna stefnu um að draga úr framboði nýrra íbúða á almennum húsnæðismarkaði. Reykjavíkurborg hefur ákveðið að 45% nýrra íbúða eigi að fara í niðurgreidd húsnæðisúrræði í stað þess að vera boðnar til sölu á almennum markaði. Þar vega þyngst svokölluð húsnæðisfélög, sem eru leigufélög sem eru yfirleitt undir stjórn einkaaðila. Í stefnunni felast ógagnsæjar niðurgreiðslur til útvaldra og hún leiðir til hærra fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu vegna minna framboðs. Viðbrögð við úttektinni létu ekki á sér standa. Forseti ASÍ taldi hana missa marks í grein hér á Vísi og oddviti Sósíalista í Reykjavík sagði Viðskiptaráð tala fyrir fjármagni gegn fólki. Helstu lausnir þeirra tveggja eru að auka enn frekar opinberar íhlutanir á húsnæðismarkaði og halda áfram að afhenda almannagæði til húsnæðisfélaga. Rétt er að fara nánar yfir þessa gagnrýni. Þríþætt meðgjöf húsnæðisfélaga Ólíkt því sem forseti ASÍ hefur haldið fram fela lóðir og fjármunir til húsnæðisfélaga sannarlega í sér opinbera niðurgreiðslu. Félög líkt og Bjarg, húsnæðisfélag á vegum ASÍ og BSRB, njóta þríþættrar opinberrar niðurgreiðslu: 1. Stofnframlög: Ríki og borg greiða stofnframlag sem nemur 30% af samanlögðum lóða- og byggingarkostnaði íbúðar. Þótt til séu ákvæði um endurgreiðslu stofnframlaga felur veiting þeirra í sér mikla áhættutöku fyrir skattgreiðendur. Auk þess er húsnæðisfélögum heimilt að endurfjárfesta stofnframlögum í nýjum íbúðum í stað þess að endurgreiða þau. 2. Lóðir á undirverði: Reykjavíkurborg úthlutar lóðum til húsnæðisfélaga á verðum langt undir markaðsverði. Hér er um falda opinbera meðgjöf að ræða, því borgin afsalar sér tekjum sem annars hefðu runnið í borgarsjóð. Mismunurinn er eftirgjöf almannagæða til einkaaðila sem kemur ekki fram sem slík í bókum borgarinnar. 3. Lán á sérkjörum: Húsnæðisfélög fá lán frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) með vöxtum sem eru lægri en á markaði og allt að 50 ára lánstíma. Ef þessi lán fara í vanskil þá bera skattgreiðendur tjónið. Sporin hræða, en mislukkuð lán forvera HMS, þ.e. Íbúðalánasjóðs, kostuðu skattgreiðendur hundruði milljarða króna. Meðgjöfin er því bæði mikil og margþætt auk þess sem veruleg áhætta er lögð á herðar skattgreiðenda. Húsnæðisfélagakerfið er lokað Fullyrðing forseta ASÍ um að húsnæðisfélagakerfið sé öllum opið er röng. Lóðum hefur verið úthlutað til Bjargs á undirverði án þess að aðrir aðilar fái að bjóða í þær. En skilyrði þess að leigja íbúð af Bjargi er að greiða félagsgjöld til ASÍ eða BSRB. Þegar lóðum og fjármunum er veitt til valdra aðila með aðgangsskilyrðum, eins og stéttarfélagsaðild, fer það þvert gegn grundvallarreglum um jafnræði, gagnsæi og lögmæti opinberra styrkja. Þá er varla ástæða til að stæra sig af því að 4.000 aðilar séu á biðlista eftir íbúð hjá Bjargi, líkt forseti ASÍ gerir. Þvert á móti sýnir sú lengd hversu skakkt kerfið er stillt. Lengd biðlistans stafar af því að meðgjöf til félagsins er svo mikil – ríkið og sveitarfélög niðurgreiða hverja íbúð um tugi milljóna. Þannig tryggir stefnan þeim félagsmönnum ASÍ og BSRB sem komast inn af biðlista fjárhagslegan ávinning úr vasa þeirra sem eftir sitja á almennum markaði. Stjórnvöld hafa komið á fót tvískiptu kerfi. Opinberir fjármunir eru nýttir til að byggja eignir sem aðeins þeir sem greiða í ákveðin stéttarfélög fá aðgang að og aðild að þeim þannig gerð ákjósanlegri á kostnað hins almenna markaðar. Þetta ætla stjórnvöld að gera áfram á stórum skala, en af 9.000 íbúðum sem eiga að rísa í Reykjavík á næstu árum eiga 3.000 að renna til húsnæðisfélaga í stað almenns markaðar. Forseti ASÍ spurði hvernig húsnæðismarkað Viðskiptaráð vilji. Svarið er einfalt: Við viljum að allir sitji við sama borð. Stjórnvöld eiga að tryggja nægt framboð íbúða á almennum markaði í stað þess að taka helming þeirra frá í miðstýrð úrræði fyrir útvalda. Sagan sýnir að frjáls markaður er betri en biðlistar í að tryggja sem flestum húsnæði á sem hagkvæmustu verði. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun