Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2025 12:02 Kylian Mbappe og félögum í Real Madrid finnst á sér brotið þegar kemur að dómgæslu og þá sérstaklega myndbandsdómgæslu. Getty/Charlotte Wilson Leikmenn og forráðamenn Real Madrid hafa vælt og skælt undan myndbandsdómgæslunni í allan vetur og kannski hafa menn þar á bæ eitthvað til síns máls. Spænska blaðið AS fór í gegnum alla VAR-dóma í spænsku deildinni á leiktíðinni og komst að því að Real Madrid er annað þeirra tveggja liða í deildinni sem koma verst út úr myndbandsdómgæslunni, það er hafa tapað mest á henni. Á meðan Barcelona hefur grætt þrettán sinnum á afskiptum myndbandsdómara þá hefur Real Madrid tapað á slíkum afskiptum í 15 af 21 skipti. Þeir ásamt nágrönnunum í Alavés hafa þannig komið verst út úr Varsjánni á leiktíðinni. 📺 Un VAR de récord⚽️ El número de intervenciones se dispara hasta las 162. El Barça, el más favorecido por la herramienta; el Real Madrid, el más perjudicado.✍️ @ruby_ares https://t.co/eGKNEY7Hon— Diario AS (@diarioas) April 22, 2025 Real Madrid væri þannig með sjö stigum meira en Barcelona væri aftur á móti með fimm stigum færra ef ekkert VAR væri í boltanum. Það fylgir þessari samantekt að myndbandsdómarar hafa gripið oftar inn í leikina en áður. Metið er 179 afskipti frá árinu 2022-23 en þeir hafa þegar breytt 162 dómum. Það stefnir því í VAR-met í spænska boltanum. Frá því að myndbandsdómgæslan var tekin upp á 2018-19 tímabilinu hefur Real Madrid gagnrýnt hana og oft kallað hana "World War III". AS er blað í Madrid og því örlítið hlutdrægt í sinni umfjöllun en það breytir ekki því að þeir hafa fært sönnun fyrir óánægju þeirra manna í Real Madrid. Spænski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Sjá meira
Spænska blaðið AS fór í gegnum alla VAR-dóma í spænsku deildinni á leiktíðinni og komst að því að Real Madrid er annað þeirra tveggja liða í deildinni sem koma verst út úr myndbandsdómgæslunni, það er hafa tapað mest á henni. Á meðan Barcelona hefur grætt þrettán sinnum á afskiptum myndbandsdómara þá hefur Real Madrid tapað á slíkum afskiptum í 15 af 21 skipti. Þeir ásamt nágrönnunum í Alavés hafa þannig komið verst út úr Varsjánni á leiktíðinni. 📺 Un VAR de récord⚽️ El número de intervenciones se dispara hasta las 162. El Barça, el más favorecido por la herramienta; el Real Madrid, el más perjudicado.✍️ @ruby_ares https://t.co/eGKNEY7Hon— Diario AS (@diarioas) April 22, 2025 Real Madrid væri þannig með sjö stigum meira en Barcelona væri aftur á móti með fimm stigum færra ef ekkert VAR væri í boltanum. Það fylgir þessari samantekt að myndbandsdómarar hafa gripið oftar inn í leikina en áður. Metið er 179 afskipti frá árinu 2022-23 en þeir hafa þegar breytt 162 dómum. Það stefnir því í VAR-met í spænska boltanum. Frá því að myndbandsdómgæslan var tekin upp á 2018-19 tímabilinu hefur Real Madrid gagnrýnt hana og oft kallað hana "World War III". AS er blað í Madrid og því örlítið hlutdrægt í sinni umfjöllun en það breytir ekki því að þeir hafa fært sönnun fyrir óánægju þeirra manna í Real Madrid.
Spænski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Sjá meira