Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 23. apríl 2025 16:15 Verðlaunin voru veit við hátíðlega athöfn í Höfða nú síðdegis. Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Höfða nú síðdegis, á síðasta vetrardegi. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri Reykjavíkurborgar afhenti verðlaun í þremur flokkum, að því er fram kemur í tilkynningu. Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar í flokki frumsamins efnis fyrir bókina Mamma sandkaka, Rán Flygenring hlýtur Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar í flokki myndlýsinga fyrir bókina Tjörnin, Elías Rúni og Mars Proppé hljóta Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar í flokki þýðinga fyrir bókina Kynsegin eftir Maia Kobabe. Þá segir í tilkynningunni að verðlaunin eigi sér lengsta sögu barnabókaverðlauna á landinu en þau voru fyrst veitt sem Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur árið 1973. Dómnefnd verðlaunanna skipuðu þau Sigrún Margrét Guðmundsdóttir formaður, Arngrímur Vídalín og Bergrún Adda Pálsdóttir. Umsagnir dómnefndar Í umsögn dómnefndar um bókina Mamma sandkaka eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur segir: „Lóa Hjálmtýsdóttir er enginn nýgræðingur í því að sprengja fólk á öllum aldri úr hlátri og Mamma sandkaka er þar engin undantekning. Bókin er sjálfstætt framhald af Mamma kaka, sem er afskaplega fyndin bók, en hér gengur Lóa jafnvel lengra í húmornum. Hér ríkir eintóm gleði og foreldrar fá talsvert fyrir sinn snúð á sama tíma og börnin.“ Umsögn dómnefndar um bókina Tjörnin eftir Rán Flygenring segir: „Í Tjörninni sjáum við sannkallað ævintýri í garðinum þar sem er svo svakalega margt í gangi. Við hvern lestur þá sýna myndirnar okkur eitthvað nýtt og á sama tíma gefa þær sögunni svo mikla dýpt. Teikningarnar flæða, raðast í röð, fylla upp í rýmið og stundum geta þær meira að segja stöðvað tímann. Rán hefur hér gefið okkur kunnuglegan en jafnframt ævintýralegan heim.“ Umsögn dómnefndar um bókina Kynsegin eftir Maia Kobabe, þýðing: Elías Rúni og Mars Proppé segir: „Elías Rúni og Mars Proppé þýddu skáldsöguna Kynsegin, sjálfsævisögu þar sem Maia Kobabe segir frá því hvernig hán fann sjálft sig eftir margra ára sjálfsefa og óvissu. Þessi teiknimyndasaga er listilega gert verk um mikilvægt málefni og hefur án efa verið áskorun fyrir þýðendurna tvo sem leystu ýmiss konar vandamál af lagni og virðingu fyrir efninu.“ Reykjavík bókmenntaborg UNESCO hefur umsjón með verðlaununum líkt og öðrum bókmenntaverðlaunum Reykjavíkurborgar. Menning Bókaútgáfa Reykjavík Bókmenntir Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar í flokki frumsamins efnis fyrir bókina Mamma sandkaka, Rán Flygenring hlýtur Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar í flokki myndlýsinga fyrir bókina Tjörnin, Elías Rúni og Mars Proppé hljóta Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar í flokki þýðinga fyrir bókina Kynsegin eftir Maia Kobabe. Þá segir í tilkynningunni að verðlaunin eigi sér lengsta sögu barnabókaverðlauna á landinu en þau voru fyrst veitt sem Barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur árið 1973. Dómnefnd verðlaunanna skipuðu þau Sigrún Margrét Guðmundsdóttir formaður, Arngrímur Vídalín og Bergrún Adda Pálsdóttir. Umsagnir dómnefndar Í umsögn dómnefndar um bókina Mamma sandkaka eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur segir: „Lóa Hjálmtýsdóttir er enginn nýgræðingur í því að sprengja fólk á öllum aldri úr hlátri og Mamma sandkaka er þar engin undantekning. Bókin er sjálfstætt framhald af Mamma kaka, sem er afskaplega fyndin bók, en hér gengur Lóa jafnvel lengra í húmornum. Hér ríkir eintóm gleði og foreldrar fá talsvert fyrir sinn snúð á sama tíma og börnin.“ Umsögn dómnefndar um bókina Tjörnin eftir Rán Flygenring segir: „Í Tjörninni sjáum við sannkallað ævintýri í garðinum þar sem er svo svakalega margt í gangi. Við hvern lestur þá sýna myndirnar okkur eitthvað nýtt og á sama tíma gefa þær sögunni svo mikla dýpt. Teikningarnar flæða, raðast í röð, fylla upp í rýmið og stundum geta þær meira að segja stöðvað tímann. Rán hefur hér gefið okkur kunnuglegan en jafnframt ævintýralegan heim.“ Umsögn dómnefndar um bókina Kynsegin eftir Maia Kobabe, þýðing: Elías Rúni og Mars Proppé segir: „Elías Rúni og Mars Proppé þýddu skáldsöguna Kynsegin, sjálfsævisögu þar sem Maia Kobabe segir frá því hvernig hán fann sjálft sig eftir margra ára sjálfsefa og óvissu. Þessi teiknimyndasaga er listilega gert verk um mikilvægt málefni og hefur án efa verið áskorun fyrir þýðendurna tvo sem leystu ýmiss konar vandamál af lagni og virðingu fyrir efninu.“ Reykjavík bókmenntaborg UNESCO hefur umsjón með verðlaununum líkt og öðrum bókmenntaverðlaunum Reykjavíkurborgar.
Menning Bókaútgáfa Reykjavík Bókmenntir Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira