Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2025 17:21 Eva Georgs Ásudóttir var sjónvarpsstjóri Stöð 2 en tekur nú við ábyrgðarstöðu hjá RÚV. Eyþór Eva Georgs Ásudóttir var í dag ráðin í starf dagskrárstjóra sjónvarps RÚV úr hópi 28 umsækjenda. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef RÚV. Eva starfaði í tvo áratugi hjá Stöð 2 og síðustu árin sem sjónvarpsstjóri. Intellecta annaðist ráðningarferlið. Eva tekur við starfinu af Skarphéðni Guðmundssyni sem sagði upp störfum í lok árs í fyrra. Skarphéðinn var ráðinn í starfið árið 2012 en var, eins og Eva, árin á undan sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Margrét Jónasdóttir aðstoðardagskrárstjóri sjónvarps hefur gegnt hlutverkinu undanfarna mánuði eftir brotthvarfi Skarphéðins. Margrét var einnig á meðal umsækjenda um starfið. Á vef RÚV kemur fram að Eva hafi í um fimmtán ára verið í stjórnunarhlutverki hjá Stöð 2. Hún hafi gegnt lykilhlutverki í þróun og stefnumótun sjónvarpsefnis á Íslandi og búi yfir víðtækri reynslu af dagskrársetningu, framleiðslu, efnisinnkaupum og samstarfi við innlenda og erlenda framleiðendur. Hjá Sýn hafi hún sem sjónvarpsstjóri leitt 75 manna teymi og borið ábyrgð á rekstri, stefnumótun og dagskrá Stöðvar 2, Stöðvar 2+ og Stöðvar 2 Sport. Áður var hún meðal annars framleiðslustjóri innlendrar þáttagerðar hjá Stöð 2, framleiðslustjóri fréttastofu og veitti allri sjónvarpsframleiðslu 365 miðla forstöðu auk þess að vera yfirframleiðandi stórra verkefna á borð við Idol. Eva er með menntun á sviði stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands ásamt meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) frá Háskólanum í Reykjavík. „Dagskrárstjóri sjónvarps ber ábyrgð á mótun og innleiðingu dagskrárstefnu RÚV í samræmi við hlutverk miðilsins í almannaþágu. Hann leiðir dagskrársvið og tryggir faglega framleiðslu og innkaup á fjölbreyttu innlendu og erlendu efni auk þess að hafa yfirumsjón með dagskrá fyrir börn og ungmenni og íþróttaumfjöllun. Einnig felur starfið í sér samstarf við innlenda og erlenda efnisframleiðendur, mannauðsstjórnun og áætlanagerð.“ Á vef RÚV segir að leitað hafi verið að öflugum leiðtoga með mikla þekkingu á dagskrárefni og sjónvarpsframleiðslu og innsýn í íslenskt fjölmiðlaumhverfi ásamt farsælli stjórnunarreynslu og getu til að móta og hrinda stefnu í framkvæmd. Í ráðningarferlinu hafi verið staðfest að Eva uppfylli vel þessar kröfur sem og aðrar sem gerðar hafi verið til starfsins. „Hún býr yfir mikilli faglegri og stjórnunarlegri reynslu úr fjölmiðlum, hefur skýra sýn á dagskrárstefnu og mikla hæfni í að leiða skapandi og öflugt starf með fagmennsku að leiðarljósi.“ Vistaskipti Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Eva tekur við starfinu af Skarphéðni Guðmundssyni sem sagði upp störfum í lok árs í fyrra. Skarphéðinn var ráðinn í starfið árið 2012 en var, eins og Eva, árin á undan sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Margrét Jónasdóttir aðstoðardagskrárstjóri sjónvarps hefur gegnt hlutverkinu undanfarna mánuði eftir brotthvarfi Skarphéðins. Margrét var einnig á meðal umsækjenda um starfið. Á vef RÚV kemur fram að Eva hafi í um fimmtán ára verið í stjórnunarhlutverki hjá Stöð 2. Hún hafi gegnt lykilhlutverki í þróun og stefnumótun sjónvarpsefnis á Íslandi og búi yfir víðtækri reynslu af dagskrársetningu, framleiðslu, efnisinnkaupum og samstarfi við innlenda og erlenda framleiðendur. Hjá Sýn hafi hún sem sjónvarpsstjóri leitt 75 manna teymi og borið ábyrgð á rekstri, stefnumótun og dagskrá Stöðvar 2, Stöðvar 2+ og Stöðvar 2 Sport. Áður var hún meðal annars framleiðslustjóri innlendrar þáttagerðar hjá Stöð 2, framleiðslustjóri fréttastofu og veitti allri sjónvarpsframleiðslu 365 miðla forstöðu auk þess að vera yfirframleiðandi stórra verkefna á borð við Idol. Eva er með menntun á sviði stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands ásamt meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) frá Háskólanum í Reykjavík. „Dagskrárstjóri sjónvarps ber ábyrgð á mótun og innleiðingu dagskrárstefnu RÚV í samræmi við hlutverk miðilsins í almannaþágu. Hann leiðir dagskrársvið og tryggir faglega framleiðslu og innkaup á fjölbreyttu innlendu og erlendu efni auk þess að hafa yfirumsjón með dagskrá fyrir börn og ungmenni og íþróttaumfjöllun. Einnig felur starfið í sér samstarf við innlenda og erlenda efnisframleiðendur, mannauðsstjórnun og áætlanagerð.“ Á vef RÚV segir að leitað hafi verið að öflugum leiðtoga með mikla þekkingu á dagskrárefni og sjónvarpsframleiðslu og innsýn í íslenskt fjölmiðlaumhverfi ásamt farsælli stjórnunarreynslu og getu til að móta og hrinda stefnu í framkvæmd. Í ráðningarferlinu hafi verið staðfest að Eva uppfylli vel þessar kröfur sem og aðrar sem gerðar hafi verið til starfsins. „Hún býr yfir mikilli faglegri og stjórnunarlegri reynslu úr fjölmiðlum, hefur skýra sýn á dagskrárstefnu og mikla hæfni í að leiða skapandi og öflugt starf með fagmennsku að leiðarljósi.“
Vistaskipti Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira