Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Sindri Sverrisson skrifar 24. apríl 2025 13:33 Orri Steinn Óskarsson er að ljúka sinni fyrstu leiktíð hjá Real Sociedad og þeirri einu þar undir stjórn Imanol Alguacil. Samsett/Getty Imanol Alguaciol greindi Orra Steini Óskarssyni og öðrum leikmönnum Real Sociedad frá því í morgun að hann yrði ekki lengur þjálfari spænska liðsins eftir tíambilið sem senn lýkur. Imanol ætlar að hætta í sumar þegar samningur hans rennur út og mun þá hafa stýrt Real Sociedad í sex og hálft ár, með afar góðum árangri. Ekki er ljóst hver tekur við af honum. Upp úr stendur bikarmeistaratitill og fimm leiktíðir í Evrópukeppnum. Eftir tapið gegn Alavés í gærkvöld gæti reynst erfitt að bæta við leiktíð í Evrópukeppni á næstu leiktíð en Real Sociedad er þó í 9. sæti með 42 stig og aðeins tveimur stigum frá næsta Evrópusæti, þegar liðið á fimm leiki eftir. Imanol sagði fyrir nokkrum mánuðum að hann ætlaði að gefa sér tíma fram í lok apríl til að ákveða hvort að hann myndi framlengja samning sinn við Real Sociedad. Nú hefur hann tekið sína ákvörðun. Liðið hefur leikið 334 leiki undir hans stjórn og hafa aðeins tveir þjálfarar stýrt liðinu lengur, þeir Benito Díaz (391 leikur) og John Benjamin Toschack (386 leikir). Landsliðsfyrirliðinn Orri hefur verið lærisveinn Imanols í vetur, eftir að Real Sociedad keypti hann frá FC Kaupmannahöfn fyrir metverð síðasta sumar. Orri hefur ítrekað verið í hlutverki varamanns í vetur en spilað níu deildarleiki í byrjunarliði og alls komið við sögu í 23 deildarleikjum til þessa. Í þeim hefur hann skorað þrjú mörk. Hann skoraði fjögur mörk í níu leikjum fyrir liðið í Evrópudeildinni, þar sem það komst í 16-liða úrslit en féll úr leik gegn Manchester United. Spænski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Imanol ætlar að hætta í sumar þegar samningur hans rennur út og mun þá hafa stýrt Real Sociedad í sex og hálft ár, með afar góðum árangri. Ekki er ljóst hver tekur við af honum. Upp úr stendur bikarmeistaratitill og fimm leiktíðir í Evrópukeppnum. Eftir tapið gegn Alavés í gærkvöld gæti reynst erfitt að bæta við leiktíð í Evrópukeppni á næstu leiktíð en Real Sociedad er þó í 9. sæti með 42 stig og aðeins tveimur stigum frá næsta Evrópusæti, þegar liðið á fimm leiki eftir. Imanol sagði fyrir nokkrum mánuðum að hann ætlaði að gefa sér tíma fram í lok apríl til að ákveða hvort að hann myndi framlengja samning sinn við Real Sociedad. Nú hefur hann tekið sína ákvörðun. Liðið hefur leikið 334 leiki undir hans stjórn og hafa aðeins tveir þjálfarar stýrt liðinu lengur, þeir Benito Díaz (391 leikur) og John Benjamin Toschack (386 leikir). Landsliðsfyrirliðinn Orri hefur verið lærisveinn Imanols í vetur, eftir að Real Sociedad keypti hann frá FC Kaupmannahöfn fyrir metverð síðasta sumar. Orri hefur ítrekað verið í hlutverki varamanns í vetur en spilað níu deildarleiki í byrjunarliði og alls komið við sögu í 23 deildarleikjum til þessa. Í þeim hefur hann skorað þrjú mörk. Hann skoraði fjögur mörk í níu leikjum fyrir liðið í Evrópudeildinni, þar sem það komst í 16-liða úrslit en féll úr leik gegn Manchester United.
Spænski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira