Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 24. apríl 2025 14:00 Í myrkri átakanna á Gaza má greina þau sem verða verst úti – börnin. Þau sem fæddust í heim þar sem hvorki öryggi né von er fyrir hendi. Samkvæmt UNICEF hafa tugþúsundir barna á Gaza misst líf sitt, limi, foreldra, heimili og tækifæri til að lifa hefðbundna barnæsku. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sáttmáli sem flest ríki heims hafa undirritað, kveður á um rétt allra barna til lífs, menntunar, verndar og þátttöku í samfélaginu. En hvar eru þessi réttindi nú? Barnasáttmálinn kveður skýrt á um rétt barna til lífs, verndar, menntunar, heilbrigðisþjónustu, þátttöku og friðsamlegs uppvaxtar. Sérstaklega má nefna 6., 19., 28. og 38. grein sáttmálans sem vernda börn gegn ofbeldi, tryggja þeim aðgang að menntun og vernd í stríðsátökum. Núverandi ástand á Gaza brýtur í bága við allar þessar greinar. Hryllingur bernskunnar Börn sem áður héldu í leikföng, halda nú í líf sitt. Þau sofa undir opnum himni, hrædd, svöng og í sorg. Þau hafa misst skólana sína, vini sína, föður, móður – og trú á réttlæti. Mannskæðar loftárásir, brot á mannúðarlögum og stöðugt óöryggi skapa djúp sálræn og líkamleg sár sem munu fylgja börnum í gegnum lífið, ef þau lifa það af. Íslenskur raunveruleiki minnir okkur á mikilvægi friðar og mannréttinda. Menntakerfið okkar byggir á hugmyndafræði þar sem velferð barnsins, heildrænar þroskaþarfir og menntun eru í forgrunni og þar sem lýðræði og mannréttindi eru kennd sem grunnstoðir samfélagsins. Í því ljósi er ómögulegt að líta fram hjá þeirri stöðu sem börn á Gaza standa frammi fyrir. Brotin loforð heimsins Við sem samfélag, sem alþjóðasamfélag, getum ekki samþykkt að horfa þegjandi á. Við verðum að spyrja okkur: Hvað er verðmætara en að verja og standa með börnum? Hver er trúverðugleiki Barnasáttmálans ef hann ver ekki þau sem hann á að verja best? Og hvernig útskýrum við fyrir næstu kynslóð af hverju við þögðum þegar börn voru myrt og framtíð þeirra stolið? Til að endurvekja von og reisn verður að tryggja tafarlausa vopnahlé, mannúðaraðstoð og uppbyggingu sem tekur mið af þörfum barna og fjölskyldna þeirra. En einnig þurfum við að horfast í augu við ábyrgð okkar og þegjandi samþykki og breyta í virka þátttöku, þrýsting og samstöðu. Ekkert barn á að alast upp í sprengjuhelvíti. Ekkert barn á að missa fjölskyldu sína og framtíð sína vegna pólitískra hagsmuna. Ekkert barn má gleymast. Við verðum að standa með börnunum – ekki sem áhorfendur, heldur sem verndarar. Höfundur er kennari og ritari VG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Í myrkri átakanna á Gaza má greina þau sem verða verst úti – börnin. Þau sem fæddust í heim þar sem hvorki öryggi né von er fyrir hendi. Samkvæmt UNICEF hafa tugþúsundir barna á Gaza misst líf sitt, limi, foreldra, heimili og tækifæri til að lifa hefðbundna barnæsku. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sáttmáli sem flest ríki heims hafa undirritað, kveður á um rétt allra barna til lífs, menntunar, verndar og þátttöku í samfélaginu. En hvar eru þessi réttindi nú? Barnasáttmálinn kveður skýrt á um rétt barna til lífs, verndar, menntunar, heilbrigðisþjónustu, þátttöku og friðsamlegs uppvaxtar. Sérstaklega má nefna 6., 19., 28. og 38. grein sáttmálans sem vernda börn gegn ofbeldi, tryggja þeim aðgang að menntun og vernd í stríðsátökum. Núverandi ástand á Gaza brýtur í bága við allar þessar greinar. Hryllingur bernskunnar Börn sem áður héldu í leikföng, halda nú í líf sitt. Þau sofa undir opnum himni, hrædd, svöng og í sorg. Þau hafa misst skólana sína, vini sína, föður, móður – og trú á réttlæti. Mannskæðar loftárásir, brot á mannúðarlögum og stöðugt óöryggi skapa djúp sálræn og líkamleg sár sem munu fylgja börnum í gegnum lífið, ef þau lifa það af. Íslenskur raunveruleiki minnir okkur á mikilvægi friðar og mannréttinda. Menntakerfið okkar byggir á hugmyndafræði þar sem velferð barnsins, heildrænar þroskaþarfir og menntun eru í forgrunni og þar sem lýðræði og mannréttindi eru kennd sem grunnstoðir samfélagsins. Í því ljósi er ómögulegt að líta fram hjá þeirri stöðu sem börn á Gaza standa frammi fyrir. Brotin loforð heimsins Við sem samfélag, sem alþjóðasamfélag, getum ekki samþykkt að horfa þegjandi á. Við verðum að spyrja okkur: Hvað er verðmætara en að verja og standa með börnum? Hver er trúverðugleiki Barnasáttmálans ef hann ver ekki þau sem hann á að verja best? Og hvernig útskýrum við fyrir næstu kynslóð af hverju við þögðum þegar börn voru myrt og framtíð þeirra stolið? Til að endurvekja von og reisn verður að tryggja tafarlausa vopnahlé, mannúðaraðstoð og uppbyggingu sem tekur mið af þörfum barna og fjölskyldna þeirra. En einnig þurfum við að horfast í augu við ábyrgð okkar og þegjandi samþykki og breyta í virka þátttöku, þrýsting og samstöðu. Ekkert barn á að alast upp í sprengjuhelvíti. Ekkert barn á að missa fjölskyldu sína og framtíð sína vegna pólitískra hagsmuna. Ekkert barn má gleymast. Við verðum að standa með börnunum – ekki sem áhorfendur, heldur sem verndarar. Höfundur er kennari og ritari VG
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun