Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar 24. apríl 2025 14:32 Ég sat í auga stormsins og naut hverrar mínútu. Una Torfa getur leikið, látið engan segja ykkur annað. Hún syngur og semur lög og texta sem hafa hrifið kynslóð hennar og uppfyrir. Hún er með dásamlega rödd sem þú þekkir um leið og þú heyrir hana syngja. Hún er mjög góður texta- og lagasmiður. Þú getur vart beðið um meira. Hljómsveitin var frábær. Sólrún Mjöll var á trommum, hún var æði, örugg og þétt. Á bassa var Vignir Rafn Hilmarsson. Hann og Sólrún unnu vel saman. Hafsteinn Þráinsson er frábær gítarleikari með sinn stíl og hljóðheim sem er öllum þekkjanlegur sem á annað borð þekkja til í tónlistarbransanum í dag, frábær útsetjari og hljóðjafnari, og þarna er hann í hlutverki hljómsveitarstjóra. Baldvin Hlynsson var á píanó, hann er búinn að vera að vinna með tónlistarfólki um allan heim við að semja og útsetja. Og á hljóðgervil var Tómas Jónsson sem er orðinn einn af okkar bestu. Bandið var einfaldlega geggjað og vel samæft. Leikhópurinn var misjafn hvað söng viðkemur, sumir frábærir, aðrir góðir eins og gerist. Leikarar voru allir sannfærandi. Ég ætla ekki að taka neinn leikara útúr því til þess skortir mig þekkingu á starfi þeirra. En ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun. Upplifun mín var þannig að ég tengdi og man hvað þetta var skrítinn tími, árin frá 16 - 20 ára, maður var að springa úr greddu og orku en um leið einhvern veginn svo auðsærður og tættur. Unnur Ösp og Una Torfadóttir hafa náð að skapa heim sem speglar tilfinningar ungs fólks seinustu áratugi, svona var þetta 1971 og svona er þetta í dag. Ég var líka ánægður með hvað síminn kom sterkt inn þegar hann birtist í höndum persóna þau örfáu skipti sem hann sást og minnti mann á hvað hann er fyrirferðarmikill í lífi fólks á öllum aldri. Og með því að tempra sýnileika hans varð hann nánast óþarflega stór í augum manns. Þetta er ferskur nýr íslenskur söngleikur með frábærri tónlist og þetta er þannig tónlist að hún er tímalaus og þannig er alvöru tónlist, hún ferðast gegnum tímann eins og heitur hnífur gegnum smjör. Þetta er geggjuð skemmtun, við feðgar erum sammála um að þetta sé alvöru stöff. Er það ekki það sem maður vill þegar maður fer á söngleik? Ég hvet alla til að flýta sér að ná í miða og upplifa ferska orkusprengju með frábærri tónlist og flottum leikurum. Þetta er alvöru skemmtun sem kom á óvart. Meira svona. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bubbi Morthens Leikhús Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Ég sat í auga stormsins og naut hverrar mínútu. Una Torfa getur leikið, látið engan segja ykkur annað. Hún syngur og semur lög og texta sem hafa hrifið kynslóð hennar og uppfyrir. Hún er með dásamlega rödd sem þú þekkir um leið og þú heyrir hana syngja. Hún er mjög góður texta- og lagasmiður. Þú getur vart beðið um meira. Hljómsveitin var frábær. Sólrún Mjöll var á trommum, hún var æði, örugg og þétt. Á bassa var Vignir Rafn Hilmarsson. Hann og Sólrún unnu vel saman. Hafsteinn Þráinsson er frábær gítarleikari með sinn stíl og hljóðheim sem er öllum þekkjanlegur sem á annað borð þekkja til í tónlistarbransanum í dag, frábær útsetjari og hljóðjafnari, og þarna er hann í hlutverki hljómsveitarstjóra. Baldvin Hlynsson var á píanó, hann er búinn að vera að vinna með tónlistarfólki um allan heim við að semja og útsetja. Og á hljóðgervil var Tómas Jónsson sem er orðinn einn af okkar bestu. Bandið var einfaldlega geggjað og vel samæft. Leikhópurinn var misjafn hvað söng viðkemur, sumir frábærir, aðrir góðir eins og gerist. Leikarar voru allir sannfærandi. Ég ætla ekki að taka neinn leikara útúr því til þess skortir mig þekkingu á starfi þeirra. En ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun. Upplifun mín var þannig að ég tengdi og man hvað þetta var skrítinn tími, árin frá 16 - 20 ára, maður var að springa úr greddu og orku en um leið einhvern veginn svo auðsærður og tættur. Unnur Ösp og Una Torfadóttir hafa náð að skapa heim sem speglar tilfinningar ungs fólks seinustu áratugi, svona var þetta 1971 og svona er þetta í dag. Ég var líka ánægður með hvað síminn kom sterkt inn þegar hann birtist í höndum persóna þau örfáu skipti sem hann sást og minnti mann á hvað hann er fyrirferðarmikill í lífi fólks á öllum aldri. Og með því að tempra sýnileika hans varð hann nánast óþarflega stór í augum manns. Þetta er ferskur nýr íslenskur söngleikur með frábærri tónlist og þetta er þannig tónlist að hún er tímalaus og þannig er alvöru tónlist, hún ferðast gegnum tímann eins og heitur hnífur gegnum smjör. Þetta er geggjuð skemmtun, við feðgar erum sammála um að þetta sé alvöru stöff. Er það ekki það sem maður vill þegar maður fer á söngleik? Ég hvet alla til að flýta sér að ná í miða og upplifa ferska orkusprengju með frábærri tónlist og flottum leikurum. Þetta er alvöru skemmtun sem kom á óvart. Meira svona. Höfundur er tónlistarmaður.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar