„Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. apríl 2025 20:05 Fúsi, eða Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson eins og hann heitir fullu nafni með leikstjóra sýningar og vini sínum, Agnar Jóni Egilssyni, sem er alltaf kallaður Aggi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Síðustu sýningar á verðlaunaleiksýningunni „Fúsi, aldur og fyrri störf“ verða á Sólheimum í Grímsnesi um helgina en sýningin fékk fjórar tilnefningar til Grímunnar á síðasta ári, meðal annars sem sýning ársins. Í sýningunni fer Fúsi yfir ævi sína og valin atriði úr fjölbreyttu lífi hans eru færð í leik- og söngbúning með aðstoð leikara og söngvara. Sýningin byggir á viðtölum við Fúsa, sem Agnar Jón, frændi hans og leikstjóri sýningarinnar tók við hann á meðan covid faraldrinum stóð. Fúsi er 61 árs í dag, býr á höfuðborgarsvæðinu og er alltaf hress og kátur og lætur fötlun sína ekki trufla sig. Og hver er þessi Fúsi? „Bara ég,” segir Fúsi kampakátur. „Fúsi er hetja, Fúsi fer einhvern vegin í gegnum lífið með miklum húmor og hann er náttúrulega búin að lenda í öllum andskotanum. Og hann einhvern vegin tekst alltaf á það með rosalegum krafti og bjartsýni. Hann er bara fyrirmynd í mínu lífi,” segir Aggi, leikstjóri sýningarinnar og bætir við. „Og þetta er náttúrulega líka í fyrsta skipti, sem fatlaður maður býr til söguna sína, er á sviðinu og á höfundarrétt að öllu saman sjálfur,” Leikararnir Bergur Þór Ingólfsson og Halldóra Geirharðsdóttir, taka þátt í sýningunni, ásamt Pálma J. Sigurhjartarsyni, sem sér um tónlistina. Þau eru hér með Fúsa og Agga til í slaginn fyrir sýningarnar um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reynir Pétur þekkir Fúsa vel og hvetur alla, sem vettlingi geta valdið að mæta á Sólheima um helgina. Fyrsta sýningin var í dag, sumardaginn fyrsta og svo er sýning á laugardag og sunnudag. „Heyrðu, hann kemur hérna 1973 og verður hérna til 1981, átta ár og hana nú.Fúsi er algjör perla,” segir Reynir Pétur. Hér má sjá allt um sýningarnar um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér er hægt að panta miða á sýningarnar um helgina Grímsnes- og Grafningshreppur Leikhús Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Í sýningunni fer Fúsi yfir ævi sína og valin atriði úr fjölbreyttu lífi hans eru færð í leik- og söngbúning með aðstoð leikara og söngvara. Sýningin byggir á viðtölum við Fúsa, sem Agnar Jón, frændi hans og leikstjóri sýningarinnar tók við hann á meðan covid faraldrinum stóð. Fúsi er 61 árs í dag, býr á höfuðborgarsvæðinu og er alltaf hress og kátur og lætur fötlun sína ekki trufla sig. Og hver er þessi Fúsi? „Bara ég,” segir Fúsi kampakátur. „Fúsi er hetja, Fúsi fer einhvern vegin í gegnum lífið með miklum húmor og hann er náttúrulega búin að lenda í öllum andskotanum. Og hann einhvern vegin tekst alltaf á það með rosalegum krafti og bjartsýni. Hann er bara fyrirmynd í mínu lífi,” segir Aggi, leikstjóri sýningarinnar og bætir við. „Og þetta er náttúrulega líka í fyrsta skipti, sem fatlaður maður býr til söguna sína, er á sviðinu og á höfundarrétt að öllu saman sjálfur,” Leikararnir Bergur Þór Ingólfsson og Halldóra Geirharðsdóttir, taka þátt í sýningunni, ásamt Pálma J. Sigurhjartarsyni, sem sér um tónlistina. Þau eru hér með Fúsa og Agga til í slaginn fyrir sýningarnar um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reynir Pétur þekkir Fúsa vel og hvetur alla, sem vettlingi geta valdið að mæta á Sólheima um helgina. Fyrsta sýningin var í dag, sumardaginn fyrsta og svo er sýning á laugardag og sunnudag. „Heyrðu, hann kemur hérna 1973 og verður hérna til 1981, átta ár og hana nú.Fúsi er algjör perla,” segir Reynir Pétur. Hér má sjá allt um sýningarnar um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér er hægt að panta miða á sýningarnar um helgina
Grímsnes- og Grafningshreppur Leikhús Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira