Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 26. apríl 2025 11:02 Þegar Afstaða byrjaði að berjast fyrir, um áratug síðan, að hér á landi yrði komið á fót innlendu eftirliti um varnir gegn pyndingum og annarri vanvirðandi meðferð frelsissviptra (s.k. OPCAT-eftirliti) voru ýmsir stjórnmálamenn sem töluðu þá baráttu niður. Hér á landi væru ekki stundaðar pyndingar og að hingað til lands kæmi erlent eftirlit (CPT-nefnd Evrópuráðsins) með reglulegu millibili. Rétt er það að nefnd Evrópuráðsins um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (CPT-nefndin) hefur komið til Íslands í fjögur skipti síðan 1993. Nefndin hefur í heimsóknum sínum gert fjölmargar athugasemdir við stöðu mála hér á landi. Eftir fyrstu heimsóknin CPT-nefndarinnar var fangelsinu að Síðumúla 28 lokað. Að lokinni síðustu heimsókn CPT-nefndarinnar hingað til lands var sett á fót s.k. geðheilbrigðisteymi fanga, enda staða þeirra mála óviðunandi – m.a. að mati hinnar fjölþjóðlegu eftirlitsnefndar. Í tíð Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, var komið á innlendu fyrirbyggjandi eftirliti með hugsanlegum pyndingum. OPCAT-viðaukinn við samning Sameinuðu þjóðanna (CAT- samninginn, sem Ísland hafði áður fullgilt) um varnir gegn pyndingum var undirritaður af forseta Íslands árið 2018. Með því var komið á fót innlendu eftirliti sem átti að koma í veg fyrir pyndingar. Umboðsmanni Alþingis var falið að fara með þetta eftirlit. Hver er reyndin? Þrátt fyrir fögur orð stjórnmálamanna um að hér á landi væri ekki beitt aðferðum sem gætu kallast til pyndinga, hefur innlenda eftirlitið (OPCAT-eftirlit umboðsmanns Alþingis) ítrekað gert athugasemdir við aðstæður frelsissviptra – og, ekki bara þeirra sem eru í fangelsum. Sá hópur er miklu stærri. Þannig hefur eftirlitið gert athugasemdir við aðstæður þeirra sem eru heilabilaðir og lokaðir inni á stofnunum, en einnig kvenna sem eru vistaðar í fangelsum sem og ungmenna sem vistast í fangageymslum í Hafnarfirði. Glænýjar og sorglegar upplýsingar berast nú! Nú hefur Afstöðu borist upplýsingar um að einstaklingar sem vísa á úr landi séu einnig vistaðir í fangageymslum lögreglu, víða um land, og – jafnvel vikum saman í algjörri einagrun á stað þar sem íslendingar eru ekki vistaðir lengur en 48 tíma mest og þar sem það mikill hávæði er að ekki er hægt að festa svefn. Þar sem ekki sé gert ráð fyrir útivistargarði á lögreglustöðvum séu þessir einstaklingar, sem ekki hafa brotið gegn neinum, látnir í hinni takmörkuðu útivist látnir vera í s.k. “belti” sem þeir eru handjárnaðir við. Þetta eru skipulagðar pyndingar sem íslenkir dómarar leggja blessun sína yfir. Hver ástæðan er fyrir því að dómarar láta þessa meðferð viðgangast, er óvís. En, ábyrgðin er þeirra engu að síður, lögum samkvæmt. Fyrir hálfum mánuði átti ég ásamt lögfræðingi Afstöðu fund með nýjum umboðsmanni Alþingis, Kristínu Benediktsdóttur, sem og þeim sem sinna OPCAT-eftirliti umboðsmanns. Við fórum m.a. yfir mál sem Afstaða hefur vakið athygli eftirlitsins á; málum sem sumum hefur verið lokið með sáttargreiðslu ríkislögmanns vegna vanvirðandi meðferðar sem og öðrum málum sem eru enn til meðferðar og gætu skapað ríkinu skaðabótaábyrgð. Girðum okkur í brók! Þau mál sem Afstöðu berast nú upplýsingar um eru einnig líklegar til að skapa ríkinu skaðabótaábyrgð – en ekki bara það; heldur líka álitshnekki, á alþjóðavísu. Að Ísland visti einstaklinga við aðstæður þar sem ekki er gætt að grundvallarmannréttindum er ekki ásættanlegt; ekki gagnvart þeim einstaklingum sem vistaðir eru við ómannúðlegar aðstæður hér á landi – og ekki í lagi gagnvart okkur, hinum almenna borgara, sem krefst þess að lágmarksmannréttinda sé gætt þegar fólk er svipt frelsi sínu. Höfundur er formaður Afstöðu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar Afstaða byrjaði að berjast fyrir, um áratug síðan, að hér á landi yrði komið á fót innlendu eftirliti um varnir gegn pyndingum og annarri vanvirðandi meðferð frelsissviptra (s.k. OPCAT-eftirliti) voru ýmsir stjórnmálamenn sem töluðu þá baráttu niður. Hér á landi væru ekki stundaðar pyndingar og að hingað til lands kæmi erlent eftirlit (CPT-nefnd Evrópuráðsins) með reglulegu millibili. Rétt er það að nefnd Evrópuráðsins um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (CPT-nefndin) hefur komið til Íslands í fjögur skipti síðan 1993. Nefndin hefur í heimsóknum sínum gert fjölmargar athugasemdir við stöðu mála hér á landi. Eftir fyrstu heimsóknin CPT-nefndarinnar var fangelsinu að Síðumúla 28 lokað. Að lokinni síðustu heimsókn CPT-nefndarinnar hingað til lands var sett á fót s.k. geðheilbrigðisteymi fanga, enda staða þeirra mála óviðunandi – m.a. að mati hinnar fjölþjóðlegu eftirlitsnefndar. Í tíð Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, var komið á innlendu fyrirbyggjandi eftirliti með hugsanlegum pyndingum. OPCAT-viðaukinn við samning Sameinuðu þjóðanna (CAT- samninginn, sem Ísland hafði áður fullgilt) um varnir gegn pyndingum var undirritaður af forseta Íslands árið 2018. Með því var komið á fót innlendu eftirliti sem átti að koma í veg fyrir pyndingar. Umboðsmanni Alþingis var falið að fara með þetta eftirlit. Hver er reyndin? Þrátt fyrir fögur orð stjórnmálamanna um að hér á landi væri ekki beitt aðferðum sem gætu kallast til pyndinga, hefur innlenda eftirlitið (OPCAT-eftirlit umboðsmanns Alþingis) ítrekað gert athugasemdir við aðstæður frelsissviptra – og, ekki bara þeirra sem eru í fangelsum. Sá hópur er miklu stærri. Þannig hefur eftirlitið gert athugasemdir við aðstæður þeirra sem eru heilabilaðir og lokaðir inni á stofnunum, en einnig kvenna sem eru vistaðar í fangelsum sem og ungmenna sem vistast í fangageymslum í Hafnarfirði. Glænýjar og sorglegar upplýsingar berast nú! Nú hefur Afstöðu borist upplýsingar um að einstaklingar sem vísa á úr landi séu einnig vistaðir í fangageymslum lögreglu, víða um land, og – jafnvel vikum saman í algjörri einagrun á stað þar sem íslendingar eru ekki vistaðir lengur en 48 tíma mest og þar sem það mikill hávæði er að ekki er hægt að festa svefn. Þar sem ekki sé gert ráð fyrir útivistargarði á lögreglustöðvum séu þessir einstaklingar, sem ekki hafa brotið gegn neinum, látnir í hinni takmörkuðu útivist látnir vera í s.k. “belti” sem þeir eru handjárnaðir við. Þetta eru skipulagðar pyndingar sem íslenkir dómarar leggja blessun sína yfir. Hver ástæðan er fyrir því að dómarar láta þessa meðferð viðgangast, er óvís. En, ábyrgðin er þeirra engu að síður, lögum samkvæmt. Fyrir hálfum mánuði átti ég ásamt lögfræðingi Afstöðu fund með nýjum umboðsmanni Alþingis, Kristínu Benediktsdóttur, sem og þeim sem sinna OPCAT-eftirliti umboðsmanns. Við fórum m.a. yfir mál sem Afstaða hefur vakið athygli eftirlitsins á; málum sem sumum hefur verið lokið með sáttargreiðslu ríkislögmanns vegna vanvirðandi meðferðar sem og öðrum málum sem eru enn til meðferðar og gætu skapað ríkinu skaðabótaábyrgð. Girðum okkur í brók! Þau mál sem Afstöðu berast nú upplýsingar um eru einnig líklegar til að skapa ríkinu skaðabótaábyrgð – en ekki bara það; heldur líka álitshnekki, á alþjóðavísu. Að Ísland visti einstaklinga við aðstæður þar sem ekki er gætt að grundvallarmannréttindum er ekki ásættanlegt; ekki gagnvart þeim einstaklingum sem vistaðir eru við ómannúðlegar aðstæður hér á landi – og ekki í lagi gagnvart okkur, hinum almenna borgara, sem krefst þess að lágmarksmannréttinda sé gætt þegar fólk er svipt frelsi sínu. Höfundur er formaður Afstöðu
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun