Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 26. apríl 2025 23:31 Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands. Vísir/Ívar Fannar Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands hefur áhyggjur af rekstri skólans í höndum Rafmenntar. Hann segist ekki hafa fengið skýr svör hvers vegna skólinn fékk ekki að verða að háskóla eða hvers vegna hann fékk ekki fjármnuni frá ríkinu eins og lofað var. Eftir að rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands varð gjaldþrota í lok mars keypti Rafmennt, fræðslusetur rafiðnaðarins, eignir þrotabúsins og klára nemendur önnina þar. Rekstur skólans hafði verið erfiður um langt skeið en stofnandi skólans sá ekki fram á að geta klárað önnina með þá fjármuni sem skólinn átti. „Það eru fjárhæðir inni á fjárlögum merktir skólanum sem við fáum ekki útgreidda. Við erum ekki með hreinar og skýrar skýringar á því af hverju við fáum það ekki. Þannig að vendipunkturinn er hreinlega að við erum ekki afgreidd fyrir fjármuni sem að skólinn á,“ segir Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands. Hann fagnar því að Rafmennt hafi tryggt það að nemendur klári námið. „Ég hef hins vegar verulegar áhyggjur af því hvað þeir eru að lítillækka námið eða umgjörðina. Það er þannig í skólastarfi að þú verður alltaf að bjóða upp á full gæði á hverjum degi og það er ekki hægt að segja upp rektor, segja upp fagstjórum, segja upp öllum og halda því svo fram að þú sért að bjóða upp á sömu kennslu.“ Kvikmyndaskóli Íslands hafi virtar alþjóðaviðurkenningar sem gætu glatast ef fram heldur sem horfir. „Þannig að ég hef áhyggjur af því að þeir hreinlega viti ekki hvað þeir eru að gera,“ segir Böðvar. Skólinn reyndi lengi vel að koma í gegn námið yrði viðurkennt sem háskólanám, en það gekk ekki eftir. „Málið er að ég veit ekki alveg hvers vegna. Við höfum verið að reyna þrýsta á ráðuneyti háskólamála að fá hrein og skýr svör hvaða skilyrði háskólalaga það eru sem að við uppfyllum ekki og við höfum ekki fengið þau svör.“ Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Háskólar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Eftir að rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands varð gjaldþrota í lok mars keypti Rafmennt, fræðslusetur rafiðnaðarins, eignir þrotabúsins og klára nemendur önnina þar. Rekstur skólans hafði verið erfiður um langt skeið en stofnandi skólans sá ekki fram á að geta klárað önnina með þá fjármuni sem skólinn átti. „Það eru fjárhæðir inni á fjárlögum merktir skólanum sem við fáum ekki útgreidda. Við erum ekki með hreinar og skýrar skýringar á því af hverju við fáum það ekki. Þannig að vendipunkturinn er hreinlega að við erum ekki afgreidd fyrir fjármuni sem að skólinn á,“ segir Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands. Hann fagnar því að Rafmennt hafi tryggt það að nemendur klári námið. „Ég hef hins vegar verulegar áhyggjur af því hvað þeir eru að lítillækka námið eða umgjörðina. Það er þannig í skólastarfi að þú verður alltaf að bjóða upp á full gæði á hverjum degi og það er ekki hægt að segja upp rektor, segja upp fagstjórum, segja upp öllum og halda því svo fram að þú sért að bjóða upp á sömu kennslu.“ Kvikmyndaskóli Íslands hafi virtar alþjóðaviðurkenningar sem gætu glatast ef fram heldur sem horfir. „Þannig að ég hef áhyggjur af því að þeir hreinlega viti ekki hvað þeir eru að gera,“ segir Böðvar. Skólinn reyndi lengi vel að koma í gegn námið yrði viðurkennt sem háskólanám, en það gekk ekki eftir. „Málið er að ég veit ekki alveg hvers vegna. Við höfum verið að reyna þrýsta á ráðuneyti háskólamála að fá hrein og skýr svör hvaða skilyrði háskólalaga það eru sem að við uppfyllum ekki og við höfum ekki fengið þau svör.“
Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Háskólar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira