Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. apríl 2025 22:47 Jules Kounde fagnaði sigurmarkinu vel og innilega. Eðlilega svo sem. Fran Santiago/Getty Images Barcelona er spænskur bikarmeistari eftir 3-2 sigur gegn erkifjendum sínum í Real Madrid í framlengdum úrslitaleik spænska konungsbikarsins, Copa del Rey, í kvöld. Börsungar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og uppskáru mark eftir tæplega hálftíma leik þegar Lamine Yamal lagði boltann út á Pedri sem þrumaði honum í netið með skoti fyrir utan teig. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks og staðan því 1-0, Barcelona í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Eftir frekan slappan fyrri hálfleik Madrídinga tóku þeir loksins við sér eftir hlé. Kylian Mbappé kom inn af varamannabekknum í hálfleik og hann átti heldur betur eftir að setja mark sitt á leikinn. Franski sóknarmaðurinn jafnaði metin fyrir Madrídinga með marki beint úr aukaspyrnu á 70. mínútu, áður en Aurélien Tchouaméni kom liðinu yfir með góðum skalla sjö mínútum síðar. Börsungar gáfust þó ekki upp og Ferran Torres jafnaði metin fyrir liðið sex mínútum fyrir leikslok eftir að hafa leikið á Thibaut Courtois í marki Madrídinga. Börsungar héldu svo að þeir væru að fá vítaspyrnu í uppbótartíma eftir að Raphinha fór niður innan vítateigs, en eftir skoðun myndbandsdómara var Brassinn spjaldaður fyrir leikaraskap. Barcelona have an injury-time penalty overturned by VAR in the Copa del Rey final 🍿Raphinha was booked for simulation 😬 pic.twitter.com/vK6S9A84g0— Football on TNT Sports (@footballontnt) April 26, 2025 Niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma því 2-2 jafntefli og því þurfti að grípa til framlengingar. Í framlengingunni var það svo Jules Kounde sem reyndist hetja Börsunga. Bakvörðurinn komst þá inn í sendingu frá Luka Modric á 116. mínútu og renndi boltanum í fjærhornið með hnitmiðuðu skoti. Niðurstaðan því 3-2 sigur Barcelona í vægast sagt sveiflukenndum leik og bikarmeistaratitillinn er þeirra. Spænski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Börsungar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og uppskáru mark eftir tæplega hálftíma leik þegar Lamine Yamal lagði boltann út á Pedri sem þrumaði honum í netið með skoti fyrir utan teig. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks og staðan því 1-0, Barcelona í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Eftir frekan slappan fyrri hálfleik Madrídinga tóku þeir loksins við sér eftir hlé. Kylian Mbappé kom inn af varamannabekknum í hálfleik og hann átti heldur betur eftir að setja mark sitt á leikinn. Franski sóknarmaðurinn jafnaði metin fyrir Madrídinga með marki beint úr aukaspyrnu á 70. mínútu, áður en Aurélien Tchouaméni kom liðinu yfir með góðum skalla sjö mínútum síðar. Börsungar gáfust þó ekki upp og Ferran Torres jafnaði metin fyrir liðið sex mínútum fyrir leikslok eftir að hafa leikið á Thibaut Courtois í marki Madrídinga. Börsungar héldu svo að þeir væru að fá vítaspyrnu í uppbótartíma eftir að Raphinha fór niður innan vítateigs, en eftir skoðun myndbandsdómara var Brassinn spjaldaður fyrir leikaraskap. Barcelona have an injury-time penalty overturned by VAR in the Copa del Rey final 🍿Raphinha was booked for simulation 😬 pic.twitter.com/vK6S9A84g0— Football on TNT Sports (@footballontnt) April 26, 2025 Niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma því 2-2 jafntefli og því þurfti að grípa til framlengingar. Í framlengingunni var það svo Jules Kounde sem reyndist hetja Börsunga. Bakvörðurinn komst þá inn í sendingu frá Luka Modric á 116. mínútu og renndi boltanum í fjærhornið með hnitmiðuðu skoti. Niðurstaðan því 3-2 sigur Barcelona í vægast sagt sveiflukenndum leik og bikarmeistaratitillinn er þeirra.
Spænski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira