„Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 27. apríl 2025 09:02 Að sögn Sæunnar hefur sonur hennar orðið fyrir stöðugu einelti af hálfu jafnaldra sinna og hefur mátt þola síendurtekna stríðni og áreitni vegna fötlunar sinnar. Samsett Það getur verið gríðarlega erfitt að ala upp barn með einhverfu í samfélagi þar sem skilningur og umburðarlyndi eru ekki sjálfgefin gildi. Sæunn Harpa Kristjánsdóttir þekkir það af eigin raun. Hún er móðir Héðins Dags, 14 ára drengs sem greindur er með dæmigerða einhverfu, ADHD, málþroskaröskun, þroskaröskun og tourette, og er með félagsþroska á við tíu ára barn. Af þeim sökum hefur Héðinn mætt miklu mótlæti í gegnum tíðina og átt erfitt uppdráttar. Hann hefur mátt þola gróft einelti í skóla og er félagslega einangraður. Sæunn telur víst að fordómar og skilningsleysi gagnvart „ósýnilegum“ fötlunum sé stór þáttur í vandanum. „Ef hann væri í hjólastól væri önnur staða – fólk sæi þá fötlunina. Þegar fötlunin er ósýnileg virðist skilningurinn hverfa,“ segir Sæunn en hún deildi nýverið reynslu sinni í opinni færslu á facebook þar sem hún vakti athygli á aðstæðum sonar síns. Mikið um skilningsleysi Vísir ræddi á dögunum við Gunnhildi Þórðardóttur, móður sjö ára drengs á Selfossi sem greindur er með einhverfu og ótilgreinda þroskaskerðingu. Í viðtalinu lýsti Gunnhildur skilningsleysi samfélagsins gagnvart börnum með fötlun, og deildi reynslu sinni af fordómum og ónærgætnum athugasemdum fólks í garð sonar síns. Sæunn kveðst eiga auðvelt með að setja sig í þessi spor. Sæunn er einstæð fjögurra barna móðir á Akureyri og er Héðinn Dagur sá yngsti í systkinahópnum. Sem fyrr segir er Héðinn greindur með dæmigerða einhverfu, ADHD, málþroskaröskun, þroskaröskun og Tourette-heilkenni. Að sögn Sæunnar hefur sonur hennar lengi mátt þola fordóma, skilningsleysi og einelti, bæði innan og utan skólakerfisins- af hálfu annarra barna og líka af hálfu fullorðinna. Hún rifjar upp erfiðan upphafspunkt þegar Héðinn fékk sína fyrstu greiningu, rétt tæplega fimm ára gamall. Þau bjuggu fyrir norðan, en þar sem hún var ein með fjögur börn þá var ekki raunhæft að sækja greiningarþjónustu suður til Reykjavíkur. Því tók greiningarferlið um eitt og hálft ár. Sæunn bendir á mikilvægi þess að samfélagið líti á einhverfu og aðrar ósýnilegar raskanir sem fötlun.Aðsend Úr einum skóla í annan Héðinn hóf sex ára gamall nám í almennum bekk í grunnskóla. Þar var hann með stuðningsfulltrúa- en álagið jókst hratt. „Þegar hann byrjaði í sex ára bekk þá fór þetta allt saman að þyngjast rosalega mikið. Hann umturnaðist alveg og varð miklu erfiðara barn. Það var að lokum ákveðið að flytja hann yfir í Hlíðarskóla sem þjónustar nemendur með fjölþættan vanda. Þar var hann áfram með stuðningsfulltrúa sér við hlið,“segir Sæunn og bætir við að þrátt fyrir mikla viðleitni starfsfólks þá hafi félagsleg staða Héðins verið viðkvæm. Í fimmta bekk var hann færður í Giljaskóla og var þar í þrjár annir. „En svo treysti skólinn sér einfaldlega ekki til að hafa hann lengur. Hann gat hvorki verið í matsalnum né tekið þátt í sundi, og þurfti að snúa aftur í Hlíðarskóla.“ Héðinn ásamt fjölskyldunni á fermingardaginn.Aðsend Er einangraður Í dag stundar Héðinn ennþá nám í Hlíðarskóla - með sérstakri aðstoð kennara sem eingöngu sinnir honum. Að sögn Sæunnar hefur sonur hennar orðið fyrir stöðugu einelti af hálfu jafnaldra sinna og hefur mátt þola síendurtekna stríðni og áreitni. „Héðinn talar öðruvísi en aðrir krakkar, af því að hann er með málþroskaröskun. Og það skilja hann ekkert allir. Stundum talar hann bara á ensku. Það er gert grín að því hvernig hann talar. Það hafa verið teiknaðar myndir af honum þar sem hann er eins og slefandi svín. Það er alltaf verið að skjóta á hann. Nokkrir af eldri strákunum hafa verið að berja á veggina, og á hurðina í skólastofunni þegar þeir vita að hann er aleinn þar inni. Þeir vita að hann á ofboðslega erfitt með slíkt, hann er rosalega viðkvæmur fyrir öllu svona áreiti. Hann er mjög einangraður heima, vegna þess að ef hann fer uppá skólalóð þá lendir hann alltaf í stríðni. Hann á fáa vini og heldur yfirleitt ekki afmælisveislur þar sem hann hefur engan til að bjóða.“ Tjáði sig loksins Eins og Sæunn bendir á þá á sonur hennar erfitt með að tjá sig og kann ekki að svara fyrir sig ef að honum er vegið. Seinasta sumar komu upp tvö atvik þar sem Héðinn varð skotspónn stríðni af hálfu annarra krakka og endaði á því að lemja frá sér. Sæunn tekur fram að í hvorugt skiptið hafi sonur hennar beitt alvarlegu ofbeldi og engir áverkar hafi sést á þessum tveimur börnum. Að sögn Sæunnar er sonur hennar ekki ofbeldishneigður og hefur aldrei lamið frá sér- fyrir utan þessi tvö skipti. Í báðum tilfellum baðst hann tafarlaust afsökunar og börnin tóku afsökunarbeiðnunum vel. Foreldrar barnanna ákváðu engu að síður að kæra Héðinn til lögreglu- og í báðum tilfellum endaði það með því lögreglan aðhafðist ekkert, enda er Héðinn undir sakhæfisaldri. Á dögunum birti Sæunn stuttan pistil á facebook þar sem hún greindi frá aðstæðum sonar síns. Sæunn birti opna færslu á facebook á dögunum þar sem hún lýsti stuttlega aðstæðum sonar síns og því sem hann hefur gengið í gegnum undanfarin ár.Skjáskot/Facebook Færslan var búin að vera lengi í vinnslu áður að Sæunn ákvað loks að birta hana. „Eftir þessi tvö atvik seinasta sumar þá langaði mig mjög mikið til að segja eitthvað opinberlega - tjá mig um þetta í færslu á facebook eða eitthvað slíkt, en ég þorði því ekki af því að ég var hrædd um hvernig fólk ætti eftir að bregðast við. Ég var hrædd um að fólk myndi fá vitlausa mynd af Héðni, eða þá mér eða okkur. Það er auðvelt fyrir fólk að álykta að Héðinn hljóti bara að vera svona hrikalega illa upp alinn.Ég hugsaði með mér að ef ég myndi segja eitthvað opinberlega þá kanski myndu þá einhverjir foreldrar þarna úti, þá helst foreldrar úr Síðuhverfinu hérna á Akureyri, sjá þetta og ræða við börnin sín. Útskýra fyrir börnunum sínum að Héðinn er með fötlun - hann er með ósýnilega fötlun.“ Sæunn tekur fram að hún áfellist ekki starfsfólk og skólastjórnendur Hlíðarskóla sem hafi ávallt gert sitt besta. Það sama gildi um velferðarsvið Akureyrarbæjar. Hún bendir á mikilvægi þess að samfélagið líti á einhverfu og aðrar ósýnilegar raskanir sem fötlun. „Ef það má ekki gera grín að múslimum eða transfólki, hvers vegna má þá gera grín að fötluðum börnum? “ spyr hún. Sæunn kveðst engu að síður ekki trúa því að börn séu vond eða illa innrætt. Hún telur að skortur á fræðslu, skilningi og samtali við börn liggi að baki. Hún vonar að með því að stíga fram geti hún vakið foreldra til vitundar, svo þeir útskýri fyrir börnum sínum að ósýnileg fötlun sé engu að síður raunveruleg. Hún nefnir einnig mikilvægi þess að foreldrar annarra barna axli ábyrgð. „Foreldrar þurfa að vera fyrirmyndir. Þeir þurfa að útskýra fyrir börnunum sínum að það eru ekki allir eins – og það er í góðu lagi, “ segir Sæunn jafnframt. „Það sker í hjartað á mér að horfa upp á þetta allt saman. Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er – góðan, hlýjan og kærleiksríkan dreng sem á rétt á virðingu eins og allir aðrir.“ Börn og uppeldi Einhverfa Helgarviðtal Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Af þeim sökum hefur Héðinn mætt miklu mótlæti í gegnum tíðina og átt erfitt uppdráttar. Hann hefur mátt þola gróft einelti í skóla og er félagslega einangraður. Sæunn telur víst að fordómar og skilningsleysi gagnvart „ósýnilegum“ fötlunum sé stór þáttur í vandanum. „Ef hann væri í hjólastól væri önnur staða – fólk sæi þá fötlunina. Þegar fötlunin er ósýnileg virðist skilningurinn hverfa,“ segir Sæunn en hún deildi nýverið reynslu sinni í opinni færslu á facebook þar sem hún vakti athygli á aðstæðum sonar síns. Mikið um skilningsleysi Vísir ræddi á dögunum við Gunnhildi Þórðardóttur, móður sjö ára drengs á Selfossi sem greindur er með einhverfu og ótilgreinda þroskaskerðingu. Í viðtalinu lýsti Gunnhildur skilningsleysi samfélagsins gagnvart börnum með fötlun, og deildi reynslu sinni af fordómum og ónærgætnum athugasemdum fólks í garð sonar síns. Sæunn kveðst eiga auðvelt með að setja sig í þessi spor. Sæunn er einstæð fjögurra barna móðir á Akureyri og er Héðinn Dagur sá yngsti í systkinahópnum. Sem fyrr segir er Héðinn greindur með dæmigerða einhverfu, ADHD, málþroskaröskun, þroskaröskun og Tourette-heilkenni. Að sögn Sæunnar hefur sonur hennar lengi mátt þola fordóma, skilningsleysi og einelti, bæði innan og utan skólakerfisins- af hálfu annarra barna og líka af hálfu fullorðinna. Hún rifjar upp erfiðan upphafspunkt þegar Héðinn fékk sína fyrstu greiningu, rétt tæplega fimm ára gamall. Þau bjuggu fyrir norðan, en þar sem hún var ein með fjögur börn þá var ekki raunhæft að sækja greiningarþjónustu suður til Reykjavíkur. Því tók greiningarferlið um eitt og hálft ár. Sæunn bendir á mikilvægi þess að samfélagið líti á einhverfu og aðrar ósýnilegar raskanir sem fötlun.Aðsend Úr einum skóla í annan Héðinn hóf sex ára gamall nám í almennum bekk í grunnskóla. Þar var hann með stuðningsfulltrúa- en álagið jókst hratt. „Þegar hann byrjaði í sex ára bekk þá fór þetta allt saman að þyngjast rosalega mikið. Hann umturnaðist alveg og varð miklu erfiðara barn. Það var að lokum ákveðið að flytja hann yfir í Hlíðarskóla sem þjónustar nemendur með fjölþættan vanda. Þar var hann áfram með stuðningsfulltrúa sér við hlið,“segir Sæunn og bætir við að þrátt fyrir mikla viðleitni starfsfólks þá hafi félagsleg staða Héðins verið viðkvæm. Í fimmta bekk var hann færður í Giljaskóla og var þar í þrjár annir. „En svo treysti skólinn sér einfaldlega ekki til að hafa hann lengur. Hann gat hvorki verið í matsalnum né tekið þátt í sundi, og þurfti að snúa aftur í Hlíðarskóla.“ Héðinn ásamt fjölskyldunni á fermingardaginn.Aðsend Er einangraður Í dag stundar Héðinn ennþá nám í Hlíðarskóla - með sérstakri aðstoð kennara sem eingöngu sinnir honum. Að sögn Sæunnar hefur sonur hennar orðið fyrir stöðugu einelti af hálfu jafnaldra sinna og hefur mátt þola síendurtekna stríðni og áreitni. „Héðinn talar öðruvísi en aðrir krakkar, af því að hann er með málþroskaröskun. Og það skilja hann ekkert allir. Stundum talar hann bara á ensku. Það er gert grín að því hvernig hann talar. Það hafa verið teiknaðar myndir af honum þar sem hann er eins og slefandi svín. Það er alltaf verið að skjóta á hann. Nokkrir af eldri strákunum hafa verið að berja á veggina, og á hurðina í skólastofunni þegar þeir vita að hann er aleinn þar inni. Þeir vita að hann á ofboðslega erfitt með slíkt, hann er rosalega viðkvæmur fyrir öllu svona áreiti. Hann er mjög einangraður heima, vegna þess að ef hann fer uppá skólalóð þá lendir hann alltaf í stríðni. Hann á fáa vini og heldur yfirleitt ekki afmælisveislur þar sem hann hefur engan til að bjóða.“ Tjáði sig loksins Eins og Sæunn bendir á þá á sonur hennar erfitt með að tjá sig og kann ekki að svara fyrir sig ef að honum er vegið. Seinasta sumar komu upp tvö atvik þar sem Héðinn varð skotspónn stríðni af hálfu annarra krakka og endaði á því að lemja frá sér. Sæunn tekur fram að í hvorugt skiptið hafi sonur hennar beitt alvarlegu ofbeldi og engir áverkar hafi sést á þessum tveimur börnum. Að sögn Sæunnar er sonur hennar ekki ofbeldishneigður og hefur aldrei lamið frá sér- fyrir utan þessi tvö skipti. Í báðum tilfellum baðst hann tafarlaust afsökunar og börnin tóku afsökunarbeiðnunum vel. Foreldrar barnanna ákváðu engu að síður að kæra Héðinn til lögreglu- og í báðum tilfellum endaði það með því lögreglan aðhafðist ekkert, enda er Héðinn undir sakhæfisaldri. Á dögunum birti Sæunn stuttan pistil á facebook þar sem hún greindi frá aðstæðum sonar síns. Sæunn birti opna færslu á facebook á dögunum þar sem hún lýsti stuttlega aðstæðum sonar síns og því sem hann hefur gengið í gegnum undanfarin ár.Skjáskot/Facebook Færslan var búin að vera lengi í vinnslu áður að Sæunn ákvað loks að birta hana. „Eftir þessi tvö atvik seinasta sumar þá langaði mig mjög mikið til að segja eitthvað opinberlega - tjá mig um þetta í færslu á facebook eða eitthvað slíkt, en ég þorði því ekki af því að ég var hrædd um hvernig fólk ætti eftir að bregðast við. Ég var hrædd um að fólk myndi fá vitlausa mynd af Héðni, eða þá mér eða okkur. Það er auðvelt fyrir fólk að álykta að Héðinn hljóti bara að vera svona hrikalega illa upp alinn.Ég hugsaði með mér að ef ég myndi segja eitthvað opinberlega þá kanski myndu þá einhverjir foreldrar þarna úti, þá helst foreldrar úr Síðuhverfinu hérna á Akureyri, sjá þetta og ræða við börnin sín. Útskýra fyrir börnunum sínum að Héðinn er með fötlun - hann er með ósýnilega fötlun.“ Sæunn tekur fram að hún áfellist ekki starfsfólk og skólastjórnendur Hlíðarskóla sem hafi ávallt gert sitt besta. Það sama gildi um velferðarsvið Akureyrarbæjar. Hún bendir á mikilvægi þess að samfélagið líti á einhverfu og aðrar ósýnilegar raskanir sem fötlun. „Ef það má ekki gera grín að múslimum eða transfólki, hvers vegna má þá gera grín að fötluðum börnum? “ spyr hún. Sæunn kveðst engu að síður ekki trúa því að börn séu vond eða illa innrætt. Hún telur að skortur á fræðslu, skilningi og samtali við börn liggi að baki. Hún vonar að með því að stíga fram geti hún vakið foreldra til vitundar, svo þeir útskýri fyrir börnum sínum að ósýnileg fötlun sé engu að síður raunveruleg. Hún nefnir einnig mikilvægi þess að foreldrar annarra barna axli ábyrgð. „Foreldrar þurfa að vera fyrirmyndir. Þeir þurfa að útskýra fyrir börnunum sínum að það eru ekki allir eins – og það er í góðu lagi, “ segir Sæunn jafnframt. „Það sker í hjartað á mér að horfa upp á þetta allt saman. Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er – góðan, hlýjan og kærleiksríkan dreng sem á rétt á virðingu eins og allir aðrir.“
Börn og uppeldi Einhverfa Helgarviðtal Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira