Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. apríl 2025 14:27 Jón Gnarr þingmaður og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, bæði úr Viðreisn. Fyrir miðju er leikarinn Jon Øigarden í auglýsingu SFS. Vísir Leikin auglýsing á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem sýnir norska athafnamenn furða sig á fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda í sjávarútvegi, hefur fengið mikla dreifingu og uppskorið hörð viðbrögð hjá ráðamönnum. Stjórnarþingmaður og dómsmálaráðherra eru meðal þeirra sem fordæmt hafa auglýsinguna. Í auglýsingunni sem um ræðir sitja tveir snyrtilega klæddir Norðmenn að snæðingi á veitingahúsi þegar annar þeirra sýnir leifarnar af fiski sem hann hafði verið að borða og segir: „Veistu hvað? Þetta hér er gullnáma.“ Í kjölfarið þylur hann upp allt það sem hægt að búa til úr fiskiroði, beinum og öðru sem fellur til við fiskverkun. Hinn svarar því svo til að Íslendingar framleiði þegar verðmæti úr þessu í stórum stíl. „Þau gera húðkrem, sárabindi fyrir ameríska herinn ... En nú ætla þau að taka upp norska kerfið,“ segir hann, og hvorugur þeirra botnar í því hvers vegna Íslendingar skyldu vilja gera það. Það sem vekur athygli margra er að annar leikarinn í myndbandinu er Jon Øigarden, sem margir kannast við úr norsku þáttunum Exit, sem fjölluðu um fjóra menn í fjármalaheimi Noregs. Auglýsingin fjarri sambandi við jörðu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er meðal þeirra sem hafa kvatt sér hljóðs um málið en hún segir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld sé eðlileg og réttlát aðgerð. Öll þjóðin sjái það. „Viðbrögð Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi eru töluvert fjarri sambandi við jörðu. Norsku Exit-leikararnir sem tala um að hér megi græða peninga speglar það fyrst og fremst.“ Kveðst hún stolt af þessu máli og segir Viðreisn standa heilshugar að baki þessu máli. Listræn táknmynd firringar Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar skrifaði langa færslu um auglýsinguna á Facebook síðu sína þar sem hann sagði að auglýsingar nái stundum að verða listrænar táknmyndir fyrir dekadent firringu í samfélaginu. „Auglýsingin er mjög fagmannlega gerð. Handritið er að vísu ekki gott en auglýsingin skartar útlenskum leikara, Jon Øigarden, sem svo kaldhæðnislega vill til að lék einn af fégráðugu drullusokkunum í Norsku þáttunum Exit.“ Segir hann svo að auglýsingin sé fyrirsláttur og leikaraskapur sem njóti engrar meðaumkunar hjá þjóðinni. Kvikmyndagerðarmaðurinn Ragnar Bragason sagði auglýsinguna skelfilega, og sagði SFS eyða hundruðum milljóna í auglýsingaherferð og áróður fyrir málstað sem enginn nema frændi þeirra hafi samúð með. Vilji ekki ræða málið efnislega Egill Helgason, dagskrárgerðarmaður hjá Ríkissjónvarpinu, deildi hugleiðingum Ragnars á Facebook sinni. „Algjörlega óskiljanleg auglýsing,“ hafði hann um málið að segja. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, skrifaði svo athugasemd við færslu Egils. Hún segir einkennilegt að Egill og fleiri fjasi yfir formi en ekki efni. „Hvernig væri að ræða efni málsins, norsku leiðina sem ráðherra vill fara? Minni verðmætasköpun, minni nýsköpun, hráefni flutt til Póllands óunnið, ósjálfbærar fiskvinnslur í Noregi o.s.frv.?“ Athugasemd ritstjónar: Heiðrún Lind er stjórnarkona í Sýn. Sjávarútvegur Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Þorpin töpuðu, þorpin urðu undir segir Elías Pétursson fyrrverandi bæjarstjóri Fjallabyggðar í pistli á Facebook sem vakið hefur mikla athygli. Þar er vísað til afar umdeildrar auglýsingaherferðar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og hún fordæmd. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS segist hins vegar bara hafa fengið jákvæð viðbrögð við auglýsingunum. 25. apríl 2025 11:28 Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. 25. mars 2025 13:53 „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Samtökin telja frumvarpið „ganga í berhögg við stjórnarskrá“ og segja ráðuneytinu hafa skeikað milljörðum í útreikningi á heildarhækkun veiðigjaldsins. 15. apríl 2025 07:58 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Sjá meira
Í auglýsingunni sem um ræðir sitja tveir snyrtilega klæddir Norðmenn að snæðingi á veitingahúsi þegar annar þeirra sýnir leifarnar af fiski sem hann hafði verið að borða og segir: „Veistu hvað? Þetta hér er gullnáma.“ Í kjölfarið þylur hann upp allt það sem hægt að búa til úr fiskiroði, beinum og öðru sem fellur til við fiskverkun. Hinn svarar því svo til að Íslendingar framleiði þegar verðmæti úr þessu í stórum stíl. „Þau gera húðkrem, sárabindi fyrir ameríska herinn ... En nú ætla þau að taka upp norska kerfið,“ segir hann, og hvorugur þeirra botnar í því hvers vegna Íslendingar skyldu vilja gera það. Það sem vekur athygli margra er að annar leikarinn í myndbandinu er Jon Øigarden, sem margir kannast við úr norsku þáttunum Exit, sem fjölluðu um fjóra menn í fjármalaheimi Noregs. Auglýsingin fjarri sambandi við jörðu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er meðal þeirra sem hafa kvatt sér hljóðs um málið en hún segir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld sé eðlileg og réttlát aðgerð. Öll þjóðin sjái það. „Viðbrögð Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi eru töluvert fjarri sambandi við jörðu. Norsku Exit-leikararnir sem tala um að hér megi græða peninga speglar það fyrst og fremst.“ Kveðst hún stolt af þessu máli og segir Viðreisn standa heilshugar að baki þessu máli. Listræn táknmynd firringar Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar skrifaði langa færslu um auglýsinguna á Facebook síðu sína þar sem hann sagði að auglýsingar nái stundum að verða listrænar táknmyndir fyrir dekadent firringu í samfélaginu. „Auglýsingin er mjög fagmannlega gerð. Handritið er að vísu ekki gott en auglýsingin skartar útlenskum leikara, Jon Øigarden, sem svo kaldhæðnislega vill til að lék einn af fégráðugu drullusokkunum í Norsku þáttunum Exit.“ Segir hann svo að auglýsingin sé fyrirsláttur og leikaraskapur sem njóti engrar meðaumkunar hjá þjóðinni. Kvikmyndagerðarmaðurinn Ragnar Bragason sagði auglýsinguna skelfilega, og sagði SFS eyða hundruðum milljóna í auglýsingaherferð og áróður fyrir málstað sem enginn nema frændi þeirra hafi samúð með. Vilji ekki ræða málið efnislega Egill Helgason, dagskrárgerðarmaður hjá Ríkissjónvarpinu, deildi hugleiðingum Ragnars á Facebook sinni. „Algjörlega óskiljanleg auglýsing,“ hafði hann um málið að segja. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, skrifaði svo athugasemd við færslu Egils. Hún segir einkennilegt að Egill og fleiri fjasi yfir formi en ekki efni. „Hvernig væri að ræða efni málsins, norsku leiðina sem ráðherra vill fara? Minni verðmætasköpun, minni nýsköpun, hráefni flutt til Póllands óunnið, ósjálfbærar fiskvinnslur í Noregi o.s.frv.?“ Athugasemd ritstjónar: Heiðrún Lind er stjórnarkona í Sýn.
Sjávarútvegur Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Þorpin töpuðu, þorpin urðu undir segir Elías Pétursson fyrrverandi bæjarstjóri Fjallabyggðar í pistli á Facebook sem vakið hefur mikla athygli. Þar er vísað til afar umdeildrar auglýsingaherferðar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og hún fordæmd. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS segist hins vegar bara hafa fengið jákvæð viðbrögð við auglýsingunum. 25. apríl 2025 11:28 Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. 25. mars 2025 13:53 „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Samtökin telja frumvarpið „ganga í berhögg við stjórnarskrá“ og segja ráðuneytinu hafa skeikað milljörðum í útreikningi á heildarhækkun veiðigjaldsins. 15. apríl 2025 07:58 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Sjá meira
Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Þorpin töpuðu, þorpin urðu undir segir Elías Pétursson fyrrverandi bæjarstjóri Fjallabyggðar í pistli á Facebook sem vakið hefur mikla athygli. Þar er vísað til afar umdeildrar auglýsingaherferðar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og hún fordæmd. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS segist hins vegar bara hafa fengið jákvæð viðbrögð við auglýsingunum. 25. apríl 2025 11:28
Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. 25. mars 2025 13:53
„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Samtökin telja frumvarpið „ganga í berhögg við stjórnarskrá“ og segja ráðuneytinu hafa skeikað milljörðum í útreikningi á heildarhækkun veiðigjaldsins. 15. apríl 2025 07:58