Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. apríl 2025 19:00 Matthías Matthíasson, yfirmaður geðheilsuteymis fangelsa hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Lýður Að hafa hælisleitendur sem vísa á úr landi í einangrun í fangelsum er versta úrræðið sem hægt er að beita þá. Þetta segir teymisstjóri geðheilsuteymis fanga sem segir andlega heilsu fólksins afar slæma. Teymið sé vanfjármagnað og þurfi meiri mannskap. Afstaða félag fanga á Íslandi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fullyrt var að hælisleitendur sem bíði brottvísunar dvelji við óviðunandi aðstæður vikum saman í fangageymslum lögreglu. Þeir væru oft einangraðir án reglubundinnar útivistar og í sumum tilvikum handjárnaðir við svokallað "belti" þegar þeir fá takmarkaða útivist. Matthías Matthíasson yfirmaður geðheilsuteymis fangelsa hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir um að ræða úrræði sem enginn vilji beita. Spyr sig hvers vegna þetta sé svona „Engu að síður erum við í þessari stöðu og það þarf að hugsa, af hverju er þetta svona? Hvað brotnar í þessu ferli, hvað veldur því að ekki er sett upp einhver aðstaða þar sem fólk getur dvalið áður en því er vísað úr landi, og þetta auðvitað kristallast líka í umræðunni um það hvort það eigi yfirhöfuð að vísa fólki úr landi en þetta er allavega versta úrræðið sem hægt er að nota fyrir einstakling sem fær ekki landvistarleyfi, að setja fólk í fangelsi áður en brottvísun á sér stað.“ Líðan hælisleitenda sem bíði brottflutningar í einangrun sé með þeirri verstu í fangelsum landsins. „Það eru meiri yfirlýsingar um sjálfsvígshugsanir, um sjálfsskaða og jafnvel fólk gerir tilraunir til sjálfsskaða. Fólk er miklu brotnara og það er ótrúlega erfitt oft að hitta einstakling sem á að fara að vísa úr landi nóttina eftir eða tveim dögum seinna eða eitthvað slíkt því viðkomandi veit ekkert hvað tekur við og líður einstaklega illa.“ Teymið vanfjármagnað Geðheilsuteymið sé vanfjármagnað, með einungis fimm starfsmenn sem þyrftu að sögn Matthíasar að vera tíu. „Við höfum ekki efni á útkalli, við höfum ekki efni á yfirvinnu, við höfum ekki efni á bakvöktum, við höfum ekki efni á því að ráða viðbótahjúkrunarfræðingi, við erum með einn hjúkrunarfræðing, það er mikið um lyfjamál og lyfjagjöf þannig við erum alveg í standandi vandræðum gagnvart þessum málum.“ Fangelsismál Félagsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna öryggisvistanna verði tvöfalt hærri á árinu en gert hafði verið ráð fyrir. Stórauka á framlög til málaflokksins á næstu árum og bæta lagaramma. Dómsmálaráðherra ætlar að legga fram frumvarp í haust um öryggisráðstafanir fyrir sérstaklega hættulega einstaklinga eftir fangelsisvist þeirra 25. apríl 2025 15:00 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Afstaða félag fanga á Íslandi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fullyrt var að hælisleitendur sem bíði brottvísunar dvelji við óviðunandi aðstæður vikum saman í fangageymslum lögreglu. Þeir væru oft einangraðir án reglubundinnar útivistar og í sumum tilvikum handjárnaðir við svokallað "belti" þegar þeir fá takmarkaða útivist. Matthías Matthíasson yfirmaður geðheilsuteymis fangelsa hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir um að ræða úrræði sem enginn vilji beita. Spyr sig hvers vegna þetta sé svona „Engu að síður erum við í þessari stöðu og það þarf að hugsa, af hverju er þetta svona? Hvað brotnar í þessu ferli, hvað veldur því að ekki er sett upp einhver aðstaða þar sem fólk getur dvalið áður en því er vísað úr landi, og þetta auðvitað kristallast líka í umræðunni um það hvort það eigi yfirhöfuð að vísa fólki úr landi en þetta er allavega versta úrræðið sem hægt er að nota fyrir einstakling sem fær ekki landvistarleyfi, að setja fólk í fangelsi áður en brottvísun á sér stað.“ Líðan hælisleitenda sem bíði brottflutningar í einangrun sé með þeirri verstu í fangelsum landsins. „Það eru meiri yfirlýsingar um sjálfsvígshugsanir, um sjálfsskaða og jafnvel fólk gerir tilraunir til sjálfsskaða. Fólk er miklu brotnara og það er ótrúlega erfitt oft að hitta einstakling sem á að fara að vísa úr landi nóttina eftir eða tveim dögum seinna eða eitthvað slíkt því viðkomandi veit ekkert hvað tekur við og líður einstaklega illa.“ Teymið vanfjármagnað Geðheilsuteymið sé vanfjármagnað, með einungis fimm starfsmenn sem þyrftu að sögn Matthíasar að vera tíu. „Við höfum ekki efni á útkalli, við höfum ekki efni á yfirvinnu, við höfum ekki efni á bakvöktum, við höfum ekki efni á því að ráða viðbótahjúkrunarfræðingi, við erum með einn hjúkrunarfræðing, það er mikið um lyfjamál og lyfjagjöf þannig við erum alveg í standandi vandræðum gagnvart þessum málum.“
Fangelsismál Félagsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna öryggisvistanna verði tvöfalt hærri á árinu en gert hafði verið ráð fyrir. Stórauka á framlög til málaflokksins á næstu árum og bæta lagaramma. Dómsmálaráðherra ætlar að legga fram frumvarp í haust um öryggisráðstafanir fyrir sérstaklega hættulega einstaklinga eftir fangelsisvist þeirra 25. apríl 2025 15:00 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna öryggisvistanna verði tvöfalt hærri á árinu en gert hafði verið ráð fyrir. Stórauka á framlög til málaflokksins á næstu árum og bæta lagaramma. Dómsmálaráðherra ætlar að legga fram frumvarp í haust um öryggisráðstafanir fyrir sérstaklega hættulega einstaklinga eftir fangelsisvist þeirra 25. apríl 2025 15:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels