Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2025 12:01 Antonio Rüdiger fagnar öðru marka Real Madrid í úrslitaleiknum. Hann var svo kominn af velli þegar Barcelona tryggði sér 3-2 sigur í framlengingunni og trylltist á hliðarlínunni. Getty/Burak Akbulut Antonio Rüdiger, miðvörður Real Madrid, á væntanlega yfir höfði sér langt bann eftir hegðun sína í tapinu gegn Barcelona í bikarúrslitaleiknum á Spáni um helgina. Kallað er eftir því að hann verði einnig tekinn út úr þýska landsliðinu. Rüdiger missti gjörsamlega stjórn á skapi sínu og kastaði klaka af hliðarlínunni í átt að dómaranum, í framlengingu í úrslitaleiknum á laugardaginn. Honum hafði verið skipt af velli en alls fengu þrír leikmenn Real að líta rauða spjaldið vegna hegðunar sinnar. Verst lét þó Rüdiger og þurfti hóp manna til að hemja hann og koma í veg fyrir að hann gengi enn lengra í æðiskasti sínu, eftir að hafa fengið rauða spjaldið fyrir að kasta klakanum. No creo que a Rudiger le caiga más de un partido porque se ve claramente que está disputando el balón. pic.twitter.com/QnQqU8p5R4— Manuel García (@Candeliano) April 27, 2025 Rüdiger hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en á engu að síður yfir höfði sér fjögurra til tólf leikja bann. Dietmar Hamann, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands, er á meðal þeirra sem vilja að Rüdiger fari líka í bann hjá þýska landsliðinu. „Mér finnst að DFB [þýska knattspyrnusambandið] ætti að setja hann í bann. Ég myndi ekki bjóða honum í úrslitaleikina í Þjóðadeildinni,“ sagði Hamann en Þýskaland er á meðal þeirra fjögurra þjóða sem spila um sigur í Þjóðadeildinni í júní. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að Rüdiger þykir fara yfir strikið með hegðun sinni og Hamann vill að það hafi afleiðingar hjá þýskum landsliðsmönnum. „Julian Nagelsmann [landsliðsþjálfari Þýskalands] þreytist ekki á að tala um hve mikilvægt sé að menn axli ábyrgð og fari eftir gildunum,“ sagði Hamann. Thorsten Kinhöfer, fyrrverandi FIFA-dómari, vill einnig að málið hafi afleiðingar. „Hegðun Rüdigers var til skammar. Landsliðsþjálfarinn verður að velta því fyrir sér hvort að svona maður eigi að vera fulltrúi þjóðar okkar,“ sagði Kinhöfer við Bild. Rudi Völler, yfirmaður íþróttamála hjá þýska sambandinu, segir hins vegar að Rüdiger verði ekki settur í bann frá landsliðinu. Hann verði þó að gera betur. „Toni er frábær leikmaður en sem landsliðsmaður þá þarf hann líka að sýna ákveðinn klassa í sinni hegðun. Hann vill réttilega að sér sé sýnd virðing en verður líka sjálfur að sýna öðrum virðingu, undantekningalaust,“ sagði Völler. Rüdiger verður að breyta sinni hegðun og veit það líklega best sjálfur núna. „Toni hafði samband við Julian og mig í gær og við ræddum lengi um stöðuna,“ sagði Völler. Spænski boltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Rüdiger missti gjörsamlega stjórn á skapi sínu og kastaði klaka af hliðarlínunni í átt að dómaranum, í framlengingu í úrslitaleiknum á laugardaginn. Honum hafði verið skipt af velli en alls fengu þrír leikmenn Real að líta rauða spjaldið vegna hegðunar sinnar. Verst lét þó Rüdiger og þurfti hóp manna til að hemja hann og koma í veg fyrir að hann gengi enn lengra í æðiskasti sínu, eftir að hafa fengið rauða spjaldið fyrir að kasta klakanum. No creo que a Rudiger le caiga más de un partido porque se ve claramente que está disputando el balón. pic.twitter.com/QnQqU8p5R4— Manuel García (@Candeliano) April 27, 2025 Rüdiger hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en á engu að síður yfir höfði sér fjögurra til tólf leikja bann. Dietmar Hamann, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands, er á meðal þeirra sem vilja að Rüdiger fari líka í bann hjá þýska landsliðinu. „Mér finnst að DFB [þýska knattspyrnusambandið] ætti að setja hann í bann. Ég myndi ekki bjóða honum í úrslitaleikina í Þjóðadeildinni,“ sagði Hamann en Þýskaland er á meðal þeirra fjögurra þjóða sem spila um sigur í Þjóðadeildinni í júní. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að Rüdiger þykir fara yfir strikið með hegðun sinni og Hamann vill að það hafi afleiðingar hjá þýskum landsliðsmönnum. „Julian Nagelsmann [landsliðsþjálfari Þýskalands] þreytist ekki á að tala um hve mikilvægt sé að menn axli ábyrgð og fari eftir gildunum,“ sagði Hamann. Thorsten Kinhöfer, fyrrverandi FIFA-dómari, vill einnig að málið hafi afleiðingar. „Hegðun Rüdigers var til skammar. Landsliðsþjálfarinn verður að velta því fyrir sér hvort að svona maður eigi að vera fulltrúi þjóðar okkar,“ sagði Kinhöfer við Bild. Rudi Völler, yfirmaður íþróttamála hjá þýska sambandinu, segir hins vegar að Rüdiger verði ekki settur í bann frá landsliðinu. Hann verði þó að gera betur. „Toni er frábær leikmaður en sem landsliðsmaður þá þarf hann líka að sýna ákveðinn klassa í sinni hegðun. Hann vill réttilega að sér sé sýnd virðing en verður líka sjálfur að sýna öðrum virðingu, undantekningalaust,“ sagði Völler. Rüdiger verður að breyta sinni hegðun og veit það líklega best sjálfur núna. „Toni hafði samband við Julian og mig í gær og við ræddum lengi um stöðuna,“ sagði Völler.
Spænski boltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira