„Við erum mjög háð rafmagninu“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. apríl 2025 21:11 Magni Þór Pálsson er verkefnisstjóri rannsókna hjá Landsneti. Stöð 2 Fordæmlaust rafmagnsleysi var á Íberíuskaganum fyrr í dag. Verkefnastjóri hjá Landsneti segir mögulega hitabreytingar hafa ollið trufluninni. Öll flutningskerfi í Evrópu glíma við erfiðleika þar sem orkunotkun eykst sífellt. „Mér datt fyrst í hug tölvuárás,“ segir Magni Þór Pálsson, verkefnisstjóri rannsókna hjá Landsneti. Rafmagnið byrjaði að slá út á Íberíuskaga upp úr hádegi á staðartíma í dag. Truflanirnar náðu út um allan Spán og Portúgal fyrir utan spænsku eyjaklasana í Atlantshafi og Miðjarðarhafi. Spænsk yfirvöld hafa lýst yfir neyðarstigi vegna rafmagnsleysisins. Um þrátíu prósent af rafmagni á Spáni er komið aftur á. „Það er margt á huldu ennþá en það er nokkuð ljóst að uppsprettan var á Spáni, í spænska flutningskerfinu og á hæsta spennustigi, semsagt í stóra meginflutningskerfinu því þetta var það víðtæk truflun.“ Að sögn Magnúsar vildu Portúgalar meina að miklar hitabreytingar hafi ollið trufluninni en það hafi ekki verið staðfest af hálfu Spánverja. Málið verði greint í þaula. „Þá hafi orðið mjög sjaldgæft eðlisfræðilegt fyrirbæri sem framkallað aflsveiflur í kerfinu á milli svæða sem leiddi til þess að mikilvægar í kerfinu leystu út,“ segir Magni. Hefur komið upp víðtækt straumleysi hérlendis „Við erum mjög háð rafmagninu,“ segir Magni. Það kom skýrt fram í atburðum dagsins en til að mynda varð mikið umferðaröngþveiti í Madríd þar sem umferðarljós virkuðu ekki, lestar- og flugsamgöngur lágu niðri og ekki var hægt að hringja úr farsímum. Þá var einnig ekki hægt að greiða í verslunum með farsímum. Magni segir mikið álag á flutningskerfum víða í Evrópu. Það skipti ekki máli hvaðan orkan kæmi og hafa komið upp víðtæk straumleysi hérlendis. „Öll flutningsfyrirtæki í Evrópu eru að glíma við að byggja upp kerfin sín því að orkunotkunin eykst dag frá degi og við höfum lent í því hér að fá mjög víðtækt straumleysi. Ég nefni bara 2. október í fyrrahaust sem dæmi. Þá var hér mjög víðtækt straumleysi út af truflun í kerfinu og þetta eru fyrirbæri sem koma fyrir. Flutningskerfið hefur ekki byggst upp í takt við ntokunina, ekki frekar en vegakerfið í takt við noktunina á því,“ segir hann. Spánn Portúgal Íslendingar erlendis Orkumál Tækni Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
„Mér datt fyrst í hug tölvuárás,“ segir Magni Þór Pálsson, verkefnisstjóri rannsókna hjá Landsneti. Rafmagnið byrjaði að slá út á Íberíuskaga upp úr hádegi á staðartíma í dag. Truflanirnar náðu út um allan Spán og Portúgal fyrir utan spænsku eyjaklasana í Atlantshafi og Miðjarðarhafi. Spænsk yfirvöld hafa lýst yfir neyðarstigi vegna rafmagnsleysisins. Um þrátíu prósent af rafmagni á Spáni er komið aftur á. „Það er margt á huldu ennþá en það er nokkuð ljóst að uppsprettan var á Spáni, í spænska flutningskerfinu og á hæsta spennustigi, semsagt í stóra meginflutningskerfinu því þetta var það víðtæk truflun.“ Að sögn Magnúsar vildu Portúgalar meina að miklar hitabreytingar hafi ollið trufluninni en það hafi ekki verið staðfest af hálfu Spánverja. Málið verði greint í þaula. „Þá hafi orðið mjög sjaldgæft eðlisfræðilegt fyrirbæri sem framkallað aflsveiflur í kerfinu á milli svæða sem leiddi til þess að mikilvægar í kerfinu leystu út,“ segir Magni. Hefur komið upp víðtækt straumleysi hérlendis „Við erum mjög háð rafmagninu,“ segir Magni. Það kom skýrt fram í atburðum dagsins en til að mynda varð mikið umferðaröngþveiti í Madríd þar sem umferðarljós virkuðu ekki, lestar- og flugsamgöngur lágu niðri og ekki var hægt að hringja úr farsímum. Þá var einnig ekki hægt að greiða í verslunum með farsímum. Magni segir mikið álag á flutningskerfum víða í Evrópu. Það skipti ekki máli hvaðan orkan kæmi og hafa komið upp víðtæk straumleysi hérlendis. „Öll flutningsfyrirtæki í Evrópu eru að glíma við að byggja upp kerfin sín því að orkunotkunin eykst dag frá degi og við höfum lent í því hér að fá mjög víðtækt straumleysi. Ég nefni bara 2. október í fyrrahaust sem dæmi. Þá var hér mjög víðtækt straumleysi út af truflun í kerfinu og þetta eru fyrirbæri sem koma fyrir. Flutningskerfið hefur ekki byggst upp í takt við ntokunina, ekki frekar en vegakerfið í takt við noktunina á því,“ segir hann.
Spánn Portúgal Íslendingar erlendis Orkumál Tækni Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira