Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 29. apríl 2025 07:00 Fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins og fólksfjölgun forsenda þess að viðhalda samfélagi. Fæðingartíðni hefur enda verið mikið áhyggjuefni í nágrannalöndum okkar, en við höfðum lengi sérstöðu í þeim efnum. Nú er öldin önnur og fæðingartíðni á Íslandi í sögulegu lágmarki. Það er athyglisvert að sjá íslenskar rannsóknir sem sýna okkur að fæðingartíðni hefur minnkað mest hjá þeim sem eru í lægri tekjuþrepum og er munurinn mjög mikill á efsta og lægsta tekjuþrepi. Mikil umræða hefur skapast í nágranna- og vinaþjóðum um hvernig sé hægt að styðja betur við bakið á fjölskyldum til að bregðast við framangreindri þróun. Undirrituð hefur í tvígang lagt fram frumvarp með hópi sjálfstæðismanna um skattaafslátt fyrir barnafjölskyldur. Við erum þeirrar skoðunar að það þurfi að lækka skatta og opinbera álögur séu of miklar á fjölskyldur í landinu. Útfærsla af slíkum afslætti varð að kosningaáherslu Sjálfstæðisflokksins í síðustu alþingiskosningum, enda skiljum við mikilvægi þess að létta róðurinn hjá fjölskyldum með stuðningi sem skiptir máli. Samfylking og Viðreisn bíta höfuðið af skömminni Það hefði ekki átt að koma á óvart að ríkisstjórn Samfylkingar og Viðreisnar settu fjölskyldur landsins ekki í fyrsta sætið. Þetta eru jú flokkar sem hafa stýrt höfuðborginni saman um árabil. Borginni þar sem börn á Íslandi bíða lengst eftir dagvistunarplássi og frístundavandinn er viðvarandi. Reyndar hefur börnum á leikskólaaldri fækkað umtalsvert í Reykjavík undanfarinn áratug meðan þeim hefur fjölgað í nágrannasveitarfélögum. Barnafjölskyldur flýja Reykjavíkurborg, en þær flýja landsstjórnina ekki jafn auðveldlega. Þessi stjórnvöld bera ábyrgð á því að foreldrar þurfa í stórum stíl að lengja fæðingarorlof, vera utan vinnumarkaðar og missa jafnvel vinnuna vegna dagvistunarvandans. Sömu stjórnvöld bíta nú höfuðið af skömminni og boða afnám samsköttunar hjóna og sambýlisfólks. Það eru kaldar kveðjur til fjölskyldna sem eru í erfiðri stöðu eftir að fæðingarorlofi lýkur og skýr skilaboð um að einblína á einstaklinginn í stað þess að fjölskyldan sé ein eining þegar kemur að skattheimtu. Þessi tillaga ríkisstjórnarinnar um afnám samsköttunar hjóna og sambýlisfólks mun bitna helst á heimilum sem glíma nú þegar við áskoranir. Heimilum þar sem annað foreldri hefur tímabundið lægri tekjur t.d. vegna veikinda, barnseigna eða annarra ástæðna. Á þessum heimilum býr almenningur svo sannarlega, sami almenningur og ríkisstjórnin hefur ítrekað sagt að muni ekki verða fyrir skattahækkunum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins og fólksfjölgun forsenda þess að viðhalda samfélagi. Fæðingartíðni hefur enda verið mikið áhyggjuefni í nágrannalöndum okkar, en við höfðum lengi sérstöðu í þeim efnum. Nú er öldin önnur og fæðingartíðni á Íslandi í sögulegu lágmarki. Það er athyglisvert að sjá íslenskar rannsóknir sem sýna okkur að fæðingartíðni hefur minnkað mest hjá þeim sem eru í lægri tekjuþrepum og er munurinn mjög mikill á efsta og lægsta tekjuþrepi. Mikil umræða hefur skapast í nágranna- og vinaþjóðum um hvernig sé hægt að styðja betur við bakið á fjölskyldum til að bregðast við framangreindri þróun. Undirrituð hefur í tvígang lagt fram frumvarp með hópi sjálfstæðismanna um skattaafslátt fyrir barnafjölskyldur. Við erum þeirrar skoðunar að það þurfi að lækka skatta og opinbera álögur séu of miklar á fjölskyldur í landinu. Útfærsla af slíkum afslætti varð að kosningaáherslu Sjálfstæðisflokksins í síðustu alþingiskosningum, enda skiljum við mikilvægi þess að létta róðurinn hjá fjölskyldum með stuðningi sem skiptir máli. Samfylking og Viðreisn bíta höfuðið af skömminni Það hefði ekki átt að koma á óvart að ríkisstjórn Samfylkingar og Viðreisnar settu fjölskyldur landsins ekki í fyrsta sætið. Þetta eru jú flokkar sem hafa stýrt höfuðborginni saman um árabil. Borginni þar sem börn á Íslandi bíða lengst eftir dagvistunarplássi og frístundavandinn er viðvarandi. Reyndar hefur börnum á leikskólaaldri fækkað umtalsvert í Reykjavík undanfarinn áratug meðan þeim hefur fjölgað í nágrannasveitarfélögum. Barnafjölskyldur flýja Reykjavíkurborg, en þær flýja landsstjórnina ekki jafn auðveldlega. Þessi stjórnvöld bera ábyrgð á því að foreldrar þurfa í stórum stíl að lengja fæðingarorlof, vera utan vinnumarkaðar og missa jafnvel vinnuna vegna dagvistunarvandans. Sömu stjórnvöld bíta nú höfuðið af skömminni og boða afnám samsköttunar hjóna og sambýlisfólks. Það eru kaldar kveðjur til fjölskyldna sem eru í erfiðri stöðu eftir að fæðingarorlofi lýkur og skýr skilaboð um að einblína á einstaklinginn í stað þess að fjölskyldan sé ein eining þegar kemur að skattheimtu. Þessi tillaga ríkisstjórnarinnar um afnám samsköttunar hjóna og sambýlisfólks mun bitna helst á heimilum sem glíma nú þegar við áskoranir. Heimilum þar sem annað foreldri hefur tímabundið lægri tekjur t.d. vegna veikinda, barnseigna eða annarra ástæðna. Á þessum heimilum býr almenningur svo sannarlega, sami almenningur og ríkisstjórnin hefur ítrekað sagt að muni ekki verða fyrir skattahækkunum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun