„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. apríl 2025 21:36 Sölvi Geir kvaðst sáttur með framlag sinna manna og hefur ekki áhyggjur af sóknarleiknum. vísir / diego „Miðað við hvernig síðustu leikir hafa verið milli okkar þá bjóst ég við að við myndum stela þessu í lokin. Við vorum ansi nálægt því og það hefði verið mjög sætt að taka þrjú stig. En ég held að ef við lítum á allan leikinn hafi jafntefli verið sanngjörn niðurstaða“ sagði þjálfarinn Sölvi Geir Ottesen eftir 1-1 jafntefli Víkings við Val á Hlíðarenda. Bæði mörkin voru skoruð úr vítaspyrnum en Víkingur átti skalla í slánna í uppbótartíma. Hvernig meturðu leik þinna manna í dag? spurði Valur Páll Eiríksson á Stöð 2 Sport. „Ég er hrikalega sáttur með mína menn, hvað þeir lögðu mikið á sig í leiknum. Þeir voru að berjast allan leikinn. Við vorum aðeins í veseni með að telja rétt í fyrri hálfleiknum, sérstaklega á miðjunni, en ákváðum að breyta um kerfi. Mér fannst við samt aldrei ná almennilega tökunum á leiknum, Valsmenn settu góða pressu á okkur sem við áttum erfitt með að leysa úr. En horft snöggt til baka er sterkt að ná í stig hérna þó við séum svekktir að hafa ekki náð í þrjú.“ Sölvi neyddist til að gera breytingu á byrjunarliðinu áður en leikurinn hófst. Miðvörðurinn Oliver Ekroth meiddist í upphitun og miðjumaðurinn Daníel Hafsteinsson kom inn í hans stað. „Ekroth er einn besti hafsent á landinu þannig auðvitað er missir að missa hann út svona rétt fyrir leik. En Tarik [Ibrahimagic] fór niður í staðinn, hann hefur spilað þessa stöðu áður. Þannig að þetta var alveg lið til að vinna þennan leik, en enn og aftur er ég hrikalega sáttur með framlagið frá strákunum í þessum leik. Mér fannst þeir gera allt sem ég bað þá um að gera. Svekkjandi að ná þessu ekki þarna í lokin.“ Sölvi leiðbeinir Tarik, sem leysti miðvarðarstöðuna þegar Oliver datt út. vísir / Diego Þrátt fyrir skallann í slánna undir lokin skapaði Víkingur sér lítið af færum í leiknum og sjaldan sást til Gylfa Þórs Sigurðssonar. Er sóknarleikurinn eitthvað áhyggjuefni? „Nei svosem ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur. Það er búið að vera þannig í síðustu leikjum að Gylfi er dekkaður maður á mann, þeir hafa náttúrulega miklar áhyggjur af honum. En þá eru bara önnur svæði sem opnast fyrir okkur í staðinn“ sagði Sölvi um sóknarleik sinna manna. Hann var spurður að lokum hvort Víkingur myndi styrkja sig fyrir lok félagaskiptagluggans á morgun. „Það á eftir að koma í ljós, ekkert klárt þannig að það er ekkert sem ég get sagt núna“ sagði Sölvi að lokum. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Valur Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Hvernig meturðu leik þinna manna í dag? spurði Valur Páll Eiríksson á Stöð 2 Sport. „Ég er hrikalega sáttur með mína menn, hvað þeir lögðu mikið á sig í leiknum. Þeir voru að berjast allan leikinn. Við vorum aðeins í veseni með að telja rétt í fyrri hálfleiknum, sérstaklega á miðjunni, en ákváðum að breyta um kerfi. Mér fannst við samt aldrei ná almennilega tökunum á leiknum, Valsmenn settu góða pressu á okkur sem við áttum erfitt með að leysa úr. En horft snöggt til baka er sterkt að ná í stig hérna þó við séum svekktir að hafa ekki náð í þrjú.“ Sölvi neyddist til að gera breytingu á byrjunarliðinu áður en leikurinn hófst. Miðvörðurinn Oliver Ekroth meiddist í upphitun og miðjumaðurinn Daníel Hafsteinsson kom inn í hans stað. „Ekroth er einn besti hafsent á landinu þannig auðvitað er missir að missa hann út svona rétt fyrir leik. En Tarik [Ibrahimagic] fór niður í staðinn, hann hefur spilað þessa stöðu áður. Þannig að þetta var alveg lið til að vinna þennan leik, en enn og aftur er ég hrikalega sáttur með framlagið frá strákunum í þessum leik. Mér fannst þeir gera allt sem ég bað þá um að gera. Svekkjandi að ná þessu ekki þarna í lokin.“ Sölvi leiðbeinir Tarik, sem leysti miðvarðarstöðuna þegar Oliver datt út. vísir / Diego Þrátt fyrir skallann í slánna undir lokin skapaði Víkingur sér lítið af færum í leiknum og sjaldan sást til Gylfa Þórs Sigurðssonar. Er sóknarleikurinn eitthvað áhyggjuefni? „Nei svosem ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur. Það er búið að vera þannig í síðustu leikjum að Gylfi er dekkaður maður á mann, þeir hafa náttúrulega miklar áhyggjur af honum. En þá eru bara önnur svæði sem opnast fyrir okkur í staðinn“ sagði Sölvi um sóknarleik sinna manna. Hann var spurður að lokum hvort Víkingur myndi styrkja sig fyrir lok félagaskiptagluggans á morgun. „Það á eftir að koma í ljós, ekkert klárt þannig að það er ekkert sem ég get sagt núna“ sagði Sölvi að lokum.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Valur Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira