Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2025 08:31 Carlo Ancelotti virðist ætla að enda magnaðan tíma með Real Madrid á tímabili án stórs titils. Getty/Guillermo Martinez Þjálfarinn sigursæli Carlo Ancelotti er á lokametrunum með Real Madrid og hefur komist að samkomulagi um að verða næsti landsliðsþjálfari Brasilíu í júní. Þar með verður hann einn hæst launaði landsliðsþjálfari heims. Frá þessu greinir fréttamaðurinn Fabrizio Romano og segir að fulltrúar brasilíska knattspyrnusambandsins hafi undanfarið dvalið í Madrid til að ganga frá málunum. Það hafi verið lykilatriði hjá Brössunum að Ancelotti myndi ekki bíða fram yfir HM félagsliða heldur taka við landsliðinu í júní en þá spilar Brasilía tvo leiki í undankeppni HM. Nú virðist það ætla að ganga eftir en Romano segir að engu að síður verði viðskilnaður Ancelotti við Real Madrid á góðum nótum. 🚨🇧🇷 BREAKING: Carlo Ancelotti and Brazil have reached an agreement in principle for the Italian to become Seleçao head coach for the World Cup 2026.Deal valid from June, NOT after Clubs World Cup.Real Madrid and Ancelotti would part ways nicely with formal steps needed next. pic.twitter.com/w0KuNqvMEj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 28, 2025 Nú séu í gangi viðræður um það hvaða teymi muni starfa með Ítalanum og hjálpa honum að gera Brasilíu að heimsmeistara þegar HM fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada eftir rúmt ár. Real Madrid þarf að hafa hraðar hendur við að finna arftaka Ancelotti en liðið spilar á HM félagsliða í Bandaríkjunum sem hefst um miðjan júní og stendur yfir fram í miðjan júlí. Spænski miðillinn AS segir að Ancelotti fái um 11 milljónir Bandaríkjadala í árslaun hjá Brössunum. Samningur hans gildi fram yfir HM á næsta ári en sé með möguleika á framlengingu fram yfir HM 2030. Ancelotti, sem unnið hefur Meistaradeild Evrópu fimm sinnum sem þjálfari, tekur við Brasilíu af Dorival Júnior sem var rekinn í síðasta mánuði, eftir 4-1 tapið gegn Argentínu sem var fimmta tap Brasilíu í undankeppni HM. Spænski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Frá þessu greinir fréttamaðurinn Fabrizio Romano og segir að fulltrúar brasilíska knattspyrnusambandsins hafi undanfarið dvalið í Madrid til að ganga frá málunum. Það hafi verið lykilatriði hjá Brössunum að Ancelotti myndi ekki bíða fram yfir HM félagsliða heldur taka við landsliðinu í júní en þá spilar Brasilía tvo leiki í undankeppni HM. Nú virðist það ætla að ganga eftir en Romano segir að engu að síður verði viðskilnaður Ancelotti við Real Madrid á góðum nótum. 🚨🇧🇷 BREAKING: Carlo Ancelotti and Brazil have reached an agreement in principle for the Italian to become Seleçao head coach for the World Cup 2026.Deal valid from June, NOT after Clubs World Cup.Real Madrid and Ancelotti would part ways nicely with formal steps needed next. pic.twitter.com/w0KuNqvMEj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 28, 2025 Nú séu í gangi viðræður um það hvaða teymi muni starfa með Ítalanum og hjálpa honum að gera Brasilíu að heimsmeistara þegar HM fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada eftir rúmt ár. Real Madrid þarf að hafa hraðar hendur við að finna arftaka Ancelotti en liðið spilar á HM félagsliða í Bandaríkjunum sem hefst um miðjan júní og stendur yfir fram í miðjan júlí. Spænski miðillinn AS segir að Ancelotti fái um 11 milljónir Bandaríkjadala í árslaun hjá Brössunum. Samningur hans gildi fram yfir HM á næsta ári en sé með möguleika á framlengingu fram yfir HM 2030. Ancelotti, sem unnið hefur Meistaradeild Evrópu fimm sinnum sem þjálfari, tekur við Brasilíu af Dorival Júnior sem var rekinn í síðasta mánuði, eftir 4-1 tapið gegn Argentínu sem var fimmta tap Brasilíu í undankeppni HM.
Spænski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira