Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2025 19:37 Lóa Pind, þáttastjórnandi Hvar er best að búa? Stöð 2 Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar, Vélez de Benaudalla, vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. Víðtækt og sögulegt rafmagnsleysi skall á í Portúgal og á Spáni um hádegisbil í gær en málin voru að langmestu leyti komin í sæmilegt horf snemma í morgun. Mikil ringulreið skapaðist í löndunum tveimur í rafmagnsleysinu og þá sérstaklega í þéttbýlinu. Enn er óljóst hvað olli rafmagnsleysinu en forsvarsmenn raforkufyrirtækisins Red Electrica de España útilokuðu í dag netárás. Forsætisáðherra Portúgal biðlaði í dag til Evrópusambandsins um að framkvæma sjálfstæða rannsókn á raforkukerfum ríkjanna tveggja. Runnu á Lóu tvær grímur þegar nettengingin rofnaði Sjónvarpskonan Lóa Pind Aldísardóttir býr ásamt eiginmanni sínum, Jónasi Valdimarssyni, hluta úr ári í spænsku þorpi í Andalúsíu. Hún kippti sér ekkert upp við að rafmagnið færi af í hádeginu í gær en það fóru að renna á hana tvær grímur þegar tengingin við internetið lognaðist út af. „Ég var náttúrulega alltaf að uppfæra fréttasíðurnar – það síðasta sem ég sá var að það var allt í kaos í Madríd, menn vissu greinilega ekkert hvað var í gangi. Það var búið að setja Spán á neyðarstig, það var fundur í þjóðaröryggisráðinu á Spáni og svo fer netið og síminn og útvarpið fór líka. Við erum svo háð netinu og rafmagninu, við vorum ekki með neitt útvarpstæki í húsinu en það var bensín á bílnum, sem betur fer, þannig að við gátum kveikt á bílnum og athugað útvarpið þar en það kom bara suð á öllum stöðum.“ Heimsendastemning í búðinni Hjónin héldu því næst upp í þorpið sitt í von um að fá einhver svör en tóku eftir því að opið var í matvöruverslun þrátt fyrir að þar inni væri svarta myrkur. „Það var alveg heimsendastemning inni í versluninni því fólk var bara að raða niðursuðudósum og matvöru sem þurfti ekki að elda ofan í innkaupakröfurnar.“ Fólkið í þorpinu virtist ekki hafa nein svör en alls kyns orðrómur var kominn á kreik. „Okkur var sagt að rafmagnið væri líka farið í Frakklandi, það væri farið í Þýskalandi, Belgíu, Finnlandi, Svartfjallalandi, Belgíu og út um allt.“ Óvissan hafi verið algjör og engin skilaboð frá yfirvöldum bárust. Upplifði sömu tilfinningu og þegar Geir bað Guð að blessa Ísland „Það er rosalega skrítin tilfinning að vera ekki í neinu sambandi við umheiminn og af því við lifum á svolítið viðsjárverðum tímum, maður veit aldrei hvað helstu valdamenn í heiminum taka sér fyrir hendur. Það voru bara milljón sviðsmyndir sem teiknuðust upp í höfðinu á manni því við vissum ekkert, Það var ekkert útvarp, það var engin tilkynning. Það voru engar upplýsingar frá yfirvöldum um hvað væri í gangi þannig að það sem manni fannst eiginlega líklegast var að það væri einhvers konar hryðjuverk, jafnvel einhvers konar árás á Evrópu eða hvað eina, ég fylltist óöryggistilfinningu, svolítið svipaða og ég fylltist 6. október 2008 þegar ég sat í Alþingishúsinu og hlustaði á Geir biðja Guð að blessa Ísland.“ Spyr hvort stjórnvöld hafi ekkert varaplan Margar spurningar séu enn ósvaraðar eftir þennan atburð. Það hafi verið hræðilegt að vera tímunum saman án allra samskipta við umheiminn. Stjórnvöld verði að hafa leið til að koma boðum áleiðis til fólksins. „Er ekkert plan B til að ná sambandi við fólk? Það hlýtur að þurfa að vera einhvers konar innviðir sem eru óháðir þessu almannakerfi sem við notum dagsdaglega en þegar eitthvað gerist sem kemur í veg fyrir að við getum notað okkar venjulega kerfi þá hlýtur að vera einhver önnur leið til að koma upplýsingum til almennings,“ segir Lóa. Í nótt, vöknuðu þau hjónin við að ljósin kviknuðu og viftan fór í gang og markaði endalok rafmagnsleysisins. „En svo vaknar maður bara við nýjan dýrðardag í Andalúsíu og heimurinn er æðislegur aftur,“ segir Lóa alsæl með „hitt“ heimilið sitt. Spánn Almannavarnir Portúgal Íslendingar erlendis Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. 29. apríl 2025 09:30 Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Víðtækt og sögulegt rafmagnsleysi skall á í Portúgal og á Spáni um hádegisbil í gær en málin voru að langmestu leyti komin í sæmilegt horf snemma í morgun. Mikil ringulreið skapaðist í löndunum tveimur í rafmagnsleysinu og þá sérstaklega í þéttbýlinu. Enn er óljóst hvað olli rafmagnsleysinu en forsvarsmenn raforkufyrirtækisins Red Electrica de España útilokuðu í dag netárás. Forsætisáðherra Portúgal biðlaði í dag til Evrópusambandsins um að framkvæma sjálfstæða rannsókn á raforkukerfum ríkjanna tveggja. Runnu á Lóu tvær grímur þegar nettengingin rofnaði Sjónvarpskonan Lóa Pind Aldísardóttir býr ásamt eiginmanni sínum, Jónasi Valdimarssyni, hluta úr ári í spænsku þorpi í Andalúsíu. Hún kippti sér ekkert upp við að rafmagnið færi af í hádeginu í gær en það fóru að renna á hana tvær grímur þegar tengingin við internetið lognaðist út af. „Ég var náttúrulega alltaf að uppfæra fréttasíðurnar – það síðasta sem ég sá var að það var allt í kaos í Madríd, menn vissu greinilega ekkert hvað var í gangi. Það var búið að setja Spán á neyðarstig, það var fundur í þjóðaröryggisráðinu á Spáni og svo fer netið og síminn og útvarpið fór líka. Við erum svo háð netinu og rafmagninu, við vorum ekki með neitt útvarpstæki í húsinu en það var bensín á bílnum, sem betur fer, þannig að við gátum kveikt á bílnum og athugað útvarpið þar en það kom bara suð á öllum stöðum.“ Heimsendastemning í búðinni Hjónin héldu því næst upp í þorpið sitt í von um að fá einhver svör en tóku eftir því að opið var í matvöruverslun þrátt fyrir að þar inni væri svarta myrkur. „Það var alveg heimsendastemning inni í versluninni því fólk var bara að raða niðursuðudósum og matvöru sem þurfti ekki að elda ofan í innkaupakröfurnar.“ Fólkið í þorpinu virtist ekki hafa nein svör en alls kyns orðrómur var kominn á kreik. „Okkur var sagt að rafmagnið væri líka farið í Frakklandi, það væri farið í Þýskalandi, Belgíu, Finnlandi, Svartfjallalandi, Belgíu og út um allt.“ Óvissan hafi verið algjör og engin skilaboð frá yfirvöldum bárust. Upplifði sömu tilfinningu og þegar Geir bað Guð að blessa Ísland „Það er rosalega skrítin tilfinning að vera ekki í neinu sambandi við umheiminn og af því við lifum á svolítið viðsjárverðum tímum, maður veit aldrei hvað helstu valdamenn í heiminum taka sér fyrir hendur. Það voru bara milljón sviðsmyndir sem teiknuðust upp í höfðinu á manni því við vissum ekkert, Það var ekkert útvarp, það var engin tilkynning. Það voru engar upplýsingar frá yfirvöldum um hvað væri í gangi þannig að það sem manni fannst eiginlega líklegast var að það væri einhvers konar hryðjuverk, jafnvel einhvers konar árás á Evrópu eða hvað eina, ég fylltist óöryggistilfinningu, svolítið svipaða og ég fylltist 6. október 2008 þegar ég sat í Alþingishúsinu og hlustaði á Geir biðja Guð að blessa Ísland.“ Spyr hvort stjórnvöld hafi ekkert varaplan Margar spurningar séu enn ósvaraðar eftir þennan atburð. Það hafi verið hræðilegt að vera tímunum saman án allra samskipta við umheiminn. Stjórnvöld verði að hafa leið til að koma boðum áleiðis til fólksins. „Er ekkert plan B til að ná sambandi við fólk? Það hlýtur að þurfa að vera einhvers konar innviðir sem eru óháðir þessu almannakerfi sem við notum dagsdaglega en þegar eitthvað gerist sem kemur í veg fyrir að við getum notað okkar venjulega kerfi þá hlýtur að vera einhver önnur leið til að koma upplýsingum til almennings,“ segir Lóa. Í nótt, vöknuðu þau hjónin við að ljósin kviknuðu og viftan fór í gang og markaði endalok rafmagnsleysisins. „En svo vaknar maður bara við nýjan dýrðardag í Andalúsíu og heimurinn er æðislegur aftur,“ segir Lóa alsæl með „hitt“ heimilið sitt.
Spánn Almannavarnir Portúgal Íslendingar erlendis Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. 29. apríl 2025 09:30 Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. 29. apríl 2025 09:30
Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32