Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lovísa Arnardóttir skrifar 30. apríl 2025 12:00 Mos Def, De La Soul, Jamie XX, Joy Anonymous og Gugusar eru meðal þeirra listamanna sem koma fram á hátíðinni í sumar. Samsett Tónlistar- og matarhátíðin Lóa verður haldin í Laugardal þann 21. júní. Fjöldi innlendra og erlendra listamanna koma fram á hátíðinni eins og Jamie XX, Mobb Deep, De La Soul, Joy Anonymous og Mos Def. Þar verður einnig fjöldi matarvagna og stórt hjólabrettasvæði. „Tónlistar- og matarhátíðin Lóa-The Reykjavík Food & Music festival verður haldin á lengsta degi ársins, þann 21. júní næstkomandi. Hátíðin fer fram í Laugardalnum og er um sannkallaða stórhátíð að ræða þar sem tónlist, matur og götumenning sameinast og stórstjörnur stíga á svið,“ segir í tilkynningu um hátíðina. Á hátíðinni koma fram: Jamie XX (UK) Yasiin Bey (Mos Def) (US) De La Soul (US) Mobb Deep (US) Skratch Bastid (CA) Joy Anonymous (UK) Einnig kemur fram fjöldi íslensks tónlistarfólks, svo sem Gugusar, Saint Pete, Inspector Spacetime, Hildur, B-Ruff, GDRN, Klaves og Fingaprint. Gugusar og Saint Pete eru meðal þeirra íslensku listamanna sem koma fram á hátíðinni. Vísir/Vilhelm Hátíðin er aðeins fyrir 18 ára og eldri og mun standa frá klukkan 13 til 23. Börn mega koma í fylgd með fullorðnum. Miðasala hefst á morgun, 1. maí, á loafestival.is og tix.is en hægt er að ná sér í miða í takmarkaðan tíma í dag í Nova appinu. Hátíðin verður haldin hér í Laugardalnum, þríhyrningnum svokallaða. Vísir/Anton Brink Á hátíðarsvæðinu, í Laugardal, verður sett upp stórt bar- og hjólabrettasvæði ásamt matarsvæði með matarvögnum í samstarfi við Götubitann. Að Lóu standa menningarhreyfingin Liveproject, sem hefur meðal annars staðið að viðburðum þar sem fram hafa komið stjörnur á borð við Booka Shade, DJ Shadow, Carl Craig og Talib Kweli og Götubitinn, sem heldur árlega Götubitahátíðina. Liveproject er í eigu Benedikt Freys Jónssonar og Guðjóns Böðvarssonar og Götubitinn í eigu Róbert Arons Magnússonar. Lóa var fyrst haldin árið 2015 og á því tíu ára afmæli í ár. Nánari upplýsingar má finna á hér. Tónleikar á Íslandi Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Tónlistarmaðurinn Talib Kweli kemur fram á tónleikum í Gamla bíó þann 13. febrúar. Tónlistarmaðurinn Saint Pete sér um upphitun ásamt Benna B-Ruff eða Benedikt Frey Jónssyni en hann og Kjartan Trauner frumsýna nýtt efni í upphitun ásamt óvæntum gestum . Benedikt stendur að innflutningi Talib Kweli í gegnum fyrirtæki sitt Liveproject. 31. janúar 2025 10:33 „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíó annað kvöld. Helgi Már Bjarnason, annars stjórnenda Partyzone, dansþáttar þjóðarinnar, segist afar spenntur fyrir komu Craig og að það megi búast við góðu partýi. 7. nóvember 2024 20:03 Vann til verðlauna fyrir götubitann Atli Snær matreiðslumeistari, eigandi Komo veisluþjónustu, stóð uppi sem sigurvegari á evrópsku götubitaverðlaunum liðna helgi. 7. október 2024 15:31 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
„Tónlistar- og matarhátíðin Lóa-The Reykjavík Food & Music festival verður haldin á lengsta degi ársins, þann 21. júní næstkomandi. Hátíðin fer fram í Laugardalnum og er um sannkallaða stórhátíð að ræða þar sem tónlist, matur og götumenning sameinast og stórstjörnur stíga á svið,“ segir í tilkynningu um hátíðina. Á hátíðinni koma fram: Jamie XX (UK) Yasiin Bey (Mos Def) (US) De La Soul (US) Mobb Deep (US) Skratch Bastid (CA) Joy Anonymous (UK) Einnig kemur fram fjöldi íslensks tónlistarfólks, svo sem Gugusar, Saint Pete, Inspector Spacetime, Hildur, B-Ruff, GDRN, Klaves og Fingaprint. Gugusar og Saint Pete eru meðal þeirra íslensku listamanna sem koma fram á hátíðinni. Vísir/Vilhelm Hátíðin er aðeins fyrir 18 ára og eldri og mun standa frá klukkan 13 til 23. Börn mega koma í fylgd með fullorðnum. Miðasala hefst á morgun, 1. maí, á loafestival.is og tix.is en hægt er að ná sér í miða í takmarkaðan tíma í dag í Nova appinu. Hátíðin verður haldin hér í Laugardalnum, þríhyrningnum svokallaða. Vísir/Anton Brink Á hátíðarsvæðinu, í Laugardal, verður sett upp stórt bar- og hjólabrettasvæði ásamt matarsvæði með matarvögnum í samstarfi við Götubitann. Að Lóu standa menningarhreyfingin Liveproject, sem hefur meðal annars staðið að viðburðum þar sem fram hafa komið stjörnur á borð við Booka Shade, DJ Shadow, Carl Craig og Talib Kweli og Götubitinn, sem heldur árlega Götubitahátíðina. Liveproject er í eigu Benedikt Freys Jónssonar og Guðjóns Böðvarssonar og Götubitinn í eigu Róbert Arons Magnússonar. Lóa var fyrst haldin árið 2015 og á því tíu ára afmæli í ár. Nánari upplýsingar má finna á hér.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Tónlistarmaðurinn Talib Kweli kemur fram á tónleikum í Gamla bíó þann 13. febrúar. Tónlistarmaðurinn Saint Pete sér um upphitun ásamt Benna B-Ruff eða Benedikt Frey Jónssyni en hann og Kjartan Trauner frumsýna nýtt efni í upphitun ásamt óvæntum gestum . Benedikt stendur að innflutningi Talib Kweli í gegnum fyrirtæki sitt Liveproject. 31. janúar 2025 10:33 „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíó annað kvöld. Helgi Már Bjarnason, annars stjórnenda Partyzone, dansþáttar þjóðarinnar, segist afar spenntur fyrir komu Craig og að það megi búast við góðu partýi. 7. nóvember 2024 20:03 Vann til verðlauna fyrir götubitann Atli Snær matreiðslumeistari, eigandi Komo veisluþjónustu, stóð uppi sem sigurvegari á evrópsku götubitaverðlaunum liðna helgi. 7. október 2024 15:31 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Tónlistarmaðurinn Talib Kweli kemur fram á tónleikum í Gamla bíó þann 13. febrúar. Tónlistarmaðurinn Saint Pete sér um upphitun ásamt Benna B-Ruff eða Benedikt Frey Jónssyni en hann og Kjartan Trauner frumsýna nýtt efni í upphitun ásamt óvæntum gestum . Benedikt stendur að innflutningi Talib Kweli í gegnum fyrirtæki sitt Liveproject. 31. janúar 2025 10:33
„Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíó annað kvöld. Helgi Már Bjarnason, annars stjórnenda Partyzone, dansþáttar þjóðarinnar, segist afar spenntur fyrir komu Craig og að það megi búast við góðu partýi. 7. nóvember 2024 20:03
Vann til verðlauna fyrir götubitann Atli Snær matreiðslumeistari, eigandi Komo veisluþjónustu, stóð uppi sem sigurvegari á evrópsku götubitaverðlaunum liðna helgi. 7. október 2024 15:31