Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar 30. apríl 2025 08:00 Fyrir sléttum fimmtíu árum lauk Víetnamstríðinu. Það hafði þá staðið yfir í tuttugu ár. Bandaríkin höfðu að vísu yfirgefið svæðið tveimur árum áður, en það tók tíma fyrir kommúnistana í norðri að ná öllu landinu á sitt vald. Þetta voru merk tímamót. Í fyrsta sinn endaði bandarísk hernaðaríhlutun í fjarlægu landi með ósigri. Hvernig gat það gerst? Örar samfélagsbreytingar Víetnamstríðið braust út á tíma hraðra samfélagsbreytinga á Vesturlöndum. Fyrir árið 1950 höfðu fáir efni á sjónvarpstækjum. En það breyttist þegar tók að líða á sjötta áratuginn. Víetnamstríðið var því fyrsta stríðið sem var nokkurn veginn sýnt í beinni. Fjöldi fréttamanna og myndatökufólks flykktist til Víetnam, trúlega vegna sölugildis myndefnisins þaðan og spennunnar sem villtur stríðsvettvangurinn bar með sér. Þegar hrátt og óhugnanlegt myndefnið flæddi inn á bandarísk heimili, hristi það upp í kynslóð sem var þegar orðin afhuga stefnu yfirvalda. Upp reis mótmælahreyfing af stærðargráðu sem aldrei hafði sést áður og hefur raunar aldrei sést síðan. Undanfarna fimm áratugi hafa aðgerðasinnar reynt án árangurs að endurtaka leikinn og hleypa lífinu í mótmælahreyfingar gegn fjarlægum stríðsátökum. Hvers vegna var stríðinu mótmælt? Ýmsar mögulegar skýringar eru á því hvers vegna mótmælahreyfingin gegn Víetnamstríðinu var svona fjölmenn. En líklegasta skýringin hefur fengið litla umfjöllun. Staðreyndin er sú að á tíma Víetnamstríðins var herskylda í Bandaríkjunum. Í janúar 1973 tilkynntu yfirvöld að herskyldan hafi verið afnumin og að samkomulag hafi náðst um stríðslok. Í kjölfarið hvarf mótmælahreyfingin eins og dögg fyrir sólu. Sumum þætti freistandi að draga þá ályktun að samkomulagið um stríðslokin hafi verið helsta ástæðan fyrir endalokum mótmælanna. Þá var markmiðinu náð, ekki satt? En ekki er víst að allir þeir sem sóttu mótmælin hafi verið að mótmæla stríðinu sjálfu. Fjölmargir þeirra voru ungir karlmenn sem áttu á hættu að vera kvaddir í herinn. Þeir höfðu því persónulegra hagsmuna að gæta og voru væntanlega að mótmæla herkvaðningunni frekar en stríðinu sjálfu. Vissulega spruttu upp mótmæli gegn Víetnamstríðinu um öll Vesturlönd. En leiðtogar mótmælanna voru fyrst og fremst bandarískir róttæklingar og ungmenni. Mótmælin voru auk þess drifin áfram af bandarískri tónlist, kvikmyndum og bókmenntum. Undanfarin fimmtíu ár hefur engin mótmælahreyfing gegn átökum erlendis náð viðlíka flugi. Mótmælahreyfingin gegn Íraksstríðinu 2003 komst næst því en hún rann fljótt út í sandinn. Það má leiða líkur að því að eftir að herskyldan var afnumin hafi meirihluti Bandaríkjamanna ekki haft nægum hagsmunum að gæta til að ómaka sig við mótmæli gegn hernaðarbrölti. Þetta áhugaleysi smitaðist síðan til annarra Vesturlanda. Hvaða áhrif höfðu mótmælin? Ástæður slaks árangurs Bandaríkjanna í Víetnamstríðinu eru umdeildar. Höfðu mótmælin áhrif? Mögulega, en það voru fleiri þættir sem höfðu sitt að segja. Fjárhagslegt tap af stríðsrekstrinum og slæmur mórall eftir Watergate-hneykslið spiluðu líklega stærri þátt í brotthvarfi Bandaríkjanna en sjálf mótmælahreyfingin. Staðreyndin er sú að mótmæli gegn átökum í fjarlægum löndum hafa sjaldan ef nokkurn tímann haft óumdeilanleg áhrif á framvindu mála. Í besta falli virka þau sem eins konar hópefli fyrir þá fáu sem á annað borð mæta. Auðvitað getur verið mikið gagn að góðu hópefli, en að öðru leyti ættu aðgerðasinnar að stilla væntingum sínum í hóf. Höfundur er áhugamaður um sagnfræði og samfélagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir sléttum fimmtíu árum lauk Víetnamstríðinu. Það hafði þá staðið yfir í tuttugu ár. Bandaríkin höfðu að vísu yfirgefið svæðið tveimur árum áður, en það tók tíma fyrir kommúnistana í norðri að ná öllu landinu á sitt vald. Þetta voru merk tímamót. Í fyrsta sinn endaði bandarísk hernaðaríhlutun í fjarlægu landi með ósigri. Hvernig gat það gerst? Örar samfélagsbreytingar Víetnamstríðið braust út á tíma hraðra samfélagsbreytinga á Vesturlöndum. Fyrir árið 1950 höfðu fáir efni á sjónvarpstækjum. En það breyttist þegar tók að líða á sjötta áratuginn. Víetnamstríðið var því fyrsta stríðið sem var nokkurn veginn sýnt í beinni. Fjöldi fréttamanna og myndatökufólks flykktist til Víetnam, trúlega vegna sölugildis myndefnisins þaðan og spennunnar sem villtur stríðsvettvangurinn bar með sér. Þegar hrátt og óhugnanlegt myndefnið flæddi inn á bandarísk heimili, hristi það upp í kynslóð sem var þegar orðin afhuga stefnu yfirvalda. Upp reis mótmælahreyfing af stærðargráðu sem aldrei hafði sést áður og hefur raunar aldrei sést síðan. Undanfarna fimm áratugi hafa aðgerðasinnar reynt án árangurs að endurtaka leikinn og hleypa lífinu í mótmælahreyfingar gegn fjarlægum stríðsátökum. Hvers vegna var stríðinu mótmælt? Ýmsar mögulegar skýringar eru á því hvers vegna mótmælahreyfingin gegn Víetnamstríðinu var svona fjölmenn. En líklegasta skýringin hefur fengið litla umfjöllun. Staðreyndin er sú að á tíma Víetnamstríðins var herskylda í Bandaríkjunum. Í janúar 1973 tilkynntu yfirvöld að herskyldan hafi verið afnumin og að samkomulag hafi náðst um stríðslok. Í kjölfarið hvarf mótmælahreyfingin eins og dögg fyrir sólu. Sumum þætti freistandi að draga þá ályktun að samkomulagið um stríðslokin hafi verið helsta ástæðan fyrir endalokum mótmælanna. Þá var markmiðinu náð, ekki satt? En ekki er víst að allir þeir sem sóttu mótmælin hafi verið að mótmæla stríðinu sjálfu. Fjölmargir þeirra voru ungir karlmenn sem áttu á hættu að vera kvaddir í herinn. Þeir höfðu því persónulegra hagsmuna að gæta og voru væntanlega að mótmæla herkvaðningunni frekar en stríðinu sjálfu. Vissulega spruttu upp mótmæli gegn Víetnamstríðinu um öll Vesturlönd. En leiðtogar mótmælanna voru fyrst og fremst bandarískir róttæklingar og ungmenni. Mótmælin voru auk þess drifin áfram af bandarískri tónlist, kvikmyndum og bókmenntum. Undanfarin fimmtíu ár hefur engin mótmælahreyfing gegn átökum erlendis náð viðlíka flugi. Mótmælahreyfingin gegn Íraksstríðinu 2003 komst næst því en hún rann fljótt út í sandinn. Það má leiða líkur að því að eftir að herskyldan var afnumin hafi meirihluti Bandaríkjamanna ekki haft nægum hagsmunum að gæta til að ómaka sig við mótmæli gegn hernaðarbrölti. Þetta áhugaleysi smitaðist síðan til annarra Vesturlanda. Hvaða áhrif höfðu mótmælin? Ástæður slaks árangurs Bandaríkjanna í Víetnamstríðinu eru umdeildar. Höfðu mótmælin áhrif? Mögulega, en það voru fleiri þættir sem höfðu sitt að segja. Fjárhagslegt tap af stríðsrekstrinum og slæmur mórall eftir Watergate-hneykslið spiluðu líklega stærri þátt í brotthvarfi Bandaríkjanna en sjálf mótmælahreyfingin. Staðreyndin er sú að mótmæli gegn átökum í fjarlægum löndum hafa sjaldan ef nokkurn tímann haft óumdeilanleg áhrif á framvindu mála. Í besta falli virka þau sem eins konar hópefli fyrir þá fáu sem á annað borð mæta. Auðvitað getur verið mikið gagn að góðu hópefli, en að öðru leyti ættu aðgerðasinnar að stilla væntingum sínum í hóf. Höfundur er áhugamaður um sagnfræði og samfélagsmál.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun