Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jakob Bjarnar skrifar 30. apríl 2025 11:49 Fannar segist hafa komið að verkefninu á síðustu stundu. Hann segir frábært hafa verið að starfa með norsku leikurunum og Jon Øigarden sé ekkert minna en stórkostlegur, hann sé Ingvar E. þeirra Norðamanna. Fannar Sveinsson, leikstjóri, sjónvarpsmaður og hlaðvarpsstjóri, segir Jon Øigarden stórkostlegan leikara. Fannar leikstýrði umdeildri auglýsingu SFS sem farið hefur fyrir brjóstið á mörgum manninum. Fannar hefur ekki sett sig inn í pólitíkina sem hefur blossað upp í tengslum við hana. Veiðigjöld verða hækkuð umtalsvert samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórnin afgreiddi í gærmorgun og þannig hefur pólitíkin óneitanlega fléttast inn í viðhorf sem fólk hefur til auglýsingarinnar. Auglýsingaherferð SFS er augljóslega beint gegn stefnu ríkisstjórnarinnar í leiðréttingu á veiðigjöldum eða skattheimtu, eftir því hvaðan er horft og er frumvarpið nú rætt af kappi á þinginu. Fannar segist hafa brotið prinsipp sín með að stökkva til án mikils undirbúnings, og í raun ekki gert greininni mikinn greiða, en hann kom að verkefninu með ótrúlega skömmum fyrirvara eða þremur dögum áður en farið var í tökur. Þá var búið að leggja dæmið upp. En Fannar þarf taka þau verkefni sem gefast, börnin hans þurfa að borða. Fékk verkefnið hratt upp í hendur Það sem hefur ekki síst vakið athygli er að annar leikaranna sem fer með hlutverk hins norska plebba sem vill græða á því að fullvinna sjávarafurðirnar er Jon Øigarden sem fór með eitt aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttaseríunni Exit sem fjallar um ofurríka og gerspillta norska kapítalista. Sem margir hafa bent á að sé óheppileg tenging en Jon er ekki að leika þann karakter í auglýsingunni. Né heldur Oddgeir Thune, mótleikari hans, sem er þekktur í Noregi og leikur meðal annars í Elskling. „Ég er sjálfstætt starfandi leikstjóri og fékk þetta verkefni frekar hratt upp í hendurnar. En mér fannst spennandi að vinna með þessum leikara. Hann er frábær. Í raun Ingvar E. þeirra Norðmanna. Og það finnst mér gaman sem leikstjóri. Það þroskar mann að vinna með allskonar leikurum. Ég tók það út úr þessu og það mun nýtast mér síðar meir og áfram í þessari vinnu,“ segir Fannar. Norskir plebbar sem eru að gera grín að sjálfum sér Eins og áður sagði reyndist auglýsingin talsvert umdeildari en Fannar hafði órað fyrir. Það er Aton sem hafði umsjá með gerð auglýsingarinnar og sá sem annaðist verkefnið frá þeirra bæjardyrum er Gísli Árnason sem er maki Hildar Sverrisdóttur þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Er það ekki til að minnka flokkspólitískar tengingar vegna málsins. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 lýsti Hanna Katrín Friðriksson sjávarútvegsráðherra því að hún skildi ekki auglýsinguna. Fannar segir að von sé á framhaldsauglýsingu þar sem þetta kemur betur í ljós. Þetta fjalli um norsku leiðina, en þar er afli seldur beint úr landi á móti hinni íslensku þar sem aflinn er fullunninn. „Þetta eru norskir plebbar, sem þeir Jon og Oddgeir Thune leika, sem enda á því að vilja kaupa fiskinn til baka frá Póllandi. Sem er hræðileg viðskiptahugmynd en fyndinn skets. Þeir eru að gera grín að sjálfum sér.“ Fannar segist ekki flokksbundinn, honum hafa komið hin miklu viðbrögð á óvart; leiðinlegt en hann vissi varla hvað SFS var áður en hann tók að sér að gera þessa auglýsingu og hefur engar sérstakar meiningar í sjávarútvegsmálum. Uppfært 15:15 Og ný framhaldsauglýsing er að fara í umferð nú í dag og þar halda þeir áfram ráðabruggi sínu hinir norsku ævintýramenn, eins og sjá má hér neðar. Sjávarútvegur Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Veiðigjöld verða hækkuð umtalsvert samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórnin afgreiddi í gærmorgun og þannig hefur pólitíkin óneitanlega fléttast inn í viðhorf sem fólk hefur til auglýsingarinnar. Auglýsingaherferð SFS er augljóslega beint gegn stefnu ríkisstjórnarinnar í leiðréttingu á veiðigjöldum eða skattheimtu, eftir því hvaðan er horft og er frumvarpið nú rætt af kappi á þinginu. Fannar segist hafa brotið prinsipp sín með að stökkva til án mikils undirbúnings, og í raun ekki gert greininni mikinn greiða, en hann kom að verkefninu með ótrúlega skömmum fyrirvara eða þremur dögum áður en farið var í tökur. Þá var búið að leggja dæmið upp. En Fannar þarf taka þau verkefni sem gefast, börnin hans þurfa að borða. Fékk verkefnið hratt upp í hendur Það sem hefur ekki síst vakið athygli er að annar leikaranna sem fer með hlutverk hins norska plebba sem vill græða á því að fullvinna sjávarafurðirnar er Jon Øigarden sem fór með eitt aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttaseríunni Exit sem fjallar um ofurríka og gerspillta norska kapítalista. Sem margir hafa bent á að sé óheppileg tenging en Jon er ekki að leika þann karakter í auglýsingunni. Né heldur Oddgeir Thune, mótleikari hans, sem er þekktur í Noregi og leikur meðal annars í Elskling. „Ég er sjálfstætt starfandi leikstjóri og fékk þetta verkefni frekar hratt upp í hendurnar. En mér fannst spennandi að vinna með þessum leikara. Hann er frábær. Í raun Ingvar E. þeirra Norðmanna. Og það finnst mér gaman sem leikstjóri. Það þroskar mann að vinna með allskonar leikurum. Ég tók það út úr þessu og það mun nýtast mér síðar meir og áfram í þessari vinnu,“ segir Fannar. Norskir plebbar sem eru að gera grín að sjálfum sér Eins og áður sagði reyndist auglýsingin talsvert umdeildari en Fannar hafði órað fyrir. Það er Aton sem hafði umsjá með gerð auglýsingarinnar og sá sem annaðist verkefnið frá þeirra bæjardyrum er Gísli Árnason sem er maki Hildar Sverrisdóttur þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Er það ekki til að minnka flokkspólitískar tengingar vegna málsins. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 lýsti Hanna Katrín Friðriksson sjávarútvegsráðherra því að hún skildi ekki auglýsinguna. Fannar segir að von sé á framhaldsauglýsingu þar sem þetta kemur betur í ljós. Þetta fjalli um norsku leiðina, en þar er afli seldur beint úr landi á móti hinni íslensku þar sem aflinn er fullunninn. „Þetta eru norskir plebbar, sem þeir Jon og Oddgeir Thune leika, sem enda á því að vilja kaupa fiskinn til baka frá Póllandi. Sem er hræðileg viðskiptahugmynd en fyndinn skets. Þeir eru að gera grín að sjálfum sér.“ Fannar segist ekki flokksbundinn, honum hafa komið hin miklu viðbrögð á óvart; leiðinlegt en hann vissi varla hvað SFS var áður en hann tók að sér að gera þessa auglýsingu og hefur engar sérstakar meiningar í sjávarútvegsmálum. Uppfært 15:15 Og ný framhaldsauglýsing er að fara í umferð nú í dag og þar halda þeir áfram ráðabruggi sínu hinir norsku ævintýramenn, eins og sjá má hér neðar.
Sjávarútvegur Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira