Frekari breytingar í Valhöll Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2025 16:39 Breytingar hafa verið gerðar innan Valhallar undanfarið. Vísir/Sigurjón Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið Bertu Gunnarsdóttur sem fjármálastjóra flokksins. Hún mun jafnframt gegna hlutverki staðgengils framkvæmdastjóra. Nýr framkvæmdastjóri tók við störfum um síðustu mánaðamót. Þá var ekki langt síðan nýr formaður tók við völdum í Valhöll. Í fréttatilkynningu um ráðninguna segir að Berta muni taka við störfum þann annan maí næstkomandi, eftir tvo daga. „Það er mér mikill heiður að fá að taka þátt í því mikilvæga starfi sem fram undan er hjá Sjálfstæðisflokknum. Ég hlakka til að vinna með öflugu teymi flokksmanna við að efla innviði Sjálfstæðisflokksins og vinna að framgangi þeirra stefnumála sem flokkurinn stendur fyrir,“ er haft eftir Bertu. Lögfræðingur og virk í starfinu Þá segir að Berta sé lögfræðingur að mennt en hún hafi lokið meistaraprófi frá Háskólanum í Reykjavík. Hún búi yfir víðtækri reynslu á sviði lögfræði, einkum á sviði skattamála. Hún hafi nú síðast starfað hjá Skattinum á eftirlits- og rannsóknarsviði með áherslu á peningaþvætti. Áður hafi hún starfað sem fulltrúi hjá lögmannsstofunum Logos og Libra lögmönnum. Berta Gunnarsdóttir. Þá hafi hún áður verið framkvæmdastjóri og eigandi Modulus ehf., sem sérhæfi sig í framleiðslu verksmiðjuframleiddra húsa fyrir íslenskar aðstæður. Berta hafi verið virkur þátttakandi í starfi Sjálfstæðisflokksins á umliðnum árum. Hún sitji í miðstjórn flokksins og gegni embætti varaformanns Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Þá hafi hún leitt uppstillingarnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í aðdraganda alþingiskosninganna 2024. Berta sé búsett í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum, Guðmundi Bergþórssyni, viðskiptafræðingi og börnum þeirra tveimur. „Með ráðningu Bertu styrkir Sjálfstæðisflokkurinn innviði sína enn frekar á mikilvægum sviðum fjármála og rekstrar, á sama tíma og flokkurinn horfir til nýrra tækifæra og verkefna í þágu flokksmanna og samfélagsins alls,“ er haft eftir Björgu Ástu Þórðardóttur, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Sigurbjörn og Þórður kveðja, Björg og Berta heilsa Loks segir að Sigurbjörn Ingimundarson láti af störfum sem aðstoðarframkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins eftir tíu ára starf hjá flokknum. Hann hafi verið framkvæmdastjóri þingflokksins árin 2014 til 2022, en þá hafi hann tekið við stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra við hlið Þórðar Þórarinssonar, framkvæmdastjóra flokksins, sem hafi látið af starfi um síðustu mánaðarmót eftir ellefu ára farsælt starf. Samkomulag sé um að Sigurbjörn verði næstu vikurnar áfram til ráðgjafar um málefni flokksskrifstofunnar á meðan nýtt fólk tekur við þeim margbreytilegu verkefnum, sem þar sé sinnt. Sigurbjörn Ingimundarson. Haft er eftir Sigurbirni að á þeim tímamótum í flokksstarfinu nú, þegar ný forysta tekur við keflinu að loknum vel heppnuðum landsfundi, þar sem fráfarandi formaður lét af störfum eftir farsæla forystu, sé mikilvægt að svigrúm gefist fyrir nýja félaga til þess að koma að og móta flokksstarfið framundan. „Þessi rúmu 10 ár hjá flokknum hafa verið afar gefandi og skemmtileg. Fyrir mig hefur verið ómetanlegt að fá tækifæri til þess að vinna með fjölmennum og fjölbreyttum hópi samherja um allt land í að skerpa á og fylgja eftir grunnhugsjónum sjálfstæðisstefnunnar. Samferðarfólki mínu hjá flokknum þakka ég afar ánægjuleg kynni og samstarfsfólki mínu í gegnum tíðina fyrir traust og gott samstarf. Ég óska öllum þeim sem starfa á vettvangi flokksins velfarnaðar í mikilvægum störfum fyrir flokkinn, land og þjóð.“ „Ég þakka Sigurbirni mikilvægt og óeigingjarnt starf í þágu flokksins, ljúfmennsku og lipurð í öllum samskiptum og við úrlausn mála og óska honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hans bíða,“ er haft eftir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn Vistaskipti Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira
Í fréttatilkynningu um ráðninguna segir að Berta muni taka við störfum þann annan maí næstkomandi, eftir tvo daga. „Það er mér mikill heiður að fá að taka þátt í því mikilvæga starfi sem fram undan er hjá Sjálfstæðisflokknum. Ég hlakka til að vinna með öflugu teymi flokksmanna við að efla innviði Sjálfstæðisflokksins og vinna að framgangi þeirra stefnumála sem flokkurinn stendur fyrir,“ er haft eftir Bertu. Lögfræðingur og virk í starfinu Þá segir að Berta sé lögfræðingur að mennt en hún hafi lokið meistaraprófi frá Háskólanum í Reykjavík. Hún búi yfir víðtækri reynslu á sviði lögfræði, einkum á sviði skattamála. Hún hafi nú síðast starfað hjá Skattinum á eftirlits- og rannsóknarsviði með áherslu á peningaþvætti. Áður hafi hún starfað sem fulltrúi hjá lögmannsstofunum Logos og Libra lögmönnum. Berta Gunnarsdóttir. Þá hafi hún áður verið framkvæmdastjóri og eigandi Modulus ehf., sem sérhæfi sig í framleiðslu verksmiðjuframleiddra húsa fyrir íslenskar aðstæður. Berta hafi verið virkur þátttakandi í starfi Sjálfstæðisflokksins á umliðnum árum. Hún sitji í miðstjórn flokksins og gegni embætti varaformanns Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Þá hafi hún leitt uppstillingarnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í aðdraganda alþingiskosninganna 2024. Berta sé búsett í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum, Guðmundi Bergþórssyni, viðskiptafræðingi og börnum þeirra tveimur. „Með ráðningu Bertu styrkir Sjálfstæðisflokkurinn innviði sína enn frekar á mikilvægum sviðum fjármála og rekstrar, á sama tíma og flokkurinn horfir til nýrra tækifæra og verkefna í þágu flokksmanna og samfélagsins alls,“ er haft eftir Björgu Ástu Þórðardóttur, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Sigurbjörn og Þórður kveðja, Björg og Berta heilsa Loks segir að Sigurbjörn Ingimundarson láti af störfum sem aðstoðarframkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins eftir tíu ára starf hjá flokknum. Hann hafi verið framkvæmdastjóri þingflokksins árin 2014 til 2022, en þá hafi hann tekið við stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra við hlið Þórðar Þórarinssonar, framkvæmdastjóra flokksins, sem hafi látið af starfi um síðustu mánaðarmót eftir ellefu ára farsælt starf. Samkomulag sé um að Sigurbjörn verði næstu vikurnar áfram til ráðgjafar um málefni flokksskrifstofunnar á meðan nýtt fólk tekur við þeim margbreytilegu verkefnum, sem þar sé sinnt. Sigurbjörn Ingimundarson. Haft er eftir Sigurbirni að á þeim tímamótum í flokksstarfinu nú, þegar ný forysta tekur við keflinu að loknum vel heppnuðum landsfundi, þar sem fráfarandi formaður lét af störfum eftir farsæla forystu, sé mikilvægt að svigrúm gefist fyrir nýja félaga til þess að koma að og móta flokksstarfið framundan. „Þessi rúmu 10 ár hjá flokknum hafa verið afar gefandi og skemmtileg. Fyrir mig hefur verið ómetanlegt að fá tækifæri til þess að vinna með fjölmennum og fjölbreyttum hópi samherja um allt land í að skerpa á og fylgja eftir grunnhugsjónum sjálfstæðisstefnunnar. Samferðarfólki mínu hjá flokknum þakka ég afar ánægjuleg kynni og samstarfsfólki mínu í gegnum tíðina fyrir traust og gott samstarf. Ég óska öllum þeim sem starfa á vettvangi flokksins velfarnaðar í mikilvægum störfum fyrir flokkinn, land og þjóð.“ „Ég þakka Sigurbirni mikilvægt og óeigingjarnt starf í þágu flokksins, ljúfmennsku og lipurð í öllum samskiptum og við úrlausn mála og óska honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hans bíða,“ er haft eftir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn Vistaskipti Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira