Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 2. maí 2025 07:45 Sósíalistaflokkur Íslands var stofnaður fyrir átta árum, á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí 2017. Að loknum stofnfundi gekk ég út í rigninguna með grunnstefnuna í hendi sem inniheldur skýr orð um auðvaldið sem andstæðing og að Sósíalistaflokkurinn leggi áherslu á það sem sameinar fólkið í landinu; óréttlætið sem það mætir og viljann til að losna undan því. Óréttlætið birtist í því að börn fara svöng að sofa sökum fátæktar, að kvótakóngar sópa til sín auðinn af sameiginlegri auðlind, að hagkvæmara er að fjárfesta í húsnæði en hlutabréfum, að ásættanlegt þyki að leigja út kolakjallara sem híbýli. Óréttlætið birtist í brotalömum heilbrigðisþjónustunnar, í viðvarandi vanfjármögnun. Óréttlætið er allt umlykjandi, hjá stjórnvöldum sem segja að þeir ríkustu eigi að greiða núll af fjármagnstekjum sínum til nærsamfélagsins á meðan öryrkjum er gert að lifa á lofti. Óréttlætið birtist í biðlistum eftir grunnþjónustu, biðlistum sem bitna á þeim sem bíða og búa til fleiri biðlista annars staðar í kerfinu. Það kostar að vera fátækur, það kostar að eiga við afleiðingarnar, það kostar þegar þú átt ekki fyrir því að vera til. Óréttlætið er staðreynd, fjötrar sem þarf að brjóta. Til að byggja upp gott samfélag þarf að laga það sem er bilað. Sósíalistar vita að til þess þarf að hlusta á fólkið með reynsluna. Á þeim átta árum sem Sósíalistaflokkur Íslands hefur verið til, hafa sósíalistar verið í borgarstjórn í tæp sjö ár. Fyrst í minnihluta með einn kjörinn borgarfulltrúa og síðan hafa sósíalistar bætt við sig og náð inn tveimur kjörnum fulltrúum. Sósíalistar hafa farið úr því að vera í minnihluta yfir í að vera skyndilega í meirihluta. Í viðræðum sem leiddu til þess samstarfs lögðu sósíalistar í borgarstjórn m.a. áherslu á að formgera reglulegt samtal við verkalýðshreyfinguna á vettvangi borgarinnar. Þegar 1. maí er liðinn mun ég mæta til starfa og eiga samtal við fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur sem er á dagskrá 2. maí. Slíkt er liður í því að útfæra þetta reglulega samtal við verkalýðshreyfinguna. Hlakka ég til sem og til næstu ára með Sósíalistaflokknum, sama hvernig viðrar, stöndum við föst á því að útrýma þarf óréttlætinu. Baráttukveðjur á baráttudegi verkalýðsins og hamingjuóskir á afmælisdegi Sósíalistahreyfingarinnar. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokkurinn Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands var stofnaður fyrir átta árum, á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí 2017. Að loknum stofnfundi gekk ég út í rigninguna með grunnstefnuna í hendi sem inniheldur skýr orð um auðvaldið sem andstæðing og að Sósíalistaflokkurinn leggi áherslu á það sem sameinar fólkið í landinu; óréttlætið sem það mætir og viljann til að losna undan því. Óréttlætið birtist í því að börn fara svöng að sofa sökum fátæktar, að kvótakóngar sópa til sín auðinn af sameiginlegri auðlind, að hagkvæmara er að fjárfesta í húsnæði en hlutabréfum, að ásættanlegt þyki að leigja út kolakjallara sem híbýli. Óréttlætið birtist í brotalömum heilbrigðisþjónustunnar, í viðvarandi vanfjármögnun. Óréttlætið er allt umlykjandi, hjá stjórnvöldum sem segja að þeir ríkustu eigi að greiða núll af fjármagnstekjum sínum til nærsamfélagsins á meðan öryrkjum er gert að lifa á lofti. Óréttlætið birtist í biðlistum eftir grunnþjónustu, biðlistum sem bitna á þeim sem bíða og búa til fleiri biðlista annars staðar í kerfinu. Það kostar að vera fátækur, það kostar að eiga við afleiðingarnar, það kostar þegar þú átt ekki fyrir því að vera til. Óréttlætið er staðreynd, fjötrar sem þarf að brjóta. Til að byggja upp gott samfélag þarf að laga það sem er bilað. Sósíalistar vita að til þess þarf að hlusta á fólkið með reynsluna. Á þeim átta árum sem Sósíalistaflokkur Íslands hefur verið til, hafa sósíalistar verið í borgarstjórn í tæp sjö ár. Fyrst í minnihluta með einn kjörinn borgarfulltrúa og síðan hafa sósíalistar bætt við sig og náð inn tveimur kjörnum fulltrúum. Sósíalistar hafa farið úr því að vera í minnihluta yfir í að vera skyndilega í meirihluta. Í viðræðum sem leiddu til þess samstarfs lögðu sósíalistar í borgarstjórn m.a. áherslu á að formgera reglulegt samtal við verkalýðshreyfinguna á vettvangi borgarinnar. Þegar 1. maí er liðinn mun ég mæta til starfa og eiga samtal við fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur sem er á dagskrá 2. maí. Slíkt er liður í því að útfæra þetta reglulega samtal við verkalýðshreyfinguna. Hlakka ég til sem og til næstu ára með Sósíalistaflokknum, sama hvernig viðrar, stöndum við föst á því að útrýma þarf óréttlætinu. Baráttukveðjur á baráttudegi verkalýðsins og hamingjuóskir á afmælisdegi Sósíalistahreyfingarinnar. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og borgarfulltrúi.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun