Handbolti

Haukur meistari í Rúmeníu

Sindri Sverrisson skrifar
Haukur Þrastarson kom til Búkarest í fyrra en mun spila í Þýskalandi á næstu leiktíð.
Haukur Þrastarson kom til Búkarest í fyrra en mun spila í Þýskalandi á næstu leiktíð. EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI

Landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson varð í dag meistari þegar lið hans Dinamo Búkarest tryggði sér sigur í rúmensku úrvalsdeildinni í handbolta.

Leikmenn Dinamo vissu að með sigri gegn Potaissa Turda á heimavelli í dag yrði bilið á milli liðanna of langt fyrir gestina til að brúa. Sú varð raunin.

Dinamo náði snemma afgerandi forskoti og hélt því til loka. 42-30 lokatölur, Dinamo í vil, og titillinn vís. 

Þrjú stig eru gefin fyrir sigur í leik í rúmensku deildinni og er Dinamo Búkarest núna með 70 stig, tólf stigum á undan Potaissa Turda þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.

Potaissa Turda hefði því þurft sigur í dag og í síðustu tveimur umferðunum, og treysta á að Dinamo Búkarest tapaði sínum leikjum.

Yfirburðir Dinamo hafa verið algjörir í deildinni í vetur en liðið hefur unnið 22 af 23 leikjum og gert eitt jafntefli.

Haukur var ekki með í dag en hefur verið öflugur fyrir Dinamo Búkarest í vetur. Eins og staðfest var í mars mun Selfyssingurinn svo yfirgefa Rúmeníu í sumar og halda til Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi.


Tengdar fréttir

Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fagnar félagsskiptum landsliðsmannsins Hauks Þrastarson sem er að fara frá Rúmeníu til þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×