„Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. maí 2025 10:01 Valur - Breiðablik Besta Deild Kvenna Haust 2024 Telma Ívarsdóttir Vísir/Diego Telma Ívarsdóttir er snúin heim í Breiðablik eftir að hafa fengið fá tækifæri hjá Rangers í Glasgow. Hún ætlar þó ekki að stoppa lengi og reynir frekar fyrir sér í atvinnumennskunni strax í haust. Telma vann gullhanskann sem besti markvörður Bestu deildarinnar í fyrra og Breiðablik vann Íslandsmeistaratitilinn. Hún var í kjölfarið keypt til Rangers en hefur aðeins spilað einn leik með liðinu. Breiðablik leitaði markmanns fyrir lok félagsskiptagluggans í vikunni, vegna meiðsla Katherine Devine sem var fengin til að fylla í skarð Telmu í vetur. En Telma leysir hana nú af á móti, fram að EM kvenna í sumar. Hún getur því hjálpað Blikum sem eru í meiðslavandræðum og Blikar hjálpað henni með spiltíma fyrir EM, sem var af skornum skammti ytra. „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka. Rangers sagði að ég þyrfti að taka ákvörðunina sjálf út frá því hvað væri best fyrir mig. Ég hugsaði þetta og hringdi nokkur símtöl út um allan bæ. Niðurstaðan var að þetta sé það besta fyrir mig akkúrat núna, út af því að EM er í sumar,“ segir Telma sem segir jafnframt ágætt að koma heim á klakann. „Það er náttúrulega mjög næs að koma heim, ég neita því ekki. En mér leið mjög vel úti, líður vel úti, og er spennt fyrir framhaldinu þó að ég sé að koma hingað í smá stutt stopp til að fá spiltíma,“ segir Telma sem ítrekar að hún hafi notið sín í Glasgow og stefni þangað aftur eftir EM. Það eina sem hafi skort var að fá að spila með liðinu. „Ég var ótrúlega ánægð með æfingarnar, þetta atvinnumannaumhverfi og í raun ánægð með allt fyrir utan spiltímann. Ég var mjög ósátt með það. En það er lítið sem maður getur gert einhvern veginn, það var ekki í mínum höndum,“ segir Telma sem átti þá einnig erfitt með að skilja skoska hreiminn á köflum. „Jú, það er svolítið erfitt. Svo lengi sem talað er hægt og ég fylgist nógu vel með skil ég flest sem er verið að segja, segir Telma og hlær. Fyrsti leikur Telmu er á morgun við Víking. Hún er spennt að standa aftur milli stanganna eftir fá tækifæri ytra. „Líka að vera komin á Kópavogsvöll er ekkert eðlilega næs. Það er alveg spenna fyrir leiknum, ég er spennt fyrir mig, það er langt síðan ég hef spilað. Maður þarf að mæta og gera sitt besta og vona það besta,“ Og hjálpa Blikunum að verja titilinn? „Já. Ég vil ekkert meira en að Blikarnir vinni deildina í ár,“ segir Telma brosandi að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum. Breiðablik mætir Víkingi í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn er klukkan 14:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Telma vann gullhanskann sem besti markvörður Bestu deildarinnar í fyrra og Breiðablik vann Íslandsmeistaratitilinn. Hún var í kjölfarið keypt til Rangers en hefur aðeins spilað einn leik með liðinu. Breiðablik leitaði markmanns fyrir lok félagsskiptagluggans í vikunni, vegna meiðsla Katherine Devine sem var fengin til að fylla í skarð Telmu í vetur. En Telma leysir hana nú af á móti, fram að EM kvenna í sumar. Hún getur því hjálpað Blikum sem eru í meiðslavandræðum og Blikar hjálpað henni með spiltíma fyrir EM, sem var af skornum skammti ytra. „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka. Rangers sagði að ég þyrfti að taka ákvörðunina sjálf út frá því hvað væri best fyrir mig. Ég hugsaði þetta og hringdi nokkur símtöl út um allan bæ. Niðurstaðan var að þetta sé það besta fyrir mig akkúrat núna, út af því að EM er í sumar,“ segir Telma sem segir jafnframt ágætt að koma heim á klakann. „Það er náttúrulega mjög næs að koma heim, ég neita því ekki. En mér leið mjög vel úti, líður vel úti, og er spennt fyrir framhaldinu þó að ég sé að koma hingað í smá stutt stopp til að fá spiltíma,“ segir Telma sem ítrekar að hún hafi notið sín í Glasgow og stefni þangað aftur eftir EM. Það eina sem hafi skort var að fá að spila með liðinu. „Ég var ótrúlega ánægð með æfingarnar, þetta atvinnumannaumhverfi og í raun ánægð með allt fyrir utan spiltímann. Ég var mjög ósátt með það. En það er lítið sem maður getur gert einhvern veginn, það var ekki í mínum höndum,“ segir Telma sem átti þá einnig erfitt með að skilja skoska hreiminn á köflum. „Jú, það er svolítið erfitt. Svo lengi sem talað er hægt og ég fylgist nógu vel með skil ég flest sem er verið að segja, segir Telma og hlær. Fyrsti leikur Telmu er á morgun við Víking. Hún er spennt að standa aftur milli stanganna eftir fá tækifæri ytra. „Líka að vera komin á Kópavogsvöll er ekkert eðlilega næs. Það er alveg spenna fyrir leiknum, ég er spennt fyrir mig, það er langt síðan ég hef spilað. Maður þarf að mæta og gera sitt besta og vona það besta,“ Og hjálpa Blikunum að verja titilinn? „Já. Ég vil ekkert meira en að Blikarnir vinni deildina í ár,“ segir Telma brosandi að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum. Breiðablik mætir Víkingi í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn er klukkan 14:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira