Innlent

Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórn­málum og fjár­hagur borgarinnar

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Vísir

Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti.

Fyrst svarar Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, því hvort loftslagsmálin séu horfin af dagskrá heimsins. Mun minni umræða hefur verið um þau en áður og stjórnmálamenn sem hafa lítinn áhuga á þessu máli, komist til valda á síðustu mánuðum/árum. Hvert er framhaldið?

Þar á eftir ræðir Eiríkur Bergmann prófessor alþjóðamálin: kosningasigur Reform í Bretlandi, tilraun þýskra yfirvalda til að ráða niðurlögum AfD með því að skilgreina þennan næst stærsta stjórnmálaflokk landsins sem öfgasamtök og áhrif skyldra flokka og hugmynda sem hvarvetna ryðja sér til rúms.

Grímur Grímsson, alþingismaður og Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur, ræða síðan njósnamálið svokallaða sem mest var, áhrif þess á orðspor lögreglunnar o.fl.

Loks kemur Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, í Sprengisand til að ræða borgarmálin, fjárhag borgarinnar og svara því m.a. hvort „Græna skrímslið“ í Breiðholti verði fjarlægt.

Hægt er að hlusta á Sprengisand á Bylgjunni og í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×