Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar 5. maí 2025 08:32 Staða raforkukerfisins á Íslandi hefur sjaldan verið jafn viðkvæm og nú. Samkvæmt nýrri greiningu Landsnets, Kerfisjöfnuður 2025, blasir við okkur sú þróun að orkuskortur verði ekki lengur fræðilegt vandamál í spálíkönum heldur raunveruleg áskorun sem gæti haft áhrif á alla notendur kerfisins. Aukinn þrýstingur á framleiðslugetu, háálagstímabil að vetri til og flöskuhálsar í flutningskerfinu eru meðal þeirra þátta sem gera það að verkum að afhendingaröryggi er nú ógnað, sérstaklega ef áfram dregst að ráðast í brýnar framkvæmdir. Áhrif og afleiðingar rekstrartruflana í raforkukerfinu eru ólík eftir landshlutum þar sem íbúar á suðvesturhorninu verða sjaldnast varir við vandann á meðan íbúar á landsbyggðinni verða frekar fyrir rafmagnsleysi og mögulegu eignatjóni. Árið 2026 er metið að líkur á orkuskorti verði 14% ef ekkert verður að gert. Árið 2029 gæti sú tala orðið allt að 70%. Á bak við þessar tölur býr flókin mynd: aukin eftirspurn vegna orkuskipta og atvinnuuppbyggingar hefur ekki fengið viðeigandi mótvægi í nýrri orkuvinnslu eða styrkingu flutningskerfisins. Þurr vatnsár auka svo enn á hættuna, þar sem rýrnandi innrennsli í miðlunarlón veldur minni orkuvinnslu og eykur líkur á skerðingum, sérstaklega að hávetri. Orkuöryggi snýst þó ekki aðeins um magn orkunnar heldur líka getu kerfisins til að afhenda afl þegar mest á reynir. Flutningskerfið er víða keyrt við þolmörk sín, og þegar hætt er við bilunum eða truflunum getur reynst erfitt að flytja raforku milli landshluta. Flöskuhálsar á borð við snið IIIb milli Suður- og Norðurlands hamla bæði nýrri orkuvinnslu og öruggri orkuafhendingu. Í sumum sviðsmyndum reiknast uppsafnaður orkuskortur yfir tímabilið 2025–2029 í tugum eða hundruðum gígavattstunda, með verulegum áhrifum á notendur. Greining Landsnets sýnir að með markvissri og samstilltri uppbyggingu, bæði í flutningskerfi og nýjum virkjunum, má draga verulega úr þessum áhættum. Meðal framkvæmda sem geta skipt sköpum eru Blöndulína 3, Holtavörðuheiðarlínur og stækkun virkjana á borð við Sigöldu og Hrauneyjafoss. Þær framkvæmdir sem eru þegar á framkvæmdaáætlun næstu ára munu vissulega bæta ástandið, en á sama tíma kemur skýrt fram að þær duga ekki einar og sér til að tryggja viðunandi afhendingargetu þegar horft er til heildarkerfisins. Sveigjanleiki og framtíðarstefna Í umræðunni um lausnir gleymist oft að orkuöryggi byggist ekki eingöngu á nýrri framleiðslu eða flutningslínum. Hegðun notenda og virkni raforkumarkaðar skipta einnig máli. Greiningar sýna að sveigjanleg notkun getur gegnt lykilhlutverki við að jafna álag og bregðast við skammtímafrávikum. Með því að stórir notendur aðlagi orkunotkun sína á háálagstímum má forgangsraða rafmagni þar sem þörfin er mest – og þannig styrkja kerfið án þess að ráðast tafarlaust í gríðarlega fjárfestingu. Stóra myndin er þó sú að kerfið okkar þarf á róttækri endurnýjun og framtíðarhugsun að halda. Innleiðing breytilegra orkugjafa eins og vindorku kallar á nýja nálgun í rekstri kerfisins og fjárfestingar í sveigjanleika, orkugeymslum og tæknilegum lausnum sem stuðla að auknu öryggi. Það er ekki raunhæft að fresta orkuskiptum á meðan beðið er eftir öllum svörum um einstaka virkjanakosti. Því er brýnt að markviss stefna um innleiðingu vindorku verði mótuð samhliða styrkingu flutningskerfisins og þróun raforkumarkaðarins. Innviðir og lærdómur frá nágrönnum Atburðir utan landsteinanna sýna að stöðugleiki raforkukerfa er ekki sjálfgefinn, jafnvel í þróuðum ríkjum. Þann 28. apríl 2025 urðu víðtækar truflanir á Íberíuskaga þegar um 15 gígavött (um sexföld heildaraflgeta íslenska kerfisins) af raforkuframleiðslu hurfu úr spænska raforkukerfinu á aðeins fimm sekúndum. Þetta leiddi til hruns á kerfinu, sem hafði áhrif á Spán og Portúgal, þar sem fjöldi svæða missti rafmagn í lengri tíma. Atvikið varðaði meðal annars flugstöðvar, samgöngur og fjarskiptakerfi, og minnti rækilega á hversu viðkvæm jafnvel háþróuð raforkukerfi geta verið þegar sveiflur eru miklar og innviðir ekki í stakk búnir til að mæta þeim. Orkuöryggi verður að skoða sem hluta af þjóðaröryggi. Ekki aðeins vegna þess að það tryggir heimilum og fyrirtækjum stöðugt rafmagn, heldur einnig vegna þess að það styður við nýsköpun, byggðaþróun og orkuskipti sem eru hornsteinn í sjálfbærri framtíð Íslands. Aðgerðarleysi eða seinkun í innviðauppbyggingu getur haft langtímaafleiðingar á samkeppnishæfni þjóðarinnar og möguleika til atvinnusköpunar. Samstaða þarf að ríkja um að hraða leyfisferlum, bæta samráð við hagaðila og forgangsraða framkvæmdum sem skipta meginmáli fyrir kerfisöryggi og afhendingargetu. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið vinnur nú um þessar mundir í samstarfi við Landsnet og Orkustofnun að því að skilgreina viðmið orkuöryggis, mögulegar aðgerðir til að mæta neyðarástandi og ábyrgðarskiptingu aðila raforkukerfisins í slíku ástandi. Skýrslurnar Kerfisjöfnuður 2025 og Kerfisáætlun 2025–2034 veita mikilvæga innsýn í þessar áskoranir og mögulegar lausnir. Þær eru aðgengilegar á heimasíðu Landsnets, www.landsnet.is, og eru mikilvægar lestrar fyrir alla sem vilja taka upplýsta afstöðu til orkuöryggis Íslands í breyttum heimi. Höfundur er raforkuverkfræðingur og sérfræðingur í þróun flutningskerfis raforku hjá Landsneti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Staða raforkukerfisins á Íslandi hefur sjaldan verið jafn viðkvæm og nú. Samkvæmt nýrri greiningu Landsnets, Kerfisjöfnuður 2025, blasir við okkur sú þróun að orkuskortur verði ekki lengur fræðilegt vandamál í spálíkönum heldur raunveruleg áskorun sem gæti haft áhrif á alla notendur kerfisins. Aukinn þrýstingur á framleiðslugetu, háálagstímabil að vetri til og flöskuhálsar í flutningskerfinu eru meðal þeirra þátta sem gera það að verkum að afhendingaröryggi er nú ógnað, sérstaklega ef áfram dregst að ráðast í brýnar framkvæmdir. Áhrif og afleiðingar rekstrartruflana í raforkukerfinu eru ólík eftir landshlutum þar sem íbúar á suðvesturhorninu verða sjaldnast varir við vandann á meðan íbúar á landsbyggðinni verða frekar fyrir rafmagnsleysi og mögulegu eignatjóni. Árið 2026 er metið að líkur á orkuskorti verði 14% ef ekkert verður að gert. Árið 2029 gæti sú tala orðið allt að 70%. Á bak við þessar tölur býr flókin mynd: aukin eftirspurn vegna orkuskipta og atvinnuuppbyggingar hefur ekki fengið viðeigandi mótvægi í nýrri orkuvinnslu eða styrkingu flutningskerfisins. Þurr vatnsár auka svo enn á hættuna, þar sem rýrnandi innrennsli í miðlunarlón veldur minni orkuvinnslu og eykur líkur á skerðingum, sérstaklega að hávetri. Orkuöryggi snýst þó ekki aðeins um magn orkunnar heldur líka getu kerfisins til að afhenda afl þegar mest á reynir. Flutningskerfið er víða keyrt við þolmörk sín, og þegar hætt er við bilunum eða truflunum getur reynst erfitt að flytja raforku milli landshluta. Flöskuhálsar á borð við snið IIIb milli Suður- og Norðurlands hamla bæði nýrri orkuvinnslu og öruggri orkuafhendingu. Í sumum sviðsmyndum reiknast uppsafnaður orkuskortur yfir tímabilið 2025–2029 í tugum eða hundruðum gígavattstunda, með verulegum áhrifum á notendur. Greining Landsnets sýnir að með markvissri og samstilltri uppbyggingu, bæði í flutningskerfi og nýjum virkjunum, má draga verulega úr þessum áhættum. Meðal framkvæmda sem geta skipt sköpum eru Blöndulína 3, Holtavörðuheiðarlínur og stækkun virkjana á borð við Sigöldu og Hrauneyjafoss. Þær framkvæmdir sem eru þegar á framkvæmdaáætlun næstu ára munu vissulega bæta ástandið, en á sama tíma kemur skýrt fram að þær duga ekki einar og sér til að tryggja viðunandi afhendingargetu þegar horft er til heildarkerfisins. Sveigjanleiki og framtíðarstefna Í umræðunni um lausnir gleymist oft að orkuöryggi byggist ekki eingöngu á nýrri framleiðslu eða flutningslínum. Hegðun notenda og virkni raforkumarkaðar skipta einnig máli. Greiningar sýna að sveigjanleg notkun getur gegnt lykilhlutverki við að jafna álag og bregðast við skammtímafrávikum. Með því að stórir notendur aðlagi orkunotkun sína á háálagstímum má forgangsraða rafmagni þar sem þörfin er mest – og þannig styrkja kerfið án þess að ráðast tafarlaust í gríðarlega fjárfestingu. Stóra myndin er þó sú að kerfið okkar þarf á róttækri endurnýjun og framtíðarhugsun að halda. Innleiðing breytilegra orkugjafa eins og vindorku kallar á nýja nálgun í rekstri kerfisins og fjárfestingar í sveigjanleika, orkugeymslum og tæknilegum lausnum sem stuðla að auknu öryggi. Það er ekki raunhæft að fresta orkuskiptum á meðan beðið er eftir öllum svörum um einstaka virkjanakosti. Því er brýnt að markviss stefna um innleiðingu vindorku verði mótuð samhliða styrkingu flutningskerfisins og þróun raforkumarkaðarins. Innviðir og lærdómur frá nágrönnum Atburðir utan landsteinanna sýna að stöðugleiki raforkukerfa er ekki sjálfgefinn, jafnvel í þróuðum ríkjum. Þann 28. apríl 2025 urðu víðtækar truflanir á Íberíuskaga þegar um 15 gígavött (um sexföld heildaraflgeta íslenska kerfisins) af raforkuframleiðslu hurfu úr spænska raforkukerfinu á aðeins fimm sekúndum. Þetta leiddi til hruns á kerfinu, sem hafði áhrif á Spán og Portúgal, þar sem fjöldi svæða missti rafmagn í lengri tíma. Atvikið varðaði meðal annars flugstöðvar, samgöngur og fjarskiptakerfi, og minnti rækilega á hversu viðkvæm jafnvel háþróuð raforkukerfi geta verið þegar sveiflur eru miklar og innviðir ekki í stakk búnir til að mæta þeim. Orkuöryggi verður að skoða sem hluta af þjóðaröryggi. Ekki aðeins vegna þess að það tryggir heimilum og fyrirtækjum stöðugt rafmagn, heldur einnig vegna þess að það styður við nýsköpun, byggðaþróun og orkuskipti sem eru hornsteinn í sjálfbærri framtíð Íslands. Aðgerðarleysi eða seinkun í innviðauppbyggingu getur haft langtímaafleiðingar á samkeppnishæfni þjóðarinnar og möguleika til atvinnusköpunar. Samstaða þarf að ríkja um að hraða leyfisferlum, bæta samráð við hagaðila og forgangsraða framkvæmdum sem skipta meginmáli fyrir kerfisöryggi og afhendingargetu. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið vinnur nú um þessar mundir í samstarfi við Landsnet og Orkustofnun að því að skilgreina viðmið orkuöryggis, mögulegar aðgerðir til að mæta neyðarástandi og ábyrgðarskiptingu aðila raforkukerfisins í slíku ástandi. Skýrslurnar Kerfisjöfnuður 2025 og Kerfisáætlun 2025–2034 veita mikilvæga innsýn í þessar áskoranir og mögulegar lausnir. Þær eru aðgengilegar á heimasíðu Landsnets, www.landsnet.is, og eru mikilvægar lestrar fyrir alla sem vilja taka upplýsta afstöðu til orkuöryggis Íslands í breyttum heimi. Höfundur er raforkuverkfræðingur og sérfræðingur í þróun flutningskerfis raforku hjá Landsneti.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun