Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar 5. maí 2025 14:32 Það er engin tilviljun að Svansvottaðar íbúðir eru sífellt algengari á fasteignamarkaði. Neytendur gera meiri kröfur en áður og byggingaraðilar bregðast við með því að huga betur að umhverfi, heilsu og lífsgæðum. En hvað felst í Svansvottun og hvers vegna ættir þú að hafa áhuga á henni sem væntanlegur íbúðareigandi? Svansvottun - Gæðavottun Fyrir hinn almenna kaupenda snýst þetta um meira en umhverfismál, því Svansvottun hefur raunveruleg og mælanleg áhrif á innivistina sem getur haft jákvæð áhrif á upplifun og heilsu í daglegu lífi Nægileg dagsbirta: svo íbúð geti fengið Svansvottun þarf hún að uppfylla kröfur um dagsbirtu sem tryggir það að rýmin njóti hámarksdagsbirtu þegar hún er til staðar. Hreinna inniloft: flestar Svansvottaðar byggingar eru með loftræsikerfi sem tryggir ferskt loft allan sólarhringinn – án þess að þurfi að opna glugga. Minni efnasúpa: efni sem notuð eru í Svansvottuðum byggingum þurfa að vera annaðhvort vottuð af traustum umhverfismerkjum eða standast strangar kröfur um efnainnihald. Það þýðir minni útsetning fyrir skaðlegum efnum fyrir þig og fjölskylduna. Rakaforvarnir og vandað verklag: á framkvæmdartíma er sérstakur rakavarnarfulltrúi sem sér til þess að byggingarefni séu rétt meðhöndluð og tryggja frágang og fyrirbyggja rakaskemmdir. Það er því gríðarlega mikill ávinningur í að fjárfesta í Svansvottuðu húsnæði. Harðar kröfur – Auðvelt val Þau sem velja að kaupa Svansvottað húsnæði eru ekki aðeins að fjárfesta í íbúð, heldur í framtíð – bæði sinni og barnanna sinna. Það er fjárfesting í heilsu, lífsgæðum og gæða húsnæði. Svansmerkið tekur á öllum lífsferli vöru eða þjónustu sem er vottuð og á því að einfalda neytendum valið þegar kemur að kaupum. Í dag eru fjölmargar íbúðir í sölu sem eru annaðhvort þegar Svansvottaðar eða í ferli við að verða það. Að velja slíkt húsnæði er því ekki bara umhverfisvænt – heldur líka skynsamlegt og farsælt val. Snjöll fjárfesting Svansvottað húsnæði er húsnæði sem er hannað fyrir framtíðina, dregur úr rekstrar- og viðhaldskostnaði og býður upp á heilsusamlegt heimili fyrir þig og fjölskylduna. Þetta er ekki bara umhverfisvæn lausn – þetta er snjöll fjárfesting í lífsgæðum. Höfundur er sérfræðingur hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það er engin tilviljun að Svansvottaðar íbúðir eru sífellt algengari á fasteignamarkaði. Neytendur gera meiri kröfur en áður og byggingaraðilar bregðast við með því að huga betur að umhverfi, heilsu og lífsgæðum. En hvað felst í Svansvottun og hvers vegna ættir þú að hafa áhuga á henni sem væntanlegur íbúðareigandi? Svansvottun - Gæðavottun Fyrir hinn almenna kaupenda snýst þetta um meira en umhverfismál, því Svansvottun hefur raunveruleg og mælanleg áhrif á innivistina sem getur haft jákvæð áhrif á upplifun og heilsu í daglegu lífi Nægileg dagsbirta: svo íbúð geti fengið Svansvottun þarf hún að uppfylla kröfur um dagsbirtu sem tryggir það að rýmin njóti hámarksdagsbirtu þegar hún er til staðar. Hreinna inniloft: flestar Svansvottaðar byggingar eru með loftræsikerfi sem tryggir ferskt loft allan sólarhringinn – án þess að þurfi að opna glugga. Minni efnasúpa: efni sem notuð eru í Svansvottuðum byggingum þurfa að vera annaðhvort vottuð af traustum umhverfismerkjum eða standast strangar kröfur um efnainnihald. Það þýðir minni útsetning fyrir skaðlegum efnum fyrir þig og fjölskylduna. Rakaforvarnir og vandað verklag: á framkvæmdartíma er sérstakur rakavarnarfulltrúi sem sér til þess að byggingarefni séu rétt meðhöndluð og tryggja frágang og fyrirbyggja rakaskemmdir. Það er því gríðarlega mikill ávinningur í að fjárfesta í Svansvottuðu húsnæði. Harðar kröfur – Auðvelt val Þau sem velja að kaupa Svansvottað húsnæði eru ekki aðeins að fjárfesta í íbúð, heldur í framtíð – bæði sinni og barnanna sinna. Það er fjárfesting í heilsu, lífsgæðum og gæða húsnæði. Svansmerkið tekur á öllum lífsferli vöru eða þjónustu sem er vottuð og á því að einfalda neytendum valið þegar kemur að kaupum. Í dag eru fjölmargar íbúðir í sölu sem eru annaðhvort þegar Svansvottaðar eða í ferli við að verða það. Að velja slíkt húsnæði er því ekki bara umhverfisvænt – heldur líka skynsamlegt og farsælt val. Snjöll fjárfesting Svansvottað húsnæði er húsnæði sem er hannað fyrir framtíðina, dregur úr rekstrar- og viðhaldskostnaði og býður upp á heilsusamlegt heimili fyrir þig og fjölskylduna. Þetta er ekki bara umhverfisvæn lausn – þetta er snjöll fjárfesting í lífsgæðum. Höfundur er sérfræðingur hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar