Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar 6. maí 2025 07:31 Í gær mælti ég sem ráðherra sjávarútvegsmála fyrir frumvarpi sem markar tímamót í því hvernig við innheimtum gjald fyrir nýtingu sameiginlegra auðlinda í sjávarútvegi. Með breytingum á lögum um veiðigjald tryggjum við að gjaldið endurspegli raunverulegt markaðsverð – ekki það verð sem útgerðin sjálf ákveður í innri viðskiptum. Um er að ræða leiðréttingu sem löngu er tímabær og sem þjóðin á skýlausan rétt á. Rangt reiknað veiðigjald Í gegnum árin hafa veiðigjöld verið reiknuð á grundvelli viðmiða sem gefa ranga mynd af verðmæti aflans. Afleiðingin er sú að þjóðin hefur orðið af tugum milljarða í tekjur. Þessu vil ég, og við í ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins breyta. Þess vegna eru nú lögð til ný viðmið fyrir fimm helstu nytjastofna við Íslandsstrendur: þorsk, ýsu, síld, makríl og kolmunna – byggð á raunverulegu verði, meðal annars á íslenskum fiskmörkuðum, en einnig með hliðsjón af reynslu Norðmanna þar sem viðskipti fara fram á opnum markaði. Stórhækkað frítekjumark fyrir minni útgerðir Eftir samráðsferli þar sem fram komu áhyggjur af áhrifum leiðréttingarinnar á litlar og meðalstórar útgerðir stórhækkuðum við frítekjumark í þorski og ýsu. Frítekjumarkið í þessum nytjastofnum hækkar upp í 50 milljónir króna sem minnkar verulega áhrif leiðréttingarinnar á þessi fyrirtæki. Ég geri mér grein fyrir því að þessar breytingar vekja sums staðar hörð viðbrögð. Það er eðlilegt enda eru miklir hagsmunir í húfi. En í samfélagi sem byggir á sanngirni og ábyrgð eiga sameiginlegar auðlindir að skila öllum ábata, ekki bara fáum. Það er ekki kollsteypa á kerfinu að endurspegla raunverulegt verð – það heitir á mannamáli að gera réttu hlutina rétt. Innviðauppbygging Við áætlum að með þessari leiðréttingu skili veiðigjöldin þjóðinni um 17,3 milljörðum króna á ári eftir að tekið hefur verið tillit til frítekjumarka. Það eru tekjur sem verða nýttar til uppbyggingar innviða um allt land og við það munum við standa,– þar sem innviðaskuldir síðustu ríkisstjórnar blasa við – í holóttu vegakerfi, í orkukerfi við þolmörk og í dreifikerfi sem oft bregst þegar mest á reynir. Við höfum sýnt í gegnum árin að fiskveiðikerfið getur þróast og aðlagast. Nú er komið að því að tryggja að þjóðin fái sinn réttmæta hlut. Ég bind vonir við að Alþingi verði samstíga í því verkefni. Það er okkar skylda sem kjörnir fulltrúar að gæta hagsmuna almennings. Ég er stolt af því að leiða þetta mál, og stolt af því að tilheyra ríkisstjórn sem stendur einhuga að þessu réttlætismáli, stendur með fólkinu og tryggir að auðlindir Íslands þjóni í raun almannahagsmunum umfram sérhagsmuni. Höfundur er atvinnuvegaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Í gær mælti ég sem ráðherra sjávarútvegsmála fyrir frumvarpi sem markar tímamót í því hvernig við innheimtum gjald fyrir nýtingu sameiginlegra auðlinda í sjávarútvegi. Með breytingum á lögum um veiðigjald tryggjum við að gjaldið endurspegli raunverulegt markaðsverð – ekki það verð sem útgerðin sjálf ákveður í innri viðskiptum. Um er að ræða leiðréttingu sem löngu er tímabær og sem þjóðin á skýlausan rétt á. Rangt reiknað veiðigjald Í gegnum árin hafa veiðigjöld verið reiknuð á grundvelli viðmiða sem gefa ranga mynd af verðmæti aflans. Afleiðingin er sú að þjóðin hefur orðið af tugum milljarða í tekjur. Þessu vil ég, og við í ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins breyta. Þess vegna eru nú lögð til ný viðmið fyrir fimm helstu nytjastofna við Íslandsstrendur: þorsk, ýsu, síld, makríl og kolmunna – byggð á raunverulegu verði, meðal annars á íslenskum fiskmörkuðum, en einnig með hliðsjón af reynslu Norðmanna þar sem viðskipti fara fram á opnum markaði. Stórhækkað frítekjumark fyrir minni útgerðir Eftir samráðsferli þar sem fram komu áhyggjur af áhrifum leiðréttingarinnar á litlar og meðalstórar útgerðir stórhækkuðum við frítekjumark í þorski og ýsu. Frítekjumarkið í þessum nytjastofnum hækkar upp í 50 milljónir króna sem minnkar verulega áhrif leiðréttingarinnar á þessi fyrirtæki. Ég geri mér grein fyrir því að þessar breytingar vekja sums staðar hörð viðbrögð. Það er eðlilegt enda eru miklir hagsmunir í húfi. En í samfélagi sem byggir á sanngirni og ábyrgð eiga sameiginlegar auðlindir að skila öllum ábata, ekki bara fáum. Það er ekki kollsteypa á kerfinu að endurspegla raunverulegt verð – það heitir á mannamáli að gera réttu hlutina rétt. Innviðauppbygging Við áætlum að með þessari leiðréttingu skili veiðigjöldin þjóðinni um 17,3 milljörðum króna á ári eftir að tekið hefur verið tillit til frítekjumarka. Það eru tekjur sem verða nýttar til uppbyggingar innviða um allt land og við það munum við standa,– þar sem innviðaskuldir síðustu ríkisstjórnar blasa við – í holóttu vegakerfi, í orkukerfi við þolmörk og í dreifikerfi sem oft bregst þegar mest á reynir. Við höfum sýnt í gegnum árin að fiskveiðikerfið getur þróast og aðlagast. Nú er komið að því að tryggja að þjóðin fái sinn réttmæta hlut. Ég bind vonir við að Alþingi verði samstíga í því verkefni. Það er okkar skylda sem kjörnir fulltrúar að gæta hagsmuna almennings. Ég er stolt af því að leiða þetta mál, og stolt af því að tilheyra ríkisstjórn sem stendur einhuga að þessu réttlætismáli, stendur með fólkinu og tryggir að auðlindir Íslands þjóni í raun almannahagsmunum umfram sérhagsmuni. Höfundur er atvinnuvegaráðherra
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun