Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar 6. maí 2025 15:02 Ég skrifaði þetta 20. nóv í hittifyrra og birti á vef Sósíalista og gæti nú sagt hvað sagði ég ekki en ástandið er of hrikalegt til þess.„Þetta er Déja vú eða hvað? Nú er allt lagt í rúst og Gazabúar hraktir frá norðri til suðurs og svo til vesturs. Þegar svo drepsóttirnar geysa og þjóðin húkir vonlaus sjúk og hungruð við landamæri Egyptalands þá Sesam Sesam opnist þú og málið afgreitt.“ Ég hef enga trú á að Ísraelar samþykki vopnahlé, opni landamærin í nokkra daga og leyfi flutninga á vörum og hjálpargögnum inn á Gaza. Þeir finna aðferðir til að sigla viðræðunum í strand. Það er örstutt í að farsóttir brjótist út og illa nærðir Gazabúar hrynji niður eins og flugur, miklu miklu fleiri en falla nú fyrir sprengjum, skothríð og hungri. Nakba 2 er á fullri ferð og aðferðirnar eru þær sömu og í hinni fyrri. Þó að vopnin sem Palestínumenn hafa nú séu betri en í Nakba 1 þá eru yfirburðir vopna Ísraela nú margfalt meiri en þá. Nakba 1 átti sér stað í tómarúminu milli samþykktar Sþ í nóv. 1947 og sjálfstæðisyfirlýsingar Ísraela 14. maí 1948. Bretar voru á förum – stjórnsýsla þeirra máttlaus – öflug og vel skipuleg hryðjuverkasamtök Zionistanna eins og Irgun og Hagana léku sér að illa vopnuðu palestínsku alþýðufólki. Oftast er þessu lýst sem stríði milli jafnvígra bardagahópa en það er hrein blekking. Það voru að vísu til vel vopnaðir hópar Palestínumanna en þeir voru ekki fjölmennir, aðallega vegna skorts á vopnum, en þessum hópum var ögrað til árása og frömdu sannarlega nokkur óhæfuverk sem gaf Zionistunum átyllu til hefnda og hefndin var eins og núna í engu samræmi við tilefnið enda tilgangurinn allt annar en hefnd – tilgangurinn var að hreinsa landið af íbúunum – hljómar þetta ekki kunnuglega? Palestínumenn voru hundruðum þúsundum saman hraktir brott frá 450 - 500 bæjum og þorpum með hryðjuverkum af vel þjálfuðum stríðsmönnum með nýjustu stríðstækni, margir beint úr úrvalsherdeildum heimstyrjaldarinnar. Eldvörpur framleiddar af hryðjuverkasveitunum sjálfum voru aðalvopnið og gegn þeim dugðu gamlir framhlaðningar og bjúgsverð skammt. Önnur aðferð var að drepa 10 manns, helst börn, á aðaltorgi bæjanna og ef það dugði ekki þá 10 til og svo 10 til viðbótar uns fólkið flýði - og þá var búið að loka öllum leiðum nema einni - þetta var skipulögð þjóðernishreinsun og þegar Arabaherirnir birtast er málið löngu afgreitt og þeir illa skipulagðir og forysturíkin Jórdanía og Sýrland breskir leppar með eigingjörn og makráð markmið. Þetta er Déja vú eða hvað? Nú er allt lagt í rúst og Gazabúar hraktir frá norðri til suðurs og svo til vesturs. Þegar svo drepsóttirnar geysa og þjóðin húkir vonlaus sjúk og hungruð við landamæri Egyptalands þá Sesam Sesam opnist þú og málið afgreitt. BNA og ESB hafa á þessu enga stjórn - það er fjármagnið sem ríkir og það er siðblint. Það er misskilningur að BNA ráði Ísrael eða að Ísrael ráði BNA, bæði ríkin eru í höndum sama fjármagns og það ræður sér sjálft. Jakkalakkarnir sem skjótast um ganga valdsins eru vel tamdir þrælar, blindir eins glóandi gullið sjálft. Höfundur er markaðsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Sverrir Agnarsson Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ég skrifaði þetta 20. nóv í hittifyrra og birti á vef Sósíalista og gæti nú sagt hvað sagði ég ekki en ástandið er of hrikalegt til þess.„Þetta er Déja vú eða hvað? Nú er allt lagt í rúst og Gazabúar hraktir frá norðri til suðurs og svo til vesturs. Þegar svo drepsóttirnar geysa og þjóðin húkir vonlaus sjúk og hungruð við landamæri Egyptalands þá Sesam Sesam opnist þú og málið afgreitt.“ Ég hef enga trú á að Ísraelar samþykki vopnahlé, opni landamærin í nokkra daga og leyfi flutninga á vörum og hjálpargögnum inn á Gaza. Þeir finna aðferðir til að sigla viðræðunum í strand. Það er örstutt í að farsóttir brjótist út og illa nærðir Gazabúar hrynji niður eins og flugur, miklu miklu fleiri en falla nú fyrir sprengjum, skothríð og hungri. Nakba 2 er á fullri ferð og aðferðirnar eru þær sömu og í hinni fyrri. Þó að vopnin sem Palestínumenn hafa nú séu betri en í Nakba 1 þá eru yfirburðir vopna Ísraela nú margfalt meiri en þá. Nakba 1 átti sér stað í tómarúminu milli samþykktar Sþ í nóv. 1947 og sjálfstæðisyfirlýsingar Ísraela 14. maí 1948. Bretar voru á förum – stjórnsýsla þeirra máttlaus – öflug og vel skipuleg hryðjuverkasamtök Zionistanna eins og Irgun og Hagana léku sér að illa vopnuðu palestínsku alþýðufólki. Oftast er þessu lýst sem stríði milli jafnvígra bardagahópa en það er hrein blekking. Það voru að vísu til vel vopnaðir hópar Palestínumanna en þeir voru ekki fjölmennir, aðallega vegna skorts á vopnum, en þessum hópum var ögrað til árása og frömdu sannarlega nokkur óhæfuverk sem gaf Zionistunum átyllu til hefnda og hefndin var eins og núna í engu samræmi við tilefnið enda tilgangurinn allt annar en hefnd – tilgangurinn var að hreinsa landið af íbúunum – hljómar þetta ekki kunnuglega? Palestínumenn voru hundruðum þúsundum saman hraktir brott frá 450 - 500 bæjum og þorpum með hryðjuverkum af vel þjálfuðum stríðsmönnum með nýjustu stríðstækni, margir beint úr úrvalsherdeildum heimstyrjaldarinnar. Eldvörpur framleiddar af hryðjuverkasveitunum sjálfum voru aðalvopnið og gegn þeim dugðu gamlir framhlaðningar og bjúgsverð skammt. Önnur aðferð var að drepa 10 manns, helst börn, á aðaltorgi bæjanna og ef það dugði ekki þá 10 til og svo 10 til viðbótar uns fólkið flýði - og þá var búið að loka öllum leiðum nema einni - þetta var skipulögð þjóðernishreinsun og þegar Arabaherirnir birtast er málið löngu afgreitt og þeir illa skipulagðir og forysturíkin Jórdanía og Sýrland breskir leppar með eigingjörn og makráð markmið. Þetta er Déja vú eða hvað? Nú er allt lagt í rúst og Gazabúar hraktir frá norðri til suðurs og svo til vesturs. Þegar svo drepsóttirnar geysa og þjóðin húkir vonlaus sjúk og hungruð við landamæri Egyptalands þá Sesam Sesam opnist þú og málið afgreitt. BNA og ESB hafa á þessu enga stjórn - það er fjármagnið sem ríkir og það er siðblint. Það er misskilningur að BNA ráði Ísrael eða að Ísrael ráði BNA, bæði ríkin eru í höndum sama fjármagns og það ræður sér sjálft. Jakkalakkarnir sem skjótast um ganga valdsins eru vel tamdir þrælar, blindir eins glóandi gullið sjálft. Höfundur er markaðsráðgjafi.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar