Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. maí 2025 16:30 Bryndís setur spurningamerki við ohf. fyrirkomulagið. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir gríðarlegt áhyggjuefni hve miklum fjármunum ríkisfyrirtækið ÁTVR hafi varið í málaferli til að verja ákvarðanir sem hafi verið dæmdar ólögmætar. ÁTVR hefur varið hátt í 15 milljónum í kostnað vegna tveggja slíkra mála síðan 2023. Þá segir þingmaðurinn löngu tímabært að ræða ábyrgð ríkisstofnanna og stöðu ríkisfyrirtækja og spyrja hvort ohf. formið sé í raun heppilegt yfir höfuð. Á Alþingi í dag vakti Bryndís athygli á svörum sem fengust frá fjármálaráðherra við fyrirspurn hennar í síðustu viku þar sem fram kemur að ÁTVR hafi ekki tekið tvær tegundir bjórs og áfengan koffíndrykk í sölu, þrátt fyrir að Hæstiréttur og Landsréttur hafi ógilt ákvarðanir um að taka vörurnar ekki í sölu. Kostnaður ríkisins vegna málaferlanna er kominn vel yfir fjórtán milljónir króna, eða hátt í 14,8 milljónir samkvæmt svari ráðherra við fyrirspurn Bryndísar. „Í ljós kemur að ríkið hefur greitt margar milljónir í málskostnað, 4 milljónir í einu máli, 3,5 milljónir í öðru, auk dýrrar lögfræðiaðstoðar. Og fyrir hvað? Fyrir að verja ákvarðanir sem hafa verið dæmdar ólögmætar. Það sem er þó alvarlegra en fjárhagslegur kostnaður er að ÁTVR hefur ekki enn brugðist við niðurstöðu dómstóla. Þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi fellt úr gildi synjun stofnunarinnar á vörum tiltekins innflytjenda heldur ÁTVR áfram að neita að taka vörurnar til sölu. Þetta er forkastanlegt. Við búum í réttarríki og stofnanir ríkisins eiga ekki að velja sér hvaða dóma þeir virða,“ sagði Bryndís um málið á Alþingi í dag. ohf. fyrirkomulagið sé mögulega vandamálið Dóma Hæstaréttar beri ekki að líta á sem tillögur, heldur bindandi úrskurði sem hverri ríkisstofnun beri að virða og Bryndís spyr hver beri ábyrgð. „Ráðuneytið virðist þvo hendur sínar af málinu. En ef ekki ráðherra, hver þá? Er það virkilega þannig að ríkisstofnun geti farið sínu fram í trássi við lög og dóma og án þess að nokkur axli ábyrgð?“ spyr Bryndís. Hún velti því fyrir sér hvort um kerfisbundið vandamál sé að ræða og hvort einokunarstaða ÁTVR skapi það sem Bryndís kallar „ábyrgðarlausa menningu“ eða hvort ohf. ríkisfyrirtækjafyrirkomulagið sé vandamálið. „Er það ohf. fyrirkomulagið sem gerir það að verkum að stofnanir telja sig ekki svara neinum nema sjálfum sér. Það er löngu tími kominn tími til að við ræðum ábyrgð ríkisstofnanna, stöðu ríkisfyrirtækja og hvort ohf. formið, sem virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi, sé í raun heppilegt form fyrir fyrirtæki sem hefur einokun á markaði. Við eigum ekki að líða að ríkisstofnanir standi fyrir utan réttarríkið og við eigum ekki að sætta okkur við að skýr niðurstaða Hæstaréttar sé hunsuð,“ sagði Bryndís ennfremur. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Áfengi Verslun Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Á Alþingi í dag vakti Bryndís athygli á svörum sem fengust frá fjármálaráðherra við fyrirspurn hennar í síðustu viku þar sem fram kemur að ÁTVR hafi ekki tekið tvær tegundir bjórs og áfengan koffíndrykk í sölu, þrátt fyrir að Hæstiréttur og Landsréttur hafi ógilt ákvarðanir um að taka vörurnar ekki í sölu. Kostnaður ríkisins vegna málaferlanna er kominn vel yfir fjórtán milljónir króna, eða hátt í 14,8 milljónir samkvæmt svari ráðherra við fyrirspurn Bryndísar. „Í ljós kemur að ríkið hefur greitt margar milljónir í málskostnað, 4 milljónir í einu máli, 3,5 milljónir í öðru, auk dýrrar lögfræðiaðstoðar. Og fyrir hvað? Fyrir að verja ákvarðanir sem hafa verið dæmdar ólögmætar. Það sem er þó alvarlegra en fjárhagslegur kostnaður er að ÁTVR hefur ekki enn brugðist við niðurstöðu dómstóla. Þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi fellt úr gildi synjun stofnunarinnar á vörum tiltekins innflytjenda heldur ÁTVR áfram að neita að taka vörurnar til sölu. Þetta er forkastanlegt. Við búum í réttarríki og stofnanir ríkisins eiga ekki að velja sér hvaða dóma þeir virða,“ sagði Bryndís um málið á Alþingi í dag. ohf. fyrirkomulagið sé mögulega vandamálið Dóma Hæstaréttar beri ekki að líta á sem tillögur, heldur bindandi úrskurði sem hverri ríkisstofnun beri að virða og Bryndís spyr hver beri ábyrgð. „Ráðuneytið virðist þvo hendur sínar af málinu. En ef ekki ráðherra, hver þá? Er það virkilega þannig að ríkisstofnun geti farið sínu fram í trássi við lög og dóma og án þess að nokkur axli ábyrgð?“ spyr Bryndís. Hún velti því fyrir sér hvort um kerfisbundið vandamál sé að ræða og hvort einokunarstaða ÁTVR skapi það sem Bryndís kallar „ábyrgðarlausa menningu“ eða hvort ohf. ríkisfyrirtækjafyrirkomulagið sé vandamálið. „Er það ohf. fyrirkomulagið sem gerir það að verkum að stofnanir telja sig ekki svara neinum nema sjálfum sér. Það er löngu tími kominn tími til að við ræðum ábyrgð ríkisstofnanna, stöðu ríkisfyrirtækja og hvort ohf. formið, sem virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi, sé í raun heppilegt form fyrir fyrirtæki sem hefur einokun á markaði. Við eigum ekki að líða að ríkisstofnanir standi fyrir utan réttarríkið og við eigum ekki að sætta okkur við að skýr niðurstaða Hæstaréttar sé hunsuð,“ sagði Bryndís ennfremur.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Áfengi Verslun Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira