Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Bjarki Sigurðsson skrifar 6. maí 2025 20:30 Salvador Sobral, Daði Freyr og Jesse Matador vilja allir að Ísrael fái ekki að taka þátt í Eurovision. Brendan Hoffman/Baldur Kristjáns/Nigel Waldron Fjöldi fyrrverandi keppenda í Eurovision hefur fordæmt þátttöku Ísraela í keppninni og vill að þeim verði vikið úr henni. Ísrael er spáð mjög góðu gengi. Eftir viku stíga Væb-bræðurnir á svið í fyrri undankeppni Eurovision í Basel. Þeir eru fyrstir á svið og marka þannig upphaf keppninnar. Þeir mættu út til Sviss fyrir helgi og eru búnir með eina æfingu sem þeir segja hafa gengið vel. Búið er að uppfæra atriðið verulega. „Í Söngvakeppninni, þá erum við að syngja á íslensku og allir skilja okkur. En hérna úti veit enginn hvað við erum að blaðra um í þessu lagi. Þannig við þurfum aðeins að reyna að útskýra þetta betur. Grafíkin segir sögu svo fólk fattar að við erum að tala um báta og svona. Þetta er miklu meira grand. Sviðið er ekkert eðlilega stórt, við erum að nýta það allt,“ segja Væb-bræðurnir, Matthías og Hálfdán Matthíassynir. Veðbankar spá því að bræðurnir komist ekki í úrslit, en þeir hafa trú á sér og íslenska hópnum. „Ég held að fólk viti ekki alveg hverju það á að búast við. Við leynum á okkur. Svo er það eitt, krakkar nota ekki veðmálasíður,“ segja bræðurnir en það má gera ráð fyrir því að flest þeirra atkvæði komi frá yngri kynslóðinni. Í dag bárust fregnir af því tugir fyrrverandi Eurovision-fara hafi bæst við undirskriftalista þar sem kallað er eftir því að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, vísi ísraelska atriðinu úr keppni vegna hernaðaraðgerða ríkisins í Palestínu. Fjöldi íslenskra keppenda hafði þegar skrifað undir, til að mynda Daði Freyr, Ágústa Eva, meðlimir Hatara og Páll Óskar. Önnur stór nöfn á listanum eru til dæmis Salvador Sobral sem sigraði keppnina árið 2017, Charlie McGettigan sem sigraði árið 1994 og Jessy Matador, sem söng hið sívinsæla Allez Olla Olé í Noregi árið 2010. EBU sagði síðast fyrir mánuði að á meðan ísraelska ríkissjónvarpið væri enn hluti af sambandinu fái Ísrael að taka þátt í keppninni. Ekkert hefur bent til þess að afstaða EBU muni breytast á næstu dögum. Ísraelska atriðinu er spáð fimmta sæti í keppninni í ár. Eurovision Tónlist Ísrael Sviss Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Eurovision 2025 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Eftir viku stíga Væb-bræðurnir á svið í fyrri undankeppni Eurovision í Basel. Þeir eru fyrstir á svið og marka þannig upphaf keppninnar. Þeir mættu út til Sviss fyrir helgi og eru búnir með eina æfingu sem þeir segja hafa gengið vel. Búið er að uppfæra atriðið verulega. „Í Söngvakeppninni, þá erum við að syngja á íslensku og allir skilja okkur. En hérna úti veit enginn hvað við erum að blaðra um í þessu lagi. Þannig við þurfum aðeins að reyna að útskýra þetta betur. Grafíkin segir sögu svo fólk fattar að við erum að tala um báta og svona. Þetta er miklu meira grand. Sviðið er ekkert eðlilega stórt, við erum að nýta það allt,“ segja Væb-bræðurnir, Matthías og Hálfdán Matthíassynir. Veðbankar spá því að bræðurnir komist ekki í úrslit, en þeir hafa trú á sér og íslenska hópnum. „Ég held að fólk viti ekki alveg hverju það á að búast við. Við leynum á okkur. Svo er það eitt, krakkar nota ekki veðmálasíður,“ segja bræðurnir en það má gera ráð fyrir því að flest þeirra atkvæði komi frá yngri kynslóðinni. Í dag bárust fregnir af því tugir fyrrverandi Eurovision-fara hafi bæst við undirskriftalista þar sem kallað er eftir því að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, vísi ísraelska atriðinu úr keppni vegna hernaðaraðgerða ríkisins í Palestínu. Fjöldi íslenskra keppenda hafði þegar skrifað undir, til að mynda Daði Freyr, Ágústa Eva, meðlimir Hatara og Páll Óskar. Önnur stór nöfn á listanum eru til dæmis Salvador Sobral sem sigraði keppnina árið 2017, Charlie McGettigan sem sigraði árið 1994 og Jessy Matador, sem söng hið sívinsæla Allez Olla Olé í Noregi árið 2010. EBU sagði síðast fyrir mánuði að á meðan ísraelska ríkissjónvarpið væri enn hluti af sambandinu fái Ísrael að taka þátt í keppninni. Ekkert hefur bent til þess að afstaða EBU muni breytast á næstu dögum. Ísraelska atriðinu er spáð fimmta sæti í keppninni í ár.
Eurovision Tónlist Ísrael Sviss Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Eurovision 2025 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira