Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2025 07:00 Bergrós Björnsdóttir brosir hér eftir að hafa tryggt sér sigur í lytingagreininni. @wodlandfest CrossFit sérfræðingarnir Brian Friend og Patrick Clark á CrossFit miðlinum „Be friendly Fitness“ voru afar hrifnir af frammistöðu Selfyssingsins Bergrósar Björnsdóttur á WodLand Fest mótinu á dögunum. WodLand Fest var undanúrslitamót Evrópu og tvö sæti voru í boði á heimsleikana í CrossFit í haust. Bergrós náði reyndar ekki öðru þeirra sæta en vakti mikla athygli með því að ná fimmta sætinu og sanna sig meðal þeirra bestu í Evrópu. Bergrós er að taka risastórt skref inn í keppni fullorðinna á þessu ári eftir að hafa keppt í unglingahlutunum með góðum árangri undanfarin ár. Snorri Barón Jónsson var hrifinn af frammistöðunni hjá Bergrós á mótinu. Þegar Brian Friend og Patrick Clark gerðu upp WodLand Fest mótið í hlaðvarpsþætti Be friendly Fitness þá barst talið að frammistöðu Bergrósar. Fimmta sætið kom mikið á óvart „Talandi um sjálfstraust og unga keppendur þá er ástæða til að fjalla um hina átján ára gömlu Bergrós Björnsdóttur frá Reykjavík,“ sagði Clark en Bergrós keppir fyrir CrossFit Reykjavík þótt að hún búi og sé frá Selfossi. „Hún var alveg ótrúleg. Alveg eins og með Taylu Howe þá bjóst ég ekki við því að Bergrós gæti náð einu af fimm efstu sætunum í þessari miklu samkeppni. Ég bjóst við henni sterkri í lyftingagreinunum og ég veit að hún er í góðu formi,“ sagði Friend. Það má sjá þá gera upp allt mótið hér fyrir neðan. Hefði fengið hrós fyrir tíunda sætið „Hún hefur vissulega verið að ná sér í meiri keppnisreynslu síðustu misseri en hún hefði fengið mikið hrós frá mér bara fyrir að ná tíunda sætinu. Að hún skuli ná fimmta sætinu er afar eftirtektarvert,“ sagði Friend. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=r0WX6MGWv50">watch on YouTube</a> „Það sem gerir þetta enn merkilegra er að hún byrjaði helgina ekki vel og varð um tíma í 45. og 29. sæti en tókst samt að klifra alla leið upp í fimmta sætið. Þetta er miklu meira en ég taldi mögulegt fyrir hana á þessari helgi og þetta er mjög flott hjá henni,“ sagði Friend. „Það verður spennandi að fylgjast með henni í framhaldinu því hún sýndi að hún á heima þarna. Hún stóð sig vel í keppni við þessa reynslubolta og þeir tóku vel á móti henni sem sýnir líka mikið,“ sagði Clark. „Þetta er stelpa sem er án efa í fararbroddi hjá næstu kynslóð íslenskra keppenda. Hún fer fyrir þeim hópi,“ sagði Clark. Friend tók undir það. Bergrós vann eina grein og varð í öðru sæti í annarri. Sigur hennar kom í lyftingagreinni en eftir keppni viðurkenndi okkar kona að hún þyrfti kannski að hlaupa aðeins meira. View this post on Instagram A post shared by Bergrós Björnsdóttir (@bergrosbjornsdottir) CrossFit Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Sjá meira
WodLand Fest var undanúrslitamót Evrópu og tvö sæti voru í boði á heimsleikana í CrossFit í haust. Bergrós náði reyndar ekki öðru þeirra sæta en vakti mikla athygli með því að ná fimmta sætinu og sanna sig meðal þeirra bestu í Evrópu. Bergrós er að taka risastórt skref inn í keppni fullorðinna á þessu ári eftir að hafa keppt í unglingahlutunum með góðum árangri undanfarin ár. Snorri Barón Jónsson var hrifinn af frammistöðunni hjá Bergrós á mótinu. Þegar Brian Friend og Patrick Clark gerðu upp WodLand Fest mótið í hlaðvarpsþætti Be friendly Fitness þá barst talið að frammistöðu Bergrósar. Fimmta sætið kom mikið á óvart „Talandi um sjálfstraust og unga keppendur þá er ástæða til að fjalla um hina átján ára gömlu Bergrós Björnsdóttur frá Reykjavík,“ sagði Clark en Bergrós keppir fyrir CrossFit Reykjavík þótt að hún búi og sé frá Selfossi. „Hún var alveg ótrúleg. Alveg eins og með Taylu Howe þá bjóst ég ekki við því að Bergrós gæti náð einu af fimm efstu sætunum í þessari miklu samkeppni. Ég bjóst við henni sterkri í lyftingagreinunum og ég veit að hún er í góðu formi,“ sagði Friend. Það má sjá þá gera upp allt mótið hér fyrir neðan. Hefði fengið hrós fyrir tíunda sætið „Hún hefur vissulega verið að ná sér í meiri keppnisreynslu síðustu misseri en hún hefði fengið mikið hrós frá mér bara fyrir að ná tíunda sætinu. Að hún skuli ná fimmta sætinu er afar eftirtektarvert,“ sagði Friend. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=r0WX6MGWv50">watch on YouTube</a> „Það sem gerir þetta enn merkilegra er að hún byrjaði helgina ekki vel og varð um tíma í 45. og 29. sæti en tókst samt að klifra alla leið upp í fimmta sætið. Þetta er miklu meira en ég taldi mögulegt fyrir hana á þessari helgi og þetta er mjög flott hjá henni,“ sagði Friend. „Það verður spennandi að fylgjast með henni í framhaldinu því hún sýndi að hún á heima þarna. Hún stóð sig vel í keppni við þessa reynslubolta og þeir tóku vel á móti henni sem sýnir líka mikið,“ sagði Clark. „Þetta er stelpa sem er án efa í fararbroddi hjá næstu kynslóð íslenskra keppenda. Hún fer fyrir þeim hópi,“ sagði Clark. Friend tók undir það. Bergrós vann eina grein og varð í öðru sæti í annarri. Sigur hennar kom í lyftingagreinni en eftir keppni viðurkenndi okkar kona að hún þyrfti kannski að hlaupa aðeins meira. View this post on Instagram A post shared by Bergrós Björnsdóttir (@bergrosbjornsdottir)
CrossFit Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Sjá meira