Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. maí 2025 14:09 Jón Þór Dagbjartsson (til hægri) ásamt Hlyni Jónssyni verjanda sínum. Austurfrétt/Gunnar Gunnarsson Jón Þór Dagbjartsson, sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði, segist ekki muna eftir því að hafa ráðist á fyrrverandi sambýliskonu sína með járnkarli í október í fyrra. Hann muni að konan hafi hótað að svipta hann forræði af syni hans og við það „snappað“. Hann hafi aldrei ætlað að bana konunni. Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Þór Dagbjartssyni hófst í Héraðsdómi Austurlands á Egilsstöðum í morgun. Jóni Þór er gefin að sök tilraun til manndráps fyrir að hafa ráðist á fyrrverandi sambýliskonu sína í október árið 2024. Hann er grunaður um að hafa ráðist á konuna með járnkarli. „Já, ég ætla að drepa þig“ Brotaþoli málsins, Hafdís Bára Óskarsdóttir, steig fram og tjáði sig um málið í Kastljósi í desember. Þar greindi hún frá brotum af hálfu mannsins sem hann er ákærður fyrir. Hið fyrra var sunnudagskvöldið 13. október þar sem Jón Þór er ákærður fyrir kynferðislega áreitni og húsbrot með því að hafa farið í heimildarleysi inn á heimili Hafdísar og síðan inn í svefnherbergi hennar þar sem hún var stödd, haldið henni niðri í rúmi hennar, reynt að kyssa hana, káfað á henni og rifið hana úr buxum og nærbuxum. Hafdís hafi náð að ýta honum af sér og koma honum fram á gang í húsinu. Eftir það hafi hann neitað að yfirgefa heimilið þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir Hafdísar um það. Síðara brotið átti sér stað þremur dögum síðar, síðdegis miðvikudaginn 16. október. Þar er honum gefið að sök tilraun til manndráps með því að hafa veist með rúllubaggateini að Hafdísi og notaði til að reyna að stinga hana í kviðinn. Þannig hafi hann ýtt við henni þar til hún féll til jarðar og notað svo teininn til að þrengja að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún hætti að geta andað og meðvitund hennar skertist. Var Hafdís flutt á sjúkrahúsið á Akureyri vegna áverkanna. Í gæsluvarðhaldsúrskurði kom fram að vitni, vinkona Hafdísar, hefði greint sér frá því að Jón Þór hefði sagt, eftir síðari árásina, að hann hefði ætlað að „kála henni“ og átt við Hafdísi. Jón Þór hefur sætt gæsluvarðhaldi undanfarnar vikur og mánuði en hluta þess tíma dvaldi hann á geðdeild Landspítalans vegna áfallastreituröskunar og sjálfsvígshættu. Hafdís Bára lýsti árásunum í fyrrnefndu viðtali við Kastljós. „Hann nær að hrinda mér í gólfið og sest ofan á mig og setur járnkarlinn yfir hálsinn á mér og þrýstir bara,“ sagði Hafdís Bára í viðtalinu. „Ég man að ég segi við hann, þú veist þú ert að drepa mig. Þá sagði hann svo blákalt: Já, ég ætla að drepa þig.“ Lýsti yndislegri kvöldstund Aðalmeðferð í málinu hófst með skýrslutöku yfir Jóni Þór þar sem saksóknari og verjandi spurðu hann út í ákæruefnin. Jón Þór lýsti því að Hafdís hefði beðið hann í aðdraganda 13. október að sinna sonunum því hún þyrfti vegna vinnu sinnar að ferðast til Reykjavíkur. Þau eiga einn son saman en Hafdís á annan úr fyrra sambandi. Ákveðið hafi verið að Jón Þór dveldi á heimili hennar því þar væru öll leikföngin enda hann nýfluttur. Þau hefðu átt yndislega kvöldstund eftir Reykjavíkurferð hennar og stundað kynlíf. Svo hafi hann verið mikið á svæðinu um helgina, þrifið húsið og tekið til hendinni í þvottahúsinu enda kominn tími til því Hafdís verið mjög upptekin. Sunnudaginn 13. október hefði hann komist að því að Hafdís hefði tekið óléttupróf. Hann hefði fundið kvittanir í ruslinu. Honum hafi brugðið og sakað hana um óheiðarleika; þau hefðu samið um að láta hvort annað vita ef þau ætluðu að vera með öðru fólki. Sagðist skapstór en ekki ofbeldismaður Jón Þór sakaði hana um að hafa leikið tveimur skjöldum með sig og annan karlmann í langan tíma eins og hann hefði grunað en Hafdís neitað fyrir. Óléttuprófið hefði verið staðfesting á því enda hefði hann sjálfur farið í ófrjósemisaðgerð. Í rifrildi þeirra á milli hafi Hafdís sakað Jón Þór um nauðgun sem Jón Þór hafi komið á óvart. Hann hefði spurt á móti hvort hún héldi þessu virkilega fram enda þau stundað kynlíf tveimur til þremur dögum fyrr. Hafdís hefði orðið vandræðaleg og hann síðar áttað sig á því að hún var í símtali við Neyðarlínuna. Hún hefði ekki viljað að það kæmi fram að þau hefðu sofið saman. Jón Þór vísaði á bug ásökunum um húsbrot enda hefði hann í marga daga gengið um húsið nema í eitt skipti þegar hún hefði beðið hann um að gera það ekki. Hann hefði verið að sinna sonunum og hundum athugasemdalaust dagana á undan. Karl Ingi Vilbergsson saksóknari spurði Jón Þór út í kynlífið sem þau hefðu stundað og hvort hann væri viss um að upplifun Hafdísar hefði verið eins að því loknu. Jón Þór taldi svo vera og hafnaði með öllu að hún hefði látið það yfir sig ganga til að hlíf drengjum þeirra. Í fyrrnefndu Neyðarlínusamtali sagði Hafdís Jón Þór hafa beytt sig andlegu ofbeldi í mörg ár. Jón Þór hafnaði því með öllu og sagði þvert á móti Hafdísi endurtekið hafa slegið til hans í gegnum árin. Hann hefði aldrei lagt hönd á móti þótt hann væri skapstór og tekið skapofsaköst. Kveðjukoss eða kynferðisleg áreitni? Varðandi ákært áreitnis- og húsbrot um sunnudagskvöldið 13. október sagðist hann hafa bankað á svefnherbergishurðina og Hafdís verið klædd uppi í rúmi. Hann hefði reynt að kyssa Hafdísi á ennið en hún sparkað honum fram úr, gólað og gargað. Um hefði verið að ræða kveðjukoss en þau hefðu jafnan kysst á kinnina eða ennið og faðmast því hlýtt hefði verið á milli þeirra. Hann hefði tjáð henni að hann ætlaði að flytja. Sjálfur taldi hann líklegast að hún hefði verið svona æst vegna þess að hún hefði verið staðin að lygi varðandi að halda við annan karlmann. Jón Þór hafnaði með öllu að hafa káfað á Hafdísi við þetta tilefni, rifið úr buxunum eða nokkuð slíkt. Hann hefði einfaldlega yfirgefið heimilið. Í framhaldinu hafi hann verið færður í skýrslutöku á lögreglustöð. Þar hafi að lokinni skýrslutöku mætt fulltrúi frá félagsþjónustunni sem hafi tjáð honum að þær Hafdís hafi tekið ákvörðun í sameiningu að engin samskipti ættu að fara fram milli þeirra nema í gegnum fulltrúa sýslumanns. Jón Þór sagðist við þetta hafa orðið mjög reiður enda í því falist að hann gæti ekki haft samskipti við syni sína. Hann hefði þó farið heim með það að markmiði að hafa engin samskipti við Hafdísi eða ónáða hana. „Sjáðu hvert þetta hefur leitt okkur, þetta rugl“ Jón Þór var svo spurður út í ákæruliðinn sem snýr að tilraun til manndráps miðvikudaginn 16. október. Þá hafi hann séð Hafdísi koma heim og byrja að henda tekjum hans út úr skemmu við hús hennar beint út í drullusvað. Hann hafi ekið að bænum og beðið hana að hætta. Hún hafi sagt honum að hann ætti að vera löngu búinn að sækja dótið, kallað hann illum nöfnum og slegið á brjóstkassa hans. Hann hafi gengið út og sagst ekki taka þátt í þessu lengur. Hún hafi þá öskrað á hann að hann fengi aldrei að sjá barnið sitt aftur og maðurinn, sem hann telji hana hafa haldið við, myndi ganga syni hans í föðurstað. Eftir það muni hann ekki hvað hafi gerst fyrr en átti sig á því að hann situr ofan á henni með járnkarl á hálsi hennar, hún grátandi og hann líka. Hann hafi hent járnkarlinum og minnir að hann hafi sagt: „Sjáðu hvert þetta hefur leitt okkur, þetta rugl.“ Bar við minnisleysi Karl Ingi saksóknari spurði Jón Þór endurtekið út í járnteininn, hvort hann myndi eftir að hafa náð í hann og hvort hann minntist þess að hafa reynt að stinga Hafdísi. Jón Þór bar við minnisleysi og atburðurinn væri honum mjög óljós. Hann sagðist fá þokukennda mynd í höfuð sér svipað og minningar hans um dvölina á vistheimilinu á Hjalteyri á sínum tíma. Þar hefði hann verið beittur kynferðislegu ofbeldi og minningar þaðan heltust reglulega óljóst yfir hann. Rifjuð voru upp orð Hafdísar um að hann hefði sagst ætla að drepa hana. Jón Þór sagðist ekki geta varið sig varðandi þessa ásökun. „Þú getur sagt hvað sem er, því miður. Ég man ekki hvað gerist frá því hún ætlar að taka son minn frá mér.“ Þá sagðist hann ekki muna eftir að hafa sagt vinkonu Hafdísar að hann hefði ætlað að kála Hafdísi. Þá gæti hann heldur ekki útskýrt af hverju hann lét af háttsemi sinni umræddan dag. Jón Þór ræddi heilsu sína frá því hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. október. Hann hefði dvalið á Hólmsheiði en vistaður á geðdeild um tíma að ráði sálfræðinga. Honum hafi fundust að búið væri að taka allt frá honum og ekkert væri til að lifa fyrir. Hann hefði í framhaldinu dvalið í fangelsinu á Litla-Hrauni þar sem honum hefði liðið mun betur, sé vel liðinn af fangavörðum og aðstoði mann með Alzheimer með það sem þurfi. Í útistöðum við karlmann á hækju Jón Þór er einnig ákærður fyrir líkamsárás gegn karlmanni með hækju í nóvember 2023, að hafa slegið hann ítrekað í andlit og líkama með áldós og sparkað í búk hans. Karlmaðurinn hefði ýtt við honum með hækju sinni en sjálfur hafi hann næstum dottið haldandi á stórri og mikilli borvél. Þetta hafi verið samskipti við minni máttar, þvoglumæltan karlmann sem hafi verið bæði lyfjaður og á hækjum. Þeir hefðu átt í viðskiptum og ekki verið sáttir. Hann hefði ýtt við hækjunni og maðurinn látið sig detta. Svo hefði hann ekki þegið aðstoð hans að komast aftur á fætur. Aðspurður um áverka, sár innan á vör, mar á andliti, mar á brjóstkassa og fleira sagðist Jón Þór manninn ekki hafa fengið þá áverka í þeirra samskiptum. Þá er Jón Þór einnig ákærður fyrir vopnalagabrot en fjórtán skotvopn fundust við húsleit lögreglu án gilds leyfis. Þau hafi ekki verið geymd í læstum hirslum. Jón Þór sagði mörg þeirra ekki hafa verið virk og öll skotfæri hafi verið læst inni í skotfæraskáp. Hann hafi verið með byssuleyfi í þrjátíu ár og lögreglumenn sótt hann heim í kaffi eða til að spila á spil vitandi af vopnum í húsinu. Lýsti áralöngu heimilisofbeldi Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, var sambýliskona Jóns Þórs um árabil. Hún nýtti pontu Alþingis til að segja frá áralöngu heimilisofbeldi sem hún segist hafa sætt af hendi Jóns Þórs. „Frú forseti, fyrsta höggið, fyrsta sjokkið, lausar tennur þegar hann keyrir höfuð hennar fullum þunga ofan í jörðina á meðan tjaldstæðagestir horfa á en gera ekkert. Löggan sem sagði: Kæra hann? Já, já. Viltu ekki bara sofa á þessu í nótt og koma aftur á morgun? Hún vaknar reglulega með hann ofan á sér, brýtur öll mörk,“ sagði Ágústa á Alþingi þann 25. mars síðastliðinn. Ágústa hélt frásögn sinni áfram og sagðist meðal annars ávallt hafa sofið á varðbergi, af því að hann hafi alltaf brjálast þegar börnin skriðu upp í. „Öskur, læti og ásakanir út af öllum mögulegum hlutum, þangað til að hún er orðin svo þreytt að verður bara einfaldara að halda friðinn. Að spila leikinn, láta undan. Hvert á hún annars að fara? Vera meðvirk, verja hann í von um að hann muni einhvern tímann efna loforðin. Niðurlæging, lygar, niðurbrot. „Drullaðu þér frá andlitinu á mér áður en ég kúgast, ég kúgast ef ég horfi á þig.“ Svo læst hann kúgast.“ Ágústa sagðist ætla að mæta í dómsal ásamt fleirum til að sýna Hafdísi Báru stuðning á meðan hún bæri vitni í dag. Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn ungum stelpum Jón Þór var árið 2011 dæmdur í tveggja og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir að misnota tvær unglingsstúlkur á meðferðarheimilinu Árbót í Aðaldal þar sem hann vann á sínum tíma. Stúlkurnar tvær voru sextán ára gamlar. Þriðja stúlkan sakaði Jón Þór um kynferðisofbeldi en því máli var vísað frá. Ágústa hélt uppi opinberum vörnum fyrir hönd eiginmann sinn á þeim tíma. Skrifaði pistla og sakaði íslenska dómskerfið um spillingu. „Hvenær ætla menn og konur að fara sýna dug og hugrekki til að takast á við þessi mál og horfast í augu við staðreyndir? Erum við virkilega orðin það langt leidd í feminismanum, að konur eigi að komast upp með allt eingöngu af því þær eru konur? Hvað á að rústa mörgum mannslífum í viðbót þar til eitthvað verður gert? Hver verður næstur? Þú? Sonur þinn? Maðurinn þinn?“ sagði Ágústa í pistli á 640.is. Fjórtán árum síðar er Ágústa enn hugsi yfir dómskerfinu og aðallega yfir væntanlegum dómi yfir Jóni Þór. Hve langan dóm hann fái, hve lengi hann gangi laus áður en hann hefur afplánun og hve lengi hann muni í raun og veru þurfa að sitja inni þegar uppi verður staðið. Dómskerfið í dag sé nánast eins og umbunarkerfi fyrir glæpamenn. Fjallað verður um skýrslutöku yfir brotaþola að henni lokinni. Ofbeldi á Vopnafirði Vopnafjörður Dómsmál Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Þór Dagbjartssyni hófst í Héraðsdómi Austurlands á Egilsstöðum í morgun. Jóni Þór er gefin að sök tilraun til manndráps fyrir að hafa ráðist á fyrrverandi sambýliskonu sína í október árið 2024. Hann er grunaður um að hafa ráðist á konuna með járnkarli. „Já, ég ætla að drepa þig“ Brotaþoli málsins, Hafdís Bára Óskarsdóttir, steig fram og tjáði sig um málið í Kastljósi í desember. Þar greindi hún frá brotum af hálfu mannsins sem hann er ákærður fyrir. Hið fyrra var sunnudagskvöldið 13. október þar sem Jón Þór er ákærður fyrir kynferðislega áreitni og húsbrot með því að hafa farið í heimildarleysi inn á heimili Hafdísar og síðan inn í svefnherbergi hennar þar sem hún var stödd, haldið henni niðri í rúmi hennar, reynt að kyssa hana, káfað á henni og rifið hana úr buxum og nærbuxum. Hafdís hafi náð að ýta honum af sér og koma honum fram á gang í húsinu. Eftir það hafi hann neitað að yfirgefa heimilið þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir Hafdísar um það. Síðara brotið átti sér stað þremur dögum síðar, síðdegis miðvikudaginn 16. október. Þar er honum gefið að sök tilraun til manndráps með því að hafa veist með rúllubaggateini að Hafdísi og notaði til að reyna að stinga hana í kviðinn. Þannig hafi hann ýtt við henni þar til hún féll til jarðar og notað svo teininn til að þrengja að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún hætti að geta andað og meðvitund hennar skertist. Var Hafdís flutt á sjúkrahúsið á Akureyri vegna áverkanna. Í gæsluvarðhaldsúrskurði kom fram að vitni, vinkona Hafdísar, hefði greint sér frá því að Jón Þór hefði sagt, eftir síðari árásina, að hann hefði ætlað að „kála henni“ og átt við Hafdísi. Jón Þór hefur sætt gæsluvarðhaldi undanfarnar vikur og mánuði en hluta þess tíma dvaldi hann á geðdeild Landspítalans vegna áfallastreituröskunar og sjálfsvígshættu. Hafdís Bára lýsti árásunum í fyrrnefndu viðtali við Kastljós. „Hann nær að hrinda mér í gólfið og sest ofan á mig og setur járnkarlinn yfir hálsinn á mér og þrýstir bara,“ sagði Hafdís Bára í viðtalinu. „Ég man að ég segi við hann, þú veist þú ert að drepa mig. Þá sagði hann svo blákalt: Já, ég ætla að drepa þig.“ Lýsti yndislegri kvöldstund Aðalmeðferð í málinu hófst með skýrslutöku yfir Jóni Þór þar sem saksóknari og verjandi spurðu hann út í ákæruefnin. Jón Þór lýsti því að Hafdís hefði beðið hann í aðdraganda 13. október að sinna sonunum því hún þyrfti vegna vinnu sinnar að ferðast til Reykjavíkur. Þau eiga einn son saman en Hafdís á annan úr fyrra sambandi. Ákveðið hafi verið að Jón Þór dveldi á heimili hennar því þar væru öll leikföngin enda hann nýfluttur. Þau hefðu átt yndislega kvöldstund eftir Reykjavíkurferð hennar og stundað kynlíf. Svo hafi hann verið mikið á svæðinu um helgina, þrifið húsið og tekið til hendinni í þvottahúsinu enda kominn tími til því Hafdís verið mjög upptekin. Sunnudaginn 13. október hefði hann komist að því að Hafdís hefði tekið óléttupróf. Hann hefði fundið kvittanir í ruslinu. Honum hafi brugðið og sakað hana um óheiðarleika; þau hefðu samið um að láta hvort annað vita ef þau ætluðu að vera með öðru fólki. Sagðist skapstór en ekki ofbeldismaður Jón Þór sakaði hana um að hafa leikið tveimur skjöldum með sig og annan karlmann í langan tíma eins og hann hefði grunað en Hafdís neitað fyrir. Óléttuprófið hefði verið staðfesting á því enda hefði hann sjálfur farið í ófrjósemisaðgerð. Í rifrildi þeirra á milli hafi Hafdís sakað Jón Þór um nauðgun sem Jón Þór hafi komið á óvart. Hann hefði spurt á móti hvort hún héldi þessu virkilega fram enda þau stundað kynlíf tveimur til þremur dögum fyrr. Hafdís hefði orðið vandræðaleg og hann síðar áttað sig á því að hún var í símtali við Neyðarlínuna. Hún hefði ekki viljað að það kæmi fram að þau hefðu sofið saman. Jón Þór vísaði á bug ásökunum um húsbrot enda hefði hann í marga daga gengið um húsið nema í eitt skipti þegar hún hefði beðið hann um að gera það ekki. Hann hefði verið að sinna sonunum og hundum athugasemdalaust dagana á undan. Karl Ingi Vilbergsson saksóknari spurði Jón Þór út í kynlífið sem þau hefðu stundað og hvort hann væri viss um að upplifun Hafdísar hefði verið eins að því loknu. Jón Þór taldi svo vera og hafnaði með öllu að hún hefði látið það yfir sig ganga til að hlíf drengjum þeirra. Í fyrrnefndu Neyðarlínusamtali sagði Hafdís Jón Þór hafa beytt sig andlegu ofbeldi í mörg ár. Jón Þór hafnaði því með öllu og sagði þvert á móti Hafdísi endurtekið hafa slegið til hans í gegnum árin. Hann hefði aldrei lagt hönd á móti þótt hann væri skapstór og tekið skapofsaköst. Kveðjukoss eða kynferðisleg áreitni? Varðandi ákært áreitnis- og húsbrot um sunnudagskvöldið 13. október sagðist hann hafa bankað á svefnherbergishurðina og Hafdís verið klædd uppi í rúmi. Hann hefði reynt að kyssa Hafdísi á ennið en hún sparkað honum fram úr, gólað og gargað. Um hefði verið að ræða kveðjukoss en þau hefðu jafnan kysst á kinnina eða ennið og faðmast því hlýtt hefði verið á milli þeirra. Hann hefði tjáð henni að hann ætlaði að flytja. Sjálfur taldi hann líklegast að hún hefði verið svona æst vegna þess að hún hefði verið staðin að lygi varðandi að halda við annan karlmann. Jón Þór hafnaði með öllu að hafa káfað á Hafdísi við þetta tilefni, rifið úr buxunum eða nokkuð slíkt. Hann hefði einfaldlega yfirgefið heimilið. Í framhaldinu hafi hann verið færður í skýrslutöku á lögreglustöð. Þar hafi að lokinni skýrslutöku mætt fulltrúi frá félagsþjónustunni sem hafi tjáð honum að þær Hafdís hafi tekið ákvörðun í sameiningu að engin samskipti ættu að fara fram milli þeirra nema í gegnum fulltrúa sýslumanns. Jón Þór sagðist við þetta hafa orðið mjög reiður enda í því falist að hann gæti ekki haft samskipti við syni sína. Hann hefði þó farið heim með það að markmiði að hafa engin samskipti við Hafdísi eða ónáða hana. „Sjáðu hvert þetta hefur leitt okkur, þetta rugl“ Jón Þór var svo spurður út í ákæruliðinn sem snýr að tilraun til manndráps miðvikudaginn 16. október. Þá hafi hann séð Hafdísi koma heim og byrja að henda tekjum hans út úr skemmu við hús hennar beint út í drullusvað. Hann hafi ekið að bænum og beðið hana að hætta. Hún hafi sagt honum að hann ætti að vera löngu búinn að sækja dótið, kallað hann illum nöfnum og slegið á brjóstkassa hans. Hann hafi gengið út og sagst ekki taka þátt í þessu lengur. Hún hafi þá öskrað á hann að hann fengi aldrei að sjá barnið sitt aftur og maðurinn, sem hann telji hana hafa haldið við, myndi ganga syni hans í föðurstað. Eftir það muni hann ekki hvað hafi gerst fyrr en átti sig á því að hann situr ofan á henni með járnkarl á hálsi hennar, hún grátandi og hann líka. Hann hafi hent járnkarlinum og minnir að hann hafi sagt: „Sjáðu hvert þetta hefur leitt okkur, þetta rugl.“ Bar við minnisleysi Karl Ingi saksóknari spurði Jón Þór endurtekið út í járnteininn, hvort hann myndi eftir að hafa náð í hann og hvort hann minntist þess að hafa reynt að stinga Hafdísi. Jón Þór bar við minnisleysi og atburðurinn væri honum mjög óljós. Hann sagðist fá þokukennda mynd í höfuð sér svipað og minningar hans um dvölina á vistheimilinu á Hjalteyri á sínum tíma. Þar hefði hann verið beittur kynferðislegu ofbeldi og minningar þaðan heltust reglulega óljóst yfir hann. Rifjuð voru upp orð Hafdísar um að hann hefði sagst ætla að drepa hana. Jón Þór sagðist ekki geta varið sig varðandi þessa ásökun. „Þú getur sagt hvað sem er, því miður. Ég man ekki hvað gerist frá því hún ætlar að taka son minn frá mér.“ Þá sagðist hann ekki muna eftir að hafa sagt vinkonu Hafdísar að hann hefði ætlað að kála Hafdísi. Þá gæti hann heldur ekki útskýrt af hverju hann lét af háttsemi sinni umræddan dag. Jón Þór ræddi heilsu sína frá því hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. október. Hann hefði dvalið á Hólmsheiði en vistaður á geðdeild um tíma að ráði sálfræðinga. Honum hafi fundust að búið væri að taka allt frá honum og ekkert væri til að lifa fyrir. Hann hefði í framhaldinu dvalið í fangelsinu á Litla-Hrauni þar sem honum hefði liðið mun betur, sé vel liðinn af fangavörðum og aðstoði mann með Alzheimer með það sem þurfi. Í útistöðum við karlmann á hækju Jón Þór er einnig ákærður fyrir líkamsárás gegn karlmanni með hækju í nóvember 2023, að hafa slegið hann ítrekað í andlit og líkama með áldós og sparkað í búk hans. Karlmaðurinn hefði ýtt við honum með hækju sinni en sjálfur hafi hann næstum dottið haldandi á stórri og mikilli borvél. Þetta hafi verið samskipti við minni máttar, þvoglumæltan karlmann sem hafi verið bæði lyfjaður og á hækjum. Þeir hefðu átt í viðskiptum og ekki verið sáttir. Hann hefði ýtt við hækjunni og maðurinn látið sig detta. Svo hefði hann ekki þegið aðstoð hans að komast aftur á fætur. Aðspurður um áverka, sár innan á vör, mar á andliti, mar á brjóstkassa og fleira sagðist Jón Þór manninn ekki hafa fengið þá áverka í þeirra samskiptum. Þá er Jón Þór einnig ákærður fyrir vopnalagabrot en fjórtán skotvopn fundust við húsleit lögreglu án gilds leyfis. Þau hafi ekki verið geymd í læstum hirslum. Jón Þór sagði mörg þeirra ekki hafa verið virk og öll skotfæri hafi verið læst inni í skotfæraskáp. Hann hafi verið með byssuleyfi í þrjátíu ár og lögreglumenn sótt hann heim í kaffi eða til að spila á spil vitandi af vopnum í húsinu. Lýsti áralöngu heimilisofbeldi Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, var sambýliskona Jóns Þórs um árabil. Hún nýtti pontu Alþingis til að segja frá áralöngu heimilisofbeldi sem hún segist hafa sætt af hendi Jóns Þórs. „Frú forseti, fyrsta höggið, fyrsta sjokkið, lausar tennur þegar hann keyrir höfuð hennar fullum þunga ofan í jörðina á meðan tjaldstæðagestir horfa á en gera ekkert. Löggan sem sagði: Kæra hann? Já, já. Viltu ekki bara sofa á þessu í nótt og koma aftur á morgun? Hún vaknar reglulega með hann ofan á sér, brýtur öll mörk,“ sagði Ágústa á Alþingi þann 25. mars síðastliðinn. Ágústa hélt frásögn sinni áfram og sagðist meðal annars ávallt hafa sofið á varðbergi, af því að hann hafi alltaf brjálast þegar börnin skriðu upp í. „Öskur, læti og ásakanir út af öllum mögulegum hlutum, þangað til að hún er orðin svo þreytt að verður bara einfaldara að halda friðinn. Að spila leikinn, láta undan. Hvert á hún annars að fara? Vera meðvirk, verja hann í von um að hann muni einhvern tímann efna loforðin. Niðurlæging, lygar, niðurbrot. „Drullaðu þér frá andlitinu á mér áður en ég kúgast, ég kúgast ef ég horfi á þig.“ Svo læst hann kúgast.“ Ágústa sagðist ætla að mæta í dómsal ásamt fleirum til að sýna Hafdísi Báru stuðning á meðan hún bæri vitni í dag. Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn ungum stelpum Jón Þór var árið 2011 dæmdur í tveggja og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir að misnota tvær unglingsstúlkur á meðferðarheimilinu Árbót í Aðaldal þar sem hann vann á sínum tíma. Stúlkurnar tvær voru sextán ára gamlar. Þriðja stúlkan sakaði Jón Þór um kynferðisofbeldi en því máli var vísað frá. Ágústa hélt uppi opinberum vörnum fyrir hönd eiginmann sinn á þeim tíma. Skrifaði pistla og sakaði íslenska dómskerfið um spillingu. „Hvenær ætla menn og konur að fara sýna dug og hugrekki til að takast á við þessi mál og horfast í augu við staðreyndir? Erum við virkilega orðin það langt leidd í feminismanum, að konur eigi að komast upp með allt eingöngu af því þær eru konur? Hvað á að rústa mörgum mannslífum í viðbót þar til eitthvað verður gert? Hver verður næstur? Þú? Sonur þinn? Maðurinn þinn?“ sagði Ágústa í pistli á 640.is. Fjórtán árum síðar er Ágústa enn hugsi yfir dómskerfinu og aðallega yfir væntanlegum dómi yfir Jóni Þór. Hve langan dóm hann fái, hve lengi hann gangi laus áður en hann hefur afplánun og hve lengi hann muni í raun og veru þurfa að sitja inni þegar uppi verður staðið. Dómskerfið í dag sé nánast eins og umbunarkerfi fyrir glæpamenn. Fjallað verður um skýrslutöku yfir brotaþola að henni lokinni.
Ofbeldi á Vopnafirði Vopnafjörður Dómsmál Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira