Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2025 11:54 Nigel Farage og Umbótaflokkur hans vann stórsigur í sveitarstjórnarkosningum í vikunni og mælist með tæp 30 prósent í könnunum á landsvísu. Aðeins um fjórðungur kjósenda vill flokkinn þó í ríkisstjórn. Vísir/EPA Engin möguleg samsteypustjórn nýtur meirihlutastuðnings á meðal breskra kjósenda samkvæmt skoðanakönnun. Þrátt fyrir að Umbótaflokkur Nigels Farage fari með himinskautum í könnunum eru fáir sem vilja sjá flokkinn í ríkisstjórn. Umbótaflokkurinn vann stórsigur í sveitarstjórnarkosningum á Bretlandi í vikunni þar sem stóru flokkarnir tveir, Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn, guldu afhroð. Flokkur Farage, sem var einn helsti hvatamaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, er hægri þjóðernispopúlistaflokkur sem leggur áherslu á harðari innflytjendastefnu og afneitar loftslagsvandanum. Úrslitin voru í samræmi við niðurstöður skoðanakannana sem hafa sýnt Umbótaflokkinn með mest fylgi bresku flokkanna. Ríkisstjórn Verkamannaflokksins nýtur stuðnings innan við fimmtungs kjósenda um þessar mundir og Íhaldsflokkurinn hefur ekki borið barr sitt eftir að hann var gjörsigraður í síðustu þingkosningum. Verkamannaflokkurinn vann meirihluta með þriðjung atkvæða í kosningunum í fyrra. Nú stefnir hins vegar í að atkvæðin dreifist á fleiri flokka og líkur eru þannig á að enginn flokkur næði meirihluta á þingi. Þá þyrfti að mynda samsteypustjórn en þær eru fátíðar á Bretlandi í seinni tíð. Eina skiptið sem það hefur gerst eftir seinna stríð var samsteypustjórn Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata sem var mynduð eftir kosningarnar 2010. Rétt um fjórðungur vill Umbótaflokkinn í stjórn Ekki virðist hlaupið að því að mynda samsteypustjórn eins og staðan er núna. Enginn kostur nýtur stuðnings meirihluta í skoðanakönnun fyrirtækisins Yougov sem var birt í dag. Flestum hugnast einhvers konar samsteypustjórn Verkamannaflokksins við ýmist Frjálslynda demókrata og/eða Græningja, 37-38 prósent. Hátt í helmingi hugnast slíkt stjórnarmynstur hins vegar ekki. Þrátt fyrir velgengni Umbótaflokksins í könnunum og sveitarstjórnarkosningunum eru ekki margir sem vilja sjá þá í samsteypustjórn. Meirihlutasamstarf Umbótaflokks og Íhaldsflokks nýtur stuðnings 27 prósent svarenda í könnuninni en tæp sextíu prósent segjast ekki vilja sjá hana. Which potential coalitions have the most support from Britons? Lab-LD: 38% support Lab-LD-Grn: 38% Lab-Grn: 37% Con-Ref: 27% Con-LD: 23% Con-Grn: 20% Lab-SNP: 20% Con-Lab: 15% LD-Ref: 15% Lab-Ref: 10% yougov.co.uk/politics/art...[image or embed]— YouGov (@yougov.co.uk) May 8, 2025 at 10:34 AM Mest andstaða er við samsteypustjórn Umbótaflokksins og Verkamannaflokksins, 74 prósent. Litlu færri vilja ekki með nokkru móti sjá Verkamannaflokkinn og Íhaldsflokkinn fara saman í eina sæng. Þá er ekki eftirspurn eftir samstarfi Frjálslyndra demókrata og Umbótaflokksins. Þegar spurt var um afstöðu svarenda til stjórnarsetu einstakra flokka sögðust 26 prósent vilja sjá annað hvort Verkamannaflokkinn eða Umbótaflokkinn í ríkisstjórn. Rétt rúmur fimmtungur vildi Frjálslynda demókrata í stjórn og fimmtungur Íhaldsflokkinn. Vilja eins flokks stjórn Lítill áhugi er á samsteypustjórn almennt samkvæmt niðurstöðunum könnunarinnar og minnstur á meðal kjósenda þeirra þriggja flokka sem mælast stærstir. Aðeins rétt rúmur fjórðungur svarenda vill samsteypustjórn tveggja eða fleiri flokka. Kjósendum Umbótaflokksins hugnast best samstarf við Íhaldsflokkinn sem Farage segist hafa leyst af hólmi sem helsta stjórnarandstöðuflokk landsins, alls 66 prósent. Rúmur þriðjungur getur þó hugsað sér samstarf við Verkamannaflokkinn. Íhaldsmenn vilja flestir vinna með annað hvort Umbótaflokknum eða Frjálslyndum demókrötum, 55 prósent styðja hvorn kost um sig. Um og yfir áttatíu prósent kjósenda Verkamannaflokksins eru til í samstarf við hina tvo flokkana á vinstri vængnum og miðjunni. Áhuginn á samstarfi til hægri er afar takmarkaður. Fimmtungur gæti séð fyrir sér samstarf við Íhaldsflokkinn en aðeins þrettán prósent við Umbótaflokkinn. Áhugi frjálslyndra demókrata við Farage er afar takmarkaður, um tíu prósent kjósenda flokksins eru til í það ríkisstjórnarsamstarf. Bretland Kosningar í Bretlandi Skoðanakannanir Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Sjá meira
Umbótaflokkurinn vann stórsigur í sveitarstjórnarkosningum á Bretlandi í vikunni þar sem stóru flokkarnir tveir, Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn, guldu afhroð. Flokkur Farage, sem var einn helsti hvatamaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, er hægri þjóðernispopúlistaflokkur sem leggur áherslu á harðari innflytjendastefnu og afneitar loftslagsvandanum. Úrslitin voru í samræmi við niðurstöður skoðanakannana sem hafa sýnt Umbótaflokkinn með mest fylgi bresku flokkanna. Ríkisstjórn Verkamannaflokksins nýtur stuðnings innan við fimmtungs kjósenda um þessar mundir og Íhaldsflokkurinn hefur ekki borið barr sitt eftir að hann var gjörsigraður í síðustu þingkosningum. Verkamannaflokkurinn vann meirihluta með þriðjung atkvæða í kosningunum í fyrra. Nú stefnir hins vegar í að atkvæðin dreifist á fleiri flokka og líkur eru þannig á að enginn flokkur næði meirihluta á þingi. Þá þyrfti að mynda samsteypustjórn en þær eru fátíðar á Bretlandi í seinni tíð. Eina skiptið sem það hefur gerst eftir seinna stríð var samsteypustjórn Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata sem var mynduð eftir kosningarnar 2010. Rétt um fjórðungur vill Umbótaflokkinn í stjórn Ekki virðist hlaupið að því að mynda samsteypustjórn eins og staðan er núna. Enginn kostur nýtur stuðnings meirihluta í skoðanakönnun fyrirtækisins Yougov sem var birt í dag. Flestum hugnast einhvers konar samsteypustjórn Verkamannaflokksins við ýmist Frjálslynda demókrata og/eða Græningja, 37-38 prósent. Hátt í helmingi hugnast slíkt stjórnarmynstur hins vegar ekki. Þrátt fyrir velgengni Umbótaflokksins í könnunum og sveitarstjórnarkosningunum eru ekki margir sem vilja sjá þá í samsteypustjórn. Meirihlutasamstarf Umbótaflokks og Íhaldsflokks nýtur stuðnings 27 prósent svarenda í könnuninni en tæp sextíu prósent segjast ekki vilja sjá hana. Which potential coalitions have the most support from Britons? Lab-LD: 38% support Lab-LD-Grn: 38% Lab-Grn: 37% Con-Ref: 27% Con-LD: 23% Con-Grn: 20% Lab-SNP: 20% Con-Lab: 15% LD-Ref: 15% Lab-Ref: 10% yougov.co.uk/politics/art...[image or embed]— YouGov (@yougov.co.uk) May 8, 2025 at 10:34 AM Mest andstaða er við samsteypustjórn Umbótaflokksins og Verkamannaflokksins, 74 prósent. Litlu færri vilja ekki með nokkru móti sjá Verkamannaflokkinn og Íhaldsflokkinn fara saman í eina sæng. Þá er ekki eftirspurn eftir samstarfi Frjálslyndra demókrata og Umbótaflokksins. Þegar spurt var um afstöðu svarenda til stjórnarsetu einstakra flokka sögðust 26 prósent vilja sjá annað hvort Verkamannaflokkinn eða Umbótaflokkinn í ríkisstjórn. Rétt rúmur fimmtungur vildi Frjálslynda demókrata í stjórn og fimmtungur Íhaldsflokkinn. Vilja eins flokks stjórn Lítill áhugi er á samsteypustjórn almennt samkvæmt niðurstöðunum könnunarinnar og minnstur á meðal kjósenda þeirra þriggja flokka sem mælast stærstir. Aðeins rétt rúmur fjórðungur svarenda vill samsteypustjórn tveggja eða fleiri flokka. Kjósendum Umbótaflokksins hugnast best samstarf við Íhaldsflokkinn sem Farage segist hafa leyst af hólmi sem helsta stjórnarandstöðuflokk landsins, alls 66 prósent. Rúmur þriðjungur getur þó hugsað sér samstarf við Verkamannaflokkinn. Íhaldsmenn vilja flestir vinna með annað hvort Umbótaflokknum eða Frjálslyndum demókrötum, 55 prósent styðja hvorn kost um sig. Um og yfir áttatíu prósent kjósenda Verkamannaflokksins eru til í samstarf við hina tvo flokkana á vinstri vængnum og miðjunni. Áhuginn á samstarfi til hægri er afar takmarkaður. Fimmtungur gæti séð fyrir sér samstarf við Íhaldsflokkinn en aðeins þrettán prósent við Umbótaflokkinn. Áhugi frjálslyndra demókrata við Farage er afar takmarkaður, um tíu prósent kjósenda flokksins eru til í það ríkisstjórnarsamstarf.
Bretland Kosningar í Bretlandi Skoðanakannanir Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Sjá meira