Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2025 16:30 Eins og sjá má var verið að sprengja helling af flugeldum við hótel Tottenham í nótt. Eflaust pirrandi fyrir Dejan Kulusevski og félaga. Samsett/Twitter/Getty Óprúttnir stuðningsmenn norska liðsins Bodö/Glimt reyndu að færa sínu liði aðstoð með því að halda vöku fyrir leikmönnum Tottenham á hóteli þeirra í Noregi í nótt, með því að sprengja flugelda. Það var klukkan 2:27 í nótt sem að lögreglan í Bodö fékk tilkynningu um að verið væri að sprengja flugelda við hótel Tottenham-liðsins, Scandic Havet. „Flugeldasýninguna“ má sjá hér að neðan en Bodö Ultras, stuðningsmannahópur Bodö/Glimt, birti myndskeið á samfélagsmiðlum og taggaði Tottenham í færslunni. 😴😴😴 @SpursOfficial 02:37 pic.twitter.com/RGFu1QOq6G— Ultras Bodø (@ultrasbodo) May 8, 2025 „Sökudólgarnir sáust hlaupa af vettvangi. Þegar lögreglan kom á staðinn fundust nokkrar flugeldatertur,“ sagði fulltrúi lögreglunnar, May Wenche Hansen, við NRK. Ekki var búið að kveikja í öllum tertunum og gerði lögreglan þær upptækar. Seinni leikur Bodö/Glimt og Tottenham, í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta, hefst klukkan 19 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma er seinni leikur Manchester United og Athletic Bilbao á Vodafone Sport. Tottenham vann Bodö/Glimt 3-1 í Lundúnum, þar sem Ulrik Saltnes minnkaði muninn á 83. mínútu eftir mörk frá Brennan Johnson, James Maddison og Dominic Solanke. Einvígið er því enn opið og stuðningsmenn Bodö/Glimt meðvitaðir um möguleikana á að komast í sjálfan úrslitaleik keppninnar, því á gervigrasinu í Bodö hafa Lazio, Olympiacos, Twente og fleiri lið þurft að sætta sig við tap í vetur. Það gæti hjálpað ef leikmenn Tottenham fengu minni svefn en ella vegna flugeldanna í nótt. Stuðningsmenn Bodö hafa notað sömu aðferðir áður því þeir sprengdu líka flugelda til að vekja leikmenn Ajax í febrúar i fyrra. Ajax hafði þó betur í því einvígi, eftir framlengdan leik. Evrópudeild UEFA Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Það var klukkan 2:27 í nótt sem að lögreglan í Bodö fékk tilkynningu um að verið væri að sprengja flugelda við hótel Tottenham-liðsins, Scandic Havet. „Flugeldasýninguna“ má sjá hér að neðan en Bodö Ultras, stuðningsmannahópur Bodö/Glimt, birti myndskeið á samfélagsmiðlum og taggaði Tottenham í færslunni. 😴😴😴 @SpursOfficial 02:37 pic.twitter.com/RGFu1QOq6G— Ultras Bodø (@ultrasbodo) May 8, 2025 „Sökudólgarnir sáust hlaupa af vettvangi. Þegar lögreglan kom á staðinn fundust nokkrar flugeldatertur,“ sagði fulltrúi lögreglunnar, May Wenche Hansen, við NRK. Ekki var búið að kveikja í öllum tertunum og gerði lögreglan þær upptækar. Seinni leikur Bodö/Glimt og Tottenham, í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta, hefst klukkan 19 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma er seinni leikur Manchester United og Athletic Bilbao á Vodafone Sport. Tottenham vann Bodö/Glimt 3-1 í Lundúnum, þar sem Ulrik Saltnes minnkaði muninn á 83. mínútu eftir mörk frá Brennan Johnson, James Maddison og Dominic Solanke. Einvígið er því enn opið og stuðningsmenn Bodö/Glimt meðvitaðir um möguleikana á að komast í sjálfan úrslitaleik keppninnar, því á gervigrasinu í Bodö hafa Lazio, Olympiacos, Twente og fleiri lið þurft að sætta sig við tap í vetur. Það gæti hjálpað ef leikmenn Tottenham fengu minni svefn en ella vegna flugeldanna í nótt. Stuðningsmenn Bodö hafa notað sömu aðferðir áður því þeir sprengdu líka flugelda til að vekja leikmenn Ajax í febrúar i fyrra. Ajax hafði þó betur í því einvígi, eftir framlengdan leik.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira