„Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. maí 2025 23:34 Sigurbjörn Árni Arnbjörnsson, t.h., sakar Þorvald Lúðvík Sigurjónsson, t.v., um hræsni í málflutningi hans um ábyrgð sérstaks saksóknar í gagnaþjófnaði frá embættinu. Vísir/Niceair/Vilhelm Sigurbjörn Árni Arngrímsson sakar Þorvald Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Niceair, um hræsni í málflutningi hans um ábyrgð sérstaks saksóknara vegna gagnaþjófnaðar frá embættinu. Þorvaldur kalli eftir ábyrgð stjórnenda en hafi sjálfur ekki axlað ábyrgð þegar flugfélag hans fór í þrot. RÚV greindi frá því í Kastljósi í gær að gögn úr símahlerunum í tengslum við rannsóknir sérstaks saksóknara voru í höndum eigenda fyrirtækis fyrrverandi lögreglumanna. Gögn sem aldrei hafi átt að fara í dreifingu. Fyrirtækið, PPP, reyndi að selja þjónustu sína á grundvelli „þekkingar á afbrotaheiminum“. Eftir þáttinn skrifaði Þorvaldur, sem er fyrrverandi bankamaður og var til rannsóknar hjá embættinu eftir hrun, færslu þar sem hann sagðist vera að íhuga réttarstöðu sína. „Þegar skip fer niður og sekkur þá er það vanalega skipstjórinn sem ber efstu ábyrgð og það hlýtur að vera Ólafur Hauksson og þeir sem stýrðu þeim hlustunum sem voru framkvæmdar á þessu árabili þarna eftir hrun,“ sagði Lúðvík svo í kvöldfréttum Rúv í kvöld. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Þorvaldur Lúðvík: „Hvað ætlar æðsti maður dómsmála í landinu og sérstakur saksóknari að gera til að við fáum mögulega tiltrú á að starfshættir séu í samræmi við lög og reglur.“ Ekki borið neina ábyrgð þegar Niceair sökk Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari á Laugum og einn þekktasti íþróttalýsandi landsins, fylgdist með kvöldfréttum Rúv og misbauð málflutningur Lúðvíks svo að hann skrifaði færslu á Facebook. Hann lýsir því þar hvernig Lúðvík bar enga ábyrgð þegar Niceair fór á hausinn. „Þetta finnst mér magnað. Þessi maður (Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson) segir að þegar skipið fari niður beri skipstjórinn ábyrgðina (í hans tilfelli Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari) alveg sama þó skipstjórinn hafi í raun ekki gert neitt rangt og reynt að fylgja öllum reglum,“ skrifar Sigurbjörn í færslunni. Þorvaldur Lúðvík hafi hins vegar ekki borið neina ábyrgð þegar Niceair „sökk (eða brotlenti) og ég sat uppi með yfir 500.000 kr í tap í viðskipum við hann,“ skrifar Sigurbjörn. Sigurbjörn hafði keypt sér 10 miða klippikort á 350 þúsund krónur frá Niceair og það átti að nota í sex leggi. Miðarnir voru fermingargjöf til sonar hans, fjölskylduferð til Kaupmannahafnar, sem þurfti að kaupa aftur. „Hann bar nákvæmlega enga ábyrgð og vísaði á spænskt fyrirtæki sem gerir ekkert með úrskurði samgöngustofu (mér voru dæmdar fullar bætur). Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið (þó svo að ég sé ekki að bera saman hlerunarleka og flugfargjöld),“ skrifar Sigurbjörn í færslunni. Þorvaldur Lúðvík sagði ástæður þrots Niceair mega að flestu rekja til „sviksamlegra viðskipta erlends samstarfsaðila“ sem gerði félaginu ókleift að starfa áfram. HiFly, erlendur flugrekstraraðili Niceair, hafði áður misst einu flugvél sína vegna vanskila við eigendur hennar sem gerði að verkum að Niceair gat ekki haldið rekstrinum áfram. Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Niceair Tengdar fréttir „Þessum kafla er lokið hjá mér“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Niceair, segist hafa lagt líf og sál í flugfélagið. Fall þess megi helst rekja til „sviksamlegra viðskipta erlends samstarfsaðila.“ Þessum kafla sé nú lokið. 19. maí 2023 21:12 Niceair gjaldþrota Stjórn flugfélagsins Niceair ætlar að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta. Stjórnin harmar aðstæðurnar en segir að allar kröfur muni fara í lögformlegan farveg. 19. maí 2023 20:00 „Ég bara veit ekkert annað en það að við erum búin að missa vélina“ „Ég bara veit ekkert annað en það að við erum búin að missa vélina sem við vorum með á leigu. Hún er á leigu til okkar í gegnum flugrekstrarfélag. Við höfum verið að greiða þeim, en þeir hafa greinilega ekki verið að greiða eiganda vélarinnar. Því erum við flugvélalausir,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair, í samtali við fréttastofu. 5. apríl 2023 15:43 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
RÚV greindi frá því í Kastljósi í gær að gögn úr símahlerunum í tengslum við rannsóknir sérstaks saksóknara voru í höndum eigenda fyrirtækis fyrrverandi lögreglumanna. Gögn sem aldrei hafi átt að fara í dreifingu. Fyrirtækið, PPP, reyndi að selja þjónustu sína á grundvelli „þekkingar á afbrotaheiminum“. Eftir þáttinn skrifaði Þorvaldur, sem er fyrrverandi bankamaður og var til rannsóknar hjá embættinu eftir hrun, færslu þar sem hann sagðist vera að íhuga réttarstöðu sína. „Þegar skip fer niður og sekkur þá er það vanalega skipstjórinn sem ber efstu ábyrgð og það hlýtur að vera Ólafur Hauksson og þeir sem stýrðu þeim hlustunum sem voru framkvæmdar á þessu árabili þarna eftir hrun,“ sagði Lúðvík svo í kvöldfréttum Rúv í kvöld. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Þorvaldur Lúðvík: „Hvað ætlar æðsti maður dómsmála í landinu og sérstakur saksóknari að gera til að við fáum mögulega tiltrú á að starfshættir séu í samræmi við lög og reglur.“ Ekki borið neina ábyrgð þegar Niceair sökk Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari á Laugum og einn þekktasti íþróttalýsandi landsins, fylgdist með kvöldfréttum Rúv og misbauð málflutningur Lúðvíks svo að hann skrifaði færslu á Facebook. Hann lýsir því þar hvernig Lúðvík bar enga ábyrgð þegar Niceair fór á hausinn. „Þetta finnst mér magnað. Þessi maður (Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson) segir að þegar skipið fari niður beri skipstjórinn ábyrgðina (í hans tilfelli Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari) alveg sama þó skipstjórinn hafi í raun ekki gert neitt rangt og reynt að fylgja öllum reglum,“ skrifar Sigurbjörn í færslunni. Þorvaldur Lúðvík hafi hins vegar ekki borið neina ábyrgð þegar Niceair „sökk (eða brotlenti) og ég sat uppi með yfir 500.000 kr í tap í viðskipum við hann,“ skrifar Sigurbjörn. Sigurbjörn hafði keypt sér 10 miða klippikort á 350 þúsund krónur frá Niceair og það átti að nota í sex leggi. Miðarnir voru fermingargjöf til sonar hans, fjölskylduferð til Kaupmannahafnar, sem þurfti að kaupa aftur. „Hann bar nákvæmlega enga ábyrgð og vísaði á spænskt fyrirtæki sem gerir ekkert með úrskurði samgöngustofu (mér voru dæmdar fullar bætur). Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið (þó svo að ég sé ekki að bera saman hlerunarleka og flugfargjöld),“ skrifar Sigurbjörn í færslunni. Þorvaldur Lúðvík sagði ástæður þrots Niceair mega að flestu rekja til „sviksamlegra viðskipta erlends samstarfsaðila“ sem gerði félaginu ókleift að starfa áfram. HiFly, erlendur flugrekstraraðili Niceair, hafði áður misst einu flugvél sína vegna vanskila við eigendur hennar sem gerði að verkum að Niceair gat ekki haldið rekstrinum áfram.
Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Niceair Tengdar fréttir „Þessum kafla er lokið hjá mér“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Niceair, segist hafa lagt líf og sál í flugfélagið. Fall þess megi helst rekja til „sviksamlegra viðskipta erlends samstarfsaðila.“ Þessum kafla sé nú lokið. 19. maí 2023 21:12 Niceair gjaldþrota Stjórn flugfélagsins Niceair ætlar að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta. Stjórnin harmar aðstæðurnar en segir að allar kröfur muni fara í lögformlegan farveg. 19. maí 2023 20:00 „Ég bara veit ekkert annað en það að við erum búin að missa vélina“ „Ég bara veit ekkert annað en það að við erum búin að missa vélina sem við vorum með á leigu. Hún er á leigu til okkar í gegnum flugrekstrarfélag. Við höfum verið að greiða þeim, en þeir hafa greinilega ekki verið að greiða eiganda vélarinnar. Því erum við flugvélalausir,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair, í samtali við fréttastofu. 5. apríl 2023 15:43 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
„Þessum kafla er lokið hjá mér“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Niceair, segist hafa lagt líf og sál í flugfélagið. Fall þess megi helst rekja til „sviksamlegra viðskipta erlends samstarfsaðila.“ Þessum kafla sé nú lokið. 19. maí 2023 21:12
Niceair gjaldþrota Stjórn flugfélagsins Niceair ætlar að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta. Stjórnin harmar aðstæðurnar en segir að allar kröfur muni fara í lögformlegan farveg. 19. maí 2023 20:00
„Ég bara veit ekkert annað en það að við erum búin að missa vélina“ „Ég bara veit ekkert annað en það að við erum búin að missa vélina sem við vorum með á leigu. Hún er á leigu til okkar í gegnum flugrekstrarfélag. Við höfum verið að greiða þeim, en þeir hafa greinilega ekki verið að greiða eiganda vélarinnar. Því erum við flugvélalausir,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair, í samtali við fréttastofu. 5. apríl 2023 15:43