Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Jón Þór Stefánsson skrifar 9. maí 2025 13:24 Skjáskot úr myndefni sem var til umfjöllunar Stöðvar 2 í síðasta mánuði, en myndbandið var tekið í september á síðasta ári. Stöð 2 Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá Matvælastofnun í tengslum við rannsókn stofnunarinnar á meintri illri meðferð á blóðmerum. Það gerir umboðsmaður í kjölfar ábendinga og umfjöllunar fjölmiðla. Frá þessu var greint á vef umboðsmanns í gær. Þar segir að umboðsmaður hafi undanfarið veitt athygli málum er lúta að mögulegri slæmri meðferð dýra og aðkomu Matvælastofnunar að slíkum málum. „Nánar tiltekið væri um að ræða umfjöllun í fjölmiðlum um meðferð svonefndra blóðmera, sem náðst hafi á myndbandsupptöku, og viðbrögð Matvælastofnunar við upplýsingum um umrædda meðferð dýranna,“ segir í tilkynningunni. Umboðsmaður sendi bréf 15. apríl síðastliðinn vegna málsins en þar er krafist svara við þremur spurningum, en þær eru eftirfarandi: 1. Óskað er eftir að Matvælastofnun veiti umboðsmanni upplýsingar um fyrirkomulag eftirlits með blóðmerahaldi, umfang þess og skipulag. Þá er þess óskað að gerð verði grein fyrir því hvernig eftirlitinu er fyrir komið í samanburði við annað eftirlit stofnunarinnar. 2. Óskað er eftir að Matvælastofnun geri grein fyrir því mati, sem fram fer þegar ákveðið er hvort heimildum stofnunarinnar til að beita viðurlögum skuli beitt, og þeim sjónarmiðum sem lögð eru til grundvallar við það. Þá er þess óskað að veittar verði upplýsingar um hve oft stofnunin hefur beitt slíkum úrræðum síðastliðin tvö ár og í hvers lags tilfellum. Er þess jafnframt óskað að gerð verði grein fyrir framangreindu mati í ljósi þeirra atvika sem lýst er að ofan. 3. Óskað er eftir að Matvælastofnun geri grein fyrir því mati, sem fram fer þegar ákveðið er hvort háttsemi, sem stofnunin verður vör við, skuli kærð til lögreglu. Er þess sérstaklega óskað að gerð verði grein fyrir í hvaða tilfellum háttsemi, sem stofnunin telur að kunni að varða við refsiákvæði laga nr. 55/2013, sé þrátt fyrir það ekki kærð. Er þess óskað að veittar verði upplýsingar um hve oft stofnunin hefur kært mál til lögreglu síðastliðin tvö ár og í hvers lags tilfellum. Þá er þess að endingu óskað að gerð verði grein fyrir framangreindu mati í ljósi þeirra atvika sem lýst er að ofan. Fram kemur í tilkynningu umboðsmanns að eftir að Mast svari verði ákveðið hvort tilefni sé til að taka stjórnsýslu hennar varðandi eftirlit með dýravelferð til almennrar athugunar. Matvælaframleiðsla Blóðmerahald Umboðsmaður Alþingis Hestar Stjórnsýsla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Frá þessu var greint á vef umboðsmanns í gær. Þar segir að umboðsmaður hafi undanfarið veitt athygli málum er lúta að mögulegri slæmri meðferð dýra og aðkomu Matvælastofnunar að slíkum málum. „Nánar tiltekið væri um að ræða umfjöllun í fjölmiðlum um meðferð svonefndra blóðmera, sem náðst hafi á myndbandsupptöku, og viðbrögð Matvælastofnunar við upplýsingum um umrædda meðferð dýranna,“ segir í tilkynningunni. Umboðsmaður sendi bréf 15. apríl síðastliðinn vegna málsins en þar er krafist svara við þremur spurningum, en þær eru eftirfarandi: 1. Óskað er eftir að Matvælastofnun veiti umboðsmanni upplýsingar um fyrirkomulag eftirlits með blóðmerahaldi, umfang þess og skipulag. Þá er þess óskað að gerð verði grein fyrir því hvernig eftirlitinu er fyrir komið í samanburði við annað eftirlit stofnunarinnar. 2. Óskað er eftir að Matvælastofnun geri grein fyrir því mati, sem fram fer þegar ákveðið er hvort heimildum stofnunarinnar til að beita viðurlögum skuli beitt, og þeim sjónarmiðum sem lögð eru til grundvallar við það. Þá er þess óskað að veittar verði upplýsingar um hve oft stofnunin hefur beitt slíkum úrræðum síðastliðin tvö ár og í hvers lags tilfellum. Er þess jafnframt óskað að gerð verði grein fyrir framangreindu mati í ljósi þeirra atvika sem lýst er að ofan. 3. Óskað er eftir að Matvælastofnun geri grein fyrir því mati, sem fram fer þegar ákveðið er hvort háttsemi, sem stofnunin verður vör við, skuli kærð til lögreglu. Er þess sérstaklega óskað að gerð verði grein fyrir í hvaða tilfellum háttsemi, sem stofnunin telur að kunni að varða við refsiákvæði laga nr. 55/2013, sé þrátt fyrir það ekki kærð. Er þess óskað að veittar verði upplýsingar um hve oft stofnunin hefur kært mál til lögreglu síðastliðin tvö ár og í hvers lags tilfellum. Þá er þess að endingu óskað að gerð verði grein fyrir framangreindu mati í ljósi þeirra atvika sem lýst er að ofan. Fram kemur í tilkynningu umboðsmanns að eftir að Mast svari verði ákveðið hvort tilefni sé til að taka stjórnsýslu hennar varðandi eftirlit með dýravelferð til almennrar athugunar.
1. Óskað er eftir að Matvælastofnun veiti umboðsmanni upplýsingar um fyrirkomulag eftirlits með blóðmerahaldi, umfang þess og skipulag. Þá er þess óskað að gerð verði grein fyrir því hvernig eftirlitinu er fyrir komið í samanburði við annað eftirlit stofnunarinnar. 2. Óskað er eftir að Matvælastofnun geri grein fyrir því mati, sem fram fer þegar ákveðið er hvort heimildum stofnunarinnar til að beita viðurlögum skuli beitt, og þeim sjónarmiðum sem lögð eru til grundvallar við það. Þá er þess óskað að veittar verði upplýsingar um hve oft stofnunin hefur beitt slíkum úrræðum síðastliðin tvö ár og í hvers lags tilfellum. Er þess jafnframt óskað að gerð verði grein fyrir framangreindu mati í ljósi þeirra atvika sem lýst er að ofan. 3. Óskað er eftir að Matvælastofnun geri grein fyrir því mati, sem fram fer þegar ákveðið er hvort háttsemi, sem stofnunin verður vör við, skuli kærð til lögreglu. Er þess sérstaklega óskað að gerð verði grein fyrir í hvaða tilfellum háttsemi, sem stofnunin telur að kunni að varða við refsiákvæði laga nr. 55/2013, sé þrátt fyrir það ekki kærð. Er þess óskað að veittar verði upplýsingar um hve oft stofnunin hefur kært mál til lögreglu síðastliðin tvö ár og í hvers lags tilfellum. Þá er þess að endingu óskað að gerð verði grein fyrir framangreindu mati í ljósi þeirra atvika sem lýst er að ofan.
Matvælaframleiðsla Blóðmerahald Umboðsmaður Alþingis Hestar Stjórnsýsla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira