Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Atli Ísleifsson skrifar 9. maí 2025 14:12 Hólminn í Tjörninni. Myndin var tekin í dag. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdir hafa staðið síðustu vikur og mánuði í stóra hólmanum í Reykjavíkurtjörn. Lag af sandi hefur nú verið komið fyrir eftir vinnu síðustu vikna. Enn á eftir að koma upp grjótkanti til að auðvelda uppgöngu fugla og sömuleiðis jarðvegi á hólmanum. Markmið framkvæmdanna er að styrkja fuglalífið á Tjörninni en með framkvæmdunum er ætlað að bæta varpland í hólmanum, fyrir til að mynda endur, og sömuleiðis verða bakkavarnir endurnýjaðar. Eitt markmiða framkvæmdanna í hólmanum var að skafa í burtu jarðveg sem innihélt mikið af ágengu illgresi og hvönn. Á vef borgarinnar segir að áður hafi verið farið í svipaðar framkvæmdir í Þorfinnstjörn í Hljómskálagarðinum með góðum árangri þar sem kríuvarp hafi merkjanlega eflst. Með aðgerðunum er verið að fylgja ráðleggingum líffræðinga sem vaktað hafi lífríki Tjarnarinnar um árabil. „Fjarlægja á efsta hluta núverandi yfirborðs af hólmanum, leggja út jarðvegsdúk, möl og jarðveg. Hluti hólmans verður þökulagður á ný. Það er gert til þess að draga úr sókn hvannar og annarra stórvaxinna tegunda sem draga úr gæðum varplands í hólmanum. Grjótkantur umhverfis hólmann verður endurhlaðinn til þess að draga úr rofi,“ sagði á vef borgarinnar. Verklok eru eru sögð áætluð í lok þessa mánaðar. Hugmyndir eru uppi um að gera þyrpingu af hólmum, á svæðinu þar sem litla hólmann er að finna (fjær og til hægri) sem myndi nýtast fuglalífinu betur.Reykjavíkurborg Saga fuglalífs og hólmans Um Tjörnina og hólmann segir að sjálfsagt séu fáir staðir á Íslandi með jafnlanga sögu samfelldrar byggðar eins og í námunda við Tjörnina. „Áður fyrr var Tjörnin sjávarlón en það lokaðist af fyrir um 1200 árum en hefur með tímanum orðið að ferskvatnstjörn. Við upphaf 20. aldar var fuglalíf á Tjörninni mjög takmarkað þar sem flestir fuglar voru veiddir en frá 1919 hafa þeir verið friðaðir. Samhliða friðun var sett á siglingabann og gátu þá fuglar orpið óáreittir í hólmum Tjarnarinnar, en þeir eru enn þann dag í dag mikilvægustu varpstaðir svæðisins. Tjörnin og Vatnsmýrin eru á C-hluta Náttúruminjaskrár og Friðland fyrir fugla var stofnað 1984 í norðanverðri Vatnsmýrinni. Stóri hólminn í Tjörninni hefur verið á kortum af Reykjavík frá því um 1800 og hefur hann í tímans rás verið bæði stækkaður og hlaðið í kringum hann. Þá hafa ýmsar hugmyndir verið uppi um notagildi hans en í lok 19. aldar stóð til að þar yrði byggt veitingahús og þangað lögð brú. Þá var þar sett upp sleðahringekja á vetrum á svipuðum tíma.“ Reykjavík Fuglar Dýr Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
Markmið framkvæmdanna er að styrkja fuglalífið á Tjörninni en með framkvæmdunum er ætlað að bæta varpland í hólmanum, fyrir til að mynda endur, og sömuleiðis verða bakkavarnir endurnýjaðar. Eitt markmiða framkvæmdanna í hólmanum var að skafa í burtu jarðveg sem innihélt mikið af ágengu illgresi og hvönn. Á vef borgarinnar segir að áður hafi verið farið í svipaðar framkvæmdir í Þorfinnstjörn í Hljómskálagarðinum með góðum árangri þar sem kríuvarp hafi merkjanlega eflst. Með aðgerðunum er verið að fylgja ráðleggingum líffræðinga sem vaktað hafi lífríki Tjarnarinnar um árabil. „Fjarlægja á efsta hluta núverandi yfirborðs af hólmanum, leggja út jarðvegsdúk, möl og jarðveg. Hluti hólmans verður þökulagður á ný. Það er gert til þess að draga úr sókn hvannar og annarra stórvaxinna tegunda sem draga úr gæðum varplands í hólmanum. Grjótkantur umhverfis hólmann verður endurhlaðinn til þess að draga úr rofi,“ sagði á vef borgarinnar. Verklok eru eru sögð áætluð í lok þessa mánaðar. Hugmyndir eru uppi um að gera þyrpingu af hólmum, á svæðinu þar sem litla hólmann er að finna (fjær og til hægri) sem myndi nýtast fuglalífinu betur.Reykjavíkurborg Saga fuglalífs og hólmans Um Tjörnina og hólmann segir að sjálfsagt séu fáir staðir á Íslandi með jafnlanga sögu samfelldrar byggðar eins og í námunda við Tjörnina. „Áður fyrr var Tjörnin sjávarlón en það lokaðist af fyrir um 1200 árum en hefur með tímanum orðið að ferskvatnstjörn. Við upphaf 20. aldar var fuglalíf á Tjörninni mjög takmarkað þar sem flestir fuglar voru veiddir en frá 1919 hafa þeir verið friðaðir. Samhliða friðun var sett á siglingabann og gátu þá fuglar orpið óáreittir í hólmum Tjarnarinnar, en þeir eru enn þann dag í dag mikilvægustu varpstaðir svæðisins. Tjörnin og Vatnsmýrin eru á C-hluta Náttúruminjaskrár og Friðland fyrir fugla var stofnað 1984 í norðanverðri Vatnsmýrinni. Stóri hólminn í Tjörninni hefur verið á kortum af Reykjavík frá því um 1800 og hefur hann í tímans rás verið bæði stækkaður og hlaðið í kringum hann. Þá hafa ýmsar hugmyndir verið uppi um notagildi hans en í lok 19. aldar stóð til að þar yrði byggt veitingahús og þangað lögð brú. Þá var þar sett upp sleðahringekja á vetrum á svipuðum tíma.“
Reykjavík Fuglar Dýr Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira