Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar 9. maí 2025 19:02 Á Velsældarþinginu í Hörpu í gær voru kynntar niðurstöður nýrrar kynslóðamælingar á afstöðu Íslendinga til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Fjórar kynslóðir – Z, Y, X og uppgangskynslóðin – voru spurðar hvaða markmið þeim þætti brýnast að vinna að. Þar komu fram áherslur á heilbrigði og vellíðan, jafnrétti kynjanna, frið og réttlæti, og baráttuna gegn fátækt. En eitt lykilmálefni, aðgerðir í loftslagsmálum, sem mældist mikilvægast hjá öllum kynslóðum fyrir aðeins fjórum árum, hefur nú hríðfallið samkvæmt nýjustu niðurstöðum. Sem einstaklingur sem fylgst hefur grannt með þróun umhverfismála og afleiðingum þeirra, blöskrar mér þessi þróun. Nú finnst aðeins um fjórðungur af yngstu kynslóðinni loftslagsmál vera eitt af fimm mikilvægustu málefnunum til að fylgja eftir í íslensku samfélagi. Hvað breyttist? Loftslagsbreytingar eru ekki horfnar – þvert á móti, þær eru að slá öll met. Árið 2024 mældist sem heitasta ár í sögu mælinga á jörðinni og er það fyrsta árið sem hlýnun fer yfir viðmið Parísarsáttmálans um 1,5 gráðu hlýnun á heimsvísu. Á Íslandi var áratugurinn 2011–2020 sá hlýjasti frá upphafi mælinga, og jöklar landsins hopa hraðar en nokkru sinni fyrr. Þá benda nýjustu rannsóknir til þess að AMOC-hafstraumurinn – sem meðal annars viðheldur mildara loftslagi á Íslandi – geti veikst eða jafnvel stöðvast á þessari öld. Slíkt hefði gríðarlegar afleiðingar, ekki aðeins fyrir veðurfar á Íslandi heldur einnig fyrir loftslagskerfi norðurhvels jarðar í heild. Þetta vekur alvarlegar spurningar: Hvernig ætlum við að tryggja frið og öryggi í heimi þar sem sífellt fleiri neyðast til að flýja heimkynni sín vegna þurrka, flóða og annarra náttúruhamfara? Hvernig ætlum við að tryggja jafnrétti kynjanna þegar konur – sérstaklega í fátækari heimshlutum – verða sérstaklega útsettar fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, hvort sem er vegna skorts á hreinu vatni, mataröryggis eða aukinnar byrði í umönnunarhlutverki? Hvernig getum við stuðlað að heilsu og vellíðan þegar hlýnun jarðar ýtir undir veðuröfga, náttúruhamfarir og skerðir lífsgæði? Hvernig ætlum við að tryggja sjálfbæra neyslu og framleiðslu ef vistkerfi hrynja, fiskimið færast eða hverfa og búskaparskilyrði versna víða um heim? Og hvernig ætlum við að uppræta fátækt þegar loftslagsváin bitnar mest á þeim efnaminni – þeim sem hafa minnst svigrúm til að verja sig gegn áhrifum hlýnunar? Það er einfaldlega ekki hægt að fjalla um þessi málefni í einangrun. Loftslagsaðgerðir eru undirstaða annarra heimsmarkmiða. Án þeirra mun framgangur í jafnrétti, lýðheilsu, friði og efnahagslegu réttlæti stöðvast – eða jafnvel snúast við. Það er alþjóðlegur samhljómur um að öll heimsmarkmiðin eru samtvinnuð – og að loftslagsaðgerðir séu lykilstoð í þeirri heild. Þegar loftslagsbreytingarnar fara að banka á okkar eigin dyr – með öfgakenndari vetrum, fleiri aurskriðum, eyðileggingu vistkerfa og búsvæða sjávardýra, eða einfaldlega matarverðshækkunum vegna samdráttar í landbúnaði – þá er of seint að vakna. Forvarnir og framsýni eru lykilatriði. Við verðum að viðhalda og styrkja loftslagsvitund, sérstaklega hjá ungu kynslóðunum. Það þarf fræðslu, sýnilega forystu og raunhæfar aðgerðir. Það þarf að sýna að loftslagsmál eru ekki aðeins mál framtíðar, heldur nútíðar – og að þau snerta líf okkar allra. Við getum ekki valið okkur þau markmið sem eru þægilegust eða vinsælust hverju sinni. Heimsmarkmiðin mynda eina heild og ekkert þeirra má gleymast. Ef við viljum byggja upp velsælt samfélag – og réttlátan heim – verðum við að gera loftslagsaðgerðir að forgangsverkefni. Strax. Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Á Velsældarþinginu í Hörpu í gær voru kynntar niðurstöður nýrrar kynslóðamælingar á afstöðu Íslendinga til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Fjórar kynslóðir – Z, Y, X og uppgangskynslóðin – voru spurðar hvaða markmið þeim þætti brýnast að vinna að. Þar komu fram áherslur á heilbrigði og vellíðan, jafnrétti kynjanna, frið og réttlæti, og baráttuna gegn fátækt. En eitt lykilmálefni, aðgerðir í loftslagsmálum, sem mældist mikilvægast hjá öllum kynslóðum fyrir aðeins fjórum árum, hefur nú hríðfallið samkvæmt nýjustu niðurstöðum. Sem einstaklingur sem fylgst hefur grannt með þróun umhverfismála og afleiðingum þeirra, blöskrar mér þessi þróun. Nú finnst aðeins um fjórðungur af yngstu kynslóðinni loftslagsmál vera eitt af fimm mikilvægustu málefnunum til að fylgja eftir í íslensku samfélagi. Hvað breyttist? Loftslagsbreytingar eru ekki horfnar – þvert á móti, þær eru að slá öll met. Árið 2024 mældist sem heitasta ár í sögu mælinga á jörðinni og er það fyrsta árið sem hlýnun fer yfir viðmið Parísarsáttmálans um 1,5 gráðu hlýnun á heimsvísu. Á Íslandi var áratugurinn 2011–2020 sá hlýjasti frá upphafi mælinga, og jöklar landsins hopa hraðar en nokkru sinni fyrr. Þá benda nýjustu rannsóknir til þess að AMOC-hafstraumurinn – sem meðal annars viðheldur mildara loftslagi á Íslandi – geti veikst eða jafnvel stöðvast á þessari öld. Slíkt hefði gríðarlegar afleiðingar, ekki aðeins fyrir veðurfar á Íslandi heldur einnig fyrir loftslagskerfi norðurhvels jarðar í heild. Þetta vekur alvarlegar spurningar: Hvernig ætlum við að tryggja frið og öryggi í heimi þar sem sífellt fleiri neyðast til að flýja heimkynni sín vegna þurrka, flóða og annarra náttúruhamfara? Hvernig ætlum við að tryggja jafnrétti kynjanna þegar konur – sérstaklega í fátækari heimshlutum – verða sérstaklega útsettar fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, hvort sem er vegna skorts á hreinu vatni, mataröryggis eða aukinnar byrði í umönnunarhlutverki? Hvernig getum við stuðlað að heilsu og vellíðan þegar hlýnun jarðar ýtir undir veðuröfga, náttúruhamfarir og skerðir lífsgæði? Hvernig ætlum við að tryggja sjálfbæra neyslu og framleiðslu ef vistkerfi hrynja, fiskimið færast eða hverfa og búskaparskilyrði versna víða um heim? Og hvernig ætlum við að uppræta fátækt þegar loftslagsváin bitnar mest á þeim efnaminni – þeim sem hafa minnst svigrúm til að verja sig gegn áhrifum hlýnunar? Það er einfaldlega ekki hægt að fjalla um þessi málefni í einangrun. Loftslagsaðgerðir eru undirstaða annarra heimsmarkmiða. Án þeirra mun framgangur í jafnrétti, lýðheilsu, friði og efnahagslegu réttlæti stöðvast – eða jafnvel snúast við. Það er alþjóðlegur samhljómur um að öll heimsmarkmiðin eru samtvinnuð – og að loftslagsaðgerðir séu lykilstoð í þeirri heild. Þegar loftslagsbreytingarnar fara að banka á okkar eigin dyr – með öfgakenndari vetrum, fleiri aurskriðum, eyðileggingu vistkerfa og búsvæða sjávardýra, eða einfaldlega matarverðshækkunum vegna samdráttar í landbúnaði – þá er of seint að vakna. Forvarnir og framsýni eru lykilatriði. Við verðum að viðhalda og styrkja loftslagsvitund, sérstaklega hjá ungu kynslóðunum. Það þarf fræðslu, sýnilega forystu og raunhæfar aðgerðir. Það þarf að sýna að loftslagsmál eru ekki aðeins mál framtíðar, heldur nútíðar – og að þau snerta líf okkar allra. Við getum ekki valið okkur þau markmið sem eru þægilegust eða vinsælust hverju sinni. Heimsmarkmiðin mynda eina heild og ekkert þeirra má gleymast. Ef við viljum byggja upp velsælt samfélag – og réttlátan heim – verðum við að gera loftslagsaðgerðir að forgangsverkefni. Strax. Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun