Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar 9. maí 2025 19:02 Á Velsældarþinginu í Hörpu í gær voru kynntar niðurstöður nýrrar kynslóðamælingar á afstöðu Íslendinga til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Fjórar kynslóðir – Z, Y, X og uppgangskynslóðin – voru spurðar hvaða markmið þeim þætti brýnast að vinna að. Þar komu fram áherslur á heilbrigði og vellíðan, jafnrétti kynjanna, frið og réttlæti, og baráttuna gegn fátækt. En eitt lykilmálefni, aðgerðir í loftslagsmálum, sem mældist mikilvægast hjá öllum kynslóðum fyrir aðeins fjórum árum, hefur nú hríðfallið samkvæmt nýjustu niðurstöðum. Sem einstaklingur sem fylgst hefur grannt með þróun umhverfismála og afleiðingum þeirra, blöskrar mér þessi þróun. Nú finnst aðeins um fjórðungur af yngstu kynslóðinni loftslagsmál vera eitt af fimm mikilvægustu málefnunum til að fylgja eftir í íslensku samfélagi. Hvað breyttist? Loftslagsbreytingar eru ekki horfnar – þvert á móti, þær eru að slá öll met. Árið 2024 mældist sem heitasta ár í sögu mælinga á jörðinni og er það fyrsta árið sem hlýnun fer yfir viðmið Parísarsáttmálans um 1,5 gráðu hlýnun á heimsvísu. Á Íslandi var áratugurinn 2011–2020 sá hlýjasti frá upphafi mælinga, og jöklar landsins hopa hraðar en nokkru sinni fyrr. Þá benda nýjustu rannsóknir til þess að AMOC-hafstraumurinn – sem meðal annars viðheldur mildara loftslagi á Íslandi – geti veikst eða jafnvel stöðvast á þessari öld. Slíkt hefði gríðarlegar afleiðingar, ekki aðeins fyrir veðurfar á Íslandi heldur einnig fyrir loftslagskerfi norðurhvels jarðar í heild. Þetta vekur alvarlegar spurningar: Hvernig ætlum við að tryggja frið og öryggi í heimi þar sem sífellt fleiri neyðast til að flýja heimkynni sín vegna þurrka, flóða og annarra náttúruhamfara? Hvernig ætlum við að tryggja jafnrétti kynjanna þegar konur – sérstaklega í fátækari heimshlutum – verða sérstaklega útsettar fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, hvort sem er vegna skorts á hreinu vatni, mataröryggis eða aukinnar byrði í umönnunarhlutverki? Hvernig getum við stuðlað að heilsu og vellíðan þegar hlýnun jarðar ýtir undir veðuröfga, náttúruhamfarir og skerðir lífsgæði? Hvernig ætlum við að tryggja sjálfbæra neyslu og framleiðslu ef vistkerfi hrynja, fiskimið færast eða hverfa og búskaparskilyrði versna víða um heim? Og hvernig ætlum við að uppræta fátækt þegar loftslagsváin bitnar mest á þeim efnaminni – þeim sem hafa minnst svigrúm til að verja sig gegn áhrifum hlýnunar? Það er einfaldlega ekki hægt að fjalla um þessi málefni í einangrun. Loftslagsaðgerðir eru undirstaða annarra heimsmarkmiða. Án þeirra mun framgangur í jafnrétti, lýðheilsu, friði og efnahagslegu réttlæti stöðvast – eða jafnvel snúast við. Það er alþjóðlegur samhljómur um að öll heimsmarkmiðin eru samtvinnuð – og að loftslagsaðgerðir séu lykilstoð í þeirri heild. Þegar loftslagsbreytingarnar fara að banka á okkar eigin dyr – með öfgakenndari vetrum, fleiri aurskriðum, eyðileggingu vistkerfa og búsvæða sjávardýra, eða einfaldlega matarverðshækkunum vegna samdráttar í landbúnaði – þá er of seint að vakna. Forvarnir og framsýni eru lykilatriði. Við verðum að viðhalda og styrkja loftslagsvitund, sérstaklega hjá ungu kynslóðunum. Það þarf fræðslu, sýnilega forystu og raunhæfar aðgerðir. Það þarf að sýna að loftslagsmál eru ekki aðeins mál framtíðar, heldur nútíðar – og að þau snerta líf okkar allra. Við getum ekki valið okkur þau markmið sem eru þægilegust eða vinsælust hverju sinni. Heimsmarkmiðin mynda eina heild og ekkert þeirra má gleymast. Ef við viljum byggja upp velsælt samfélag – og réttlátan heim – verðum við að gera loftslagsaðgerðir að forgangsverkefni. Strax. Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Á Velsældarþinginu í Hörpu í gær voru kynntar niðurstöður nýrrar kynslóðamælingar á afstöðu Íslendinga til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Fjórar kynslóðir – Z, Y, X og uppgangskynslóðin – voru spurðar hvaða markmið þeim þætti brýnast að vinna að. Þar komu fram áherslur á heilbrigði og vellíðan, jafnrétti kynjanna, frið og réttlæti, og baráttuna gegn fátækt. En eitt lykilmálefni, aðgerðir í loftslagsmálum, sem mældist mikilvægast hjá öllum kynslóðum fyrir aðeins fjórum árum, hefur nú hríðfallið samkvæmt nýjustu niðurstöðum. Sem einstaklingur sem fylgst hefur grannt með þróun umhverfismála og afleiðingum þeirra, blöskrar mér þessi þróun. Nú finnst aðeins um fjórðungur af yngstu kynslóðinni loftslagsmál vera eitt af fimm mikilvægustu málefnunum til að fylgja eftir í íslensku samfélagi. Hvað breyttist? Loftslagsbreytingar eru ekki horfnar – þvert á móti, þær eru að slá öll met. Árið 2024 mældist sem heitasta ár í sögu mælinga á jörðinni og er það fyrsta árið sem hlýnun fer yfir viðmið Parísarsáttmálans um 1,5 gráðu hlýnun á heimsvísu. Á Íslandi var áratugurinn 2011–2020 sá hlýjasti frá upphafi mælinga, og jöklar landsins hopa hraðar en nokkru sinni fyrr. Þá benda nýjustu rannsóknir til þess að AMOC-hafstraumurinn – sem meðal annars viðheldur mildara loftslagi á Íslandi – geti veikst eða jafnvel stöðvast á þessari öld. Slíkt hefði gríðarlegar afleiðingar, ekki aðeins fyrir veðurfar á Íslandi heldur einnig fyrir loftslagskerfi norðurhvels jarðar í heild. Þetta vekur alvarlegar spurningar: Hvernig ætlum við að tryggja frið og öryggi í heimi þar sem sífellt fleiri neyðast til að flýja heimkynni sín vegna þurrka, flóða og annarra náttúruhamfara? Hvernig ætlum við að tryggja jafnrétti kynjanna þegar konur – sérstaklega í fátækari heimshlutum – verða sérstaklega útsettar fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, hvort sem er vegna skorts á hreinu vatni, mataröryggis eða aukinnar byrði í umönnunarhlutverki? Hvernig getum við stuðlað að heilsu og vellíðan þegar hlýnun jarðar ýtir undir veðuröfga, náttúruhamfarir og skerðir lífsgæði? Hvernig ætlum við að tryggja sjálfbæra neyslu og framleiðslu ef vistkerfi hrynja, fiskimið færast eða hverfa og búskaparskilyrði versna víða um heim? Og hvernig ætlum við að uppræta fátækt þegar loftslagsváin bitnar mest á þeim efnaminni – þeim sem hafa minnst svigrúm til að verja sig gegn áhrifum hlýnunar? Það er einfaldlega ekki hægt að fjalla um þessi málefni í einangrun. Loftslagsaðgerðir eru undirstaða annarra heimsmarkmiða. Án þeirra mun framgangur í jafnrétti, lýðheilsu, friði og efnahagslegu réttlæti stöðvast – eða jafnvel snúast við. Það er alþjóðlegur samhljómur um að öll heimsmarkmiðin eru samtvinnuð – og að loftslagsaðgerðir séu lykilstoð í þeirri heild. Þegar loftslagsbreytingarnar fara að banka á okkar eigin dyr – með öfgakenndari vetrum, fleiri aurskriðum, eyðileggingu vistkerfa og búsvæða sjávardýra, eða einfaldlega matarverðshækkunum vegna samdráttar í landbúnaði – þá er of seint að vakna. Forvarnir og framsýni eru lykilatriði. Við verðum að viðhalda og styrkja loftslagsvitund, sérstaklega hjá ungu kynslóðunum. Það þarf fræðslu, sýnilega forystu og raunhæfar aðgerðir. Það þarf að sýna að loftslagsmál eru ekki aðeins mál framtíðar, heldur nútíðar – og að þau snerta líf okkar allra. Við getum ekki valið okkur þau markmið sem eru þægilegust eða vinsælust hverju sinni. Heimsmarkmiðin mynda eina heild og ekkert þeirra má gleymast. Ef við viljum byggja upp velsælt samfélag – og réttlátan heim – verðum við að gera loftslagsaðgerðir að forgangsverkefni. Strax. Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun