Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 10. maí 2025 11:32 Það eru breyttir tímar á Íslandi. Gömlu helmingaskiptaflokkarnir sitja ekki lengur við stjórnvölinn, sem verður að teljast til tíðinda því það hefur aðeins gerst samtals í sex ár frá árinu 1944. Í 80 ár hafa þessir flokkar, oftast saman en líka í sitthvoru lagi, meira og minna stjórnað landinu. En nú er nýtt upphaf, upphaf sem ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttir leiðir með flokkum sem forgangsraða almenningi á Íslandi, ekki sérhagsmunum fárra. Þetta veldur óhjákvæmilegum titringi á meðal auðvaldsins í landinu, hagsmunasamtökum sem starfa í þeirra þágu og stjórnmálamönnum sem ganga erinda þeirra svo grímulaust, að þeir mæta í röðum í viðtöl hjá fjölmiðlum til þess að verja gallsúra auglýsingaherferð hagsmunasamtaka sjávarútvegsins, eins og hún væri þeirra eigin. Auglýsingaherferð sem er svo augljóslega lituð af örvæntingu, hroka og algjöru tengslarofi við fólkið í landinu. Þar birtist almenningi algjör vanvirðing við sögu fjölmarga byggðarlaga á landsbyggðinni sem misstu tilverugrundvöll sinn þegar útgerðirnar ryksuguðu í burtu kvótann og lokuðu hverri fiskvinnslunni á eftir annarri með vel þekktum afleiðingum. Hvenær er nóg nóg hefur fólkið í landinu spurt sig þegar fréttir eru sagðar af arðgreiðslum kvótahafa, arði sem er byggður á sameiginlegri auðlind í eigu fólksins í landinu. Það þarf ekki annað en að skoða lista yfir auðugasta fólkið sem hér býr til þess að átta sig á því að það er borð fyrir báru hjá stóru útgerðum landsins. Ef það dugir ekki til þá er hægt að líta til annarra talna eins og rekstrarhagnaðarhlutfalls sjávarútvegs, sem er hagnaður eftir allar fjárfestingar og greiðslur á gjöldum. Rekstrarhagnaðarhlutfall sjávarútvegs var að meðaltali 24% á tímabilinu 2014-2023 samkvæmt rekstraryfirliti sjávarútvegsins frá Hagstofu Íslands. Ef veiðigjaldið hefði verið 7,5 milljörðum krónum hærra, líkt og áætlað er, hefði rekstrarhagnaðarhlutfallið verið að meðaltali 21% á sama tíu ára tímabili. Til samanburðar var hlutfallið 9% yfir sama tímabil í hagkerfinu almennt. Rekstrarhagnaðarhlutfallið verður þannig áfram meira en tvöfallt hærra í sjávarútvegi heldur en gengur og gerist almennt. Sú mikla samþjöppun sem kvótakerfið hefur leitt af sér hefur búið til risa í sjávarútvegi sem hafa safnað að sér gríðarlegum kvóta. Það eru þessi fyrirtæki sem munu greiða uppistöðuna í leiðréttu veiðigjaldi. Greining atvinnuvegaráðuneytisins sýnir að 10 stærstu útgerðirnar munu borga 67 prósent þeirra og að 30 stærstu muni borga 90 prósent. Litlum og meðalstórum útgerðum verður hlíft með gríðarlegri hækkun á frítekjumarki. Skoðanakannanir sýna svart á hvítu að fólkið í landinu styður þær hugmyndir sem hérna eru bornar á borð. Rúmlega 80% þjóðarinnar, 8 af hverjum tíu íbúum landsins styðja það að útgerðin greiði hærri veiðigjöld fyrir sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Meira að segja tæplega 60% kjósenda sjálfstæðisflokksins er á þeirri skoðun. Það kom líka glögglega fram í pistli Elíasar Péturssonar, fyrrum bæjarstjóra Fjallabyggðar, sem birtist á samfélagsmiðlum að það eru ekki bara einhverjir vinstri villingar sem sjá sanngirnina og réttlætið í leiðréttum veiðigjöldum. Þar sagði hann, með leyfi forseta: „Ég vil taka fram að ég hef verið Sjálfstæðismaður allt mitt líf. Nú líður senn að því að þing komi saman að nýju eftir gott páskafrí og ræði hið sanngjarna afgjald kvótahafa til þjóðarinnar. Mig grunar að þingmenn Sjálfstæðisflokks séu nú að hlaða í málþóf í þágu kvótahafanna og aðra viðlíka vanvirðu við lýðræðið. Mér þætti miður ef grunur minn reynist réttur, en óttast það. Ef svo reynist þá sannast enn að lífið er endalaus uppspretta reynslu sem kallar reglulega á endurskoðun eldri sjónarmiða.“ þjóðin er með okkur í þessu máli enda eru tillögurnar bæði sanngjarnar og réttlátar. Háttvirtir þingmenn í stjórnarandstöðu standa hinsvegar í ræðustól Alþingis og verja sérhagsmuni auðvaldsins fyrir framan alþjóð klukkutímunum saman áður en þetta mál kemst í þinglega meðferð og sýna þar með sitt rétta andlit. Við ætlum hins vegar að sjá til þess að fólkið í landinu fái greitt sanngjarnt og eðlilegt gjald fyrir auðlind sem það sannarlega á, hún er nefnilega ekki í eigu útgerðarinnar, þau eru að leigja hana af íslenskri þjóð. Við ætlum að nýta þá fjármuni sem verða til með hækkun veiðigjalds í lífsnauðsynlega uppbyggingu á vegakerfi landsins, vegakerfi sem helmingaskiptaflokkarnir hafa ekki haft burði til þess að viðhalda og byggja upp í gegnum árin. Þannig ætlum við að halda áfram að standa með almannahagsmunum, með venjulegu fólki í landinu, en ekki sérhagsmunum. Það eru allir löngu komnir með nóg af því. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það eru breyttir tímar á Íslandi. Gömlu helmingaskiptaflokkarnir sitja ekki lengur við stjórnvölinn, sem verður að teljast til tíðinda því það hefur aðeins gerst samtals í sex ár frá árinu 1944. Í 80 ár hafa þessir flokkar, oftast saman en líka í sitthvoru lagi, meira og minna stjórnað landinu. En nú er nýtt upphaf, upphaf sem ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttir leiðir með flokkum sem forgangsraða almenningi á Íslandi, ekki sérhagsmunum fárra. Þetta veldur óhjákvæmilegum titringi á meðal auðvaldsins í landinu, hagsmunasamtökum sem starfa í þeirra þágu og stjórnmálamönnum sem ganga erinda þeirra svo grímulaust, að þeir mæta í röðum í viðtöl hjá fjölmiðlum til þess að verja gallsúra auglýsingaherferð hagsmunasamtaka sjávarútvegsins, eins og hún væri þeirra eigin. Auglýsingaherferð sem er svo augljóslega lituð af örvæntingu, hroka og algjöru tengslarofi við fólkið í landinu. Þar birtist almenningi algjör vanvirðing við sögu fjölmarga byggðarlaga á landsbyggðinni sem misstu tilverugrundvöll sinn þegar útgerðirnar ryksuguðu í burtu kvótann og lokuðu hverri fiskvinnslunni á eftir annarri með vel þekktum afleiðingum. Hvenær er nóg nóg hefur fólkið í landinu spurt sig þegar fréttir eru sagðar af arðgreiðslum kvótahafa, arði sem er byggður á sameiginlegri auðlind í eigu fólksins í landinu. Það þarf ekki annað en að skoða lista yfir auðugasta fólkið sem hér býr til þess að átta sig á því að það er borð fyrir báru hjá stóru útgerðum landsins. Ef það dugir ekki til þá er hægt að líta til annarra talna eins og rekstrarhagnaðarhlutfalls sjávarútvegs, sem er hagnaður eftir allar fjárfestingar og greiðslur á gjöldum. Rekstrarhagnaðarhlutfall sjávarútvegs var að meðaltali 24% á tímabilinu 2014-2023 samkvæmt rekstraryfirliti sjávarútvegsins frá Hagstofu Íslands. Ef veiðigjaldið hefði verið 7,5 milljörðum krónum hærra, líkt og áætlað er, hefði rekstrarhagnaðarhlutfallið verið að meðaltali 21% á sama tíu ára tímabili. Til samanburðar var hlutfallið 9% yfir sama tímabil í hagkerfinu almennt. Rekstrarhagnaðarhlutfallið verður þannig áfram meira en tvöfallt hærra í sjávarútvegi heldur en gengur og gerist almennt. Sú mikla samþjöppun sem kvótakerfið hefur leitt af sér hefur búið til risa í sjávarútvegi sem hafa safnað að sér gríðarlegum kvóta. Það eru þessi fyrirtæki sem munu greiða uppistöðuna í leiðréttu veiðigjaldi. Greining atvinnuvegaráðuneytisins sýnir að 10 stærstu útgerðirnar munu borga 67 prósent þeirra og að 30 stærstu muni borga 90 prósent. Litlum og meðalstórum útgerðum verður hlíft með gríðarlegri hækkun á frítekjumarki. Skoðanakannanir sýna svart á hvítu að fólkið í landinu styður þær hugmyndir sem hérna eru bornar á borð. Rúmlega 80% þjóðarinnar, 8 af hverjum tíu íbúum landsins styðja það að útgerðin greiði hærri veiðigjöld fyrir sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Meira að segja tæplega 60% kjósenda sjálfstæðisflokksins er á þeirri skoðun. Það kom líka glögglega fram í pistli Elíasar Péturssonar, fyrrum bæjarstjóra Fjallabyggðar, sem birtist á samfélagsmiðlum að það eru ekki bara einhverjir vinstri villingar sem sjá sanngirnina og réttlætið í leiðréttum veiðigjöldum. Þar sagði hann, með leyfi forseta: „Ég vil taka fram að ég hef verið Sjálfstæðismaður allt mitt líf. Nú líður senn að því að þing komi saman að nýju eftir gott páskafrí og ræði hið sanngjarna afgjald kvótahafa til þjóðarinnar. Mig grunar að þingmenn Sjálfstæðisflokks séu nú að hlaða í málþóf í þágu kvótahafanna og aðra viðlíka vanvirðu við lýðræðið. Mér þætti miður ef grunur minn reynist réttur, en óttast það. Ef svo reynist þá sannast enn að lífið er endalaus uppspretta reynslu sem kallar reglulega á endurskoðun eldri sjónarmiða.“ þjóðin er með okkur í þessu máli enda eru tillögurnar bæði sanngjarnar og réttlátar. Háttvirtir þingmenn í stjórnarandstöðu standa hinsvegar í ræðustól Alþingis og verja sérhagsmuni auðvaldsins fyrir framan alþjóð klukkutímunum saman áður en þetta mál kemst í þinglega meðferð og sýna þar með sitt rétta andlit. Við ætlum hins vegar að sjá til þess að fólkið í landinu fái greitt sanngjarnt og eðlilegt gjald fyrir auðlind sem það sannarlega á, hún er nefnilega ekki í eigu útgerðarinnar, þau eru að leigja hana af íslenskri þjóð. Við ætlum að nýta þá fjármuni sem verða til með hækkun veiðigjalds í lífsnauðsynlega uppbyggingu á vegakerfi landsins, vegakerfi sem helmingaskiptaflokkarnir hafa ekki haft burði til þess að viðhalda og byggja upp í gegnum árin. Þannig ætlum við að halda áfram að standa með almannahagsmunum, með venjulegu fólki í landinu, en ekki sérhagsmunum. Það eru allir löngu komnir með nóg af því. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun