Íslenski boltinn

„Sigur liðs­heildarinnar“

Runólfur Trausti Þórhallsson og Ragnar Heiðar Sigtryggsson skrifa
Davíð Smári lætur í sér heyra.
Davíð Smári lætur í sér heyra. Vísir/Anton Brink

„Leikurinn í heild sinni ekkert sérstakur en það þarf líka að vinna þessa leiki,“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir sigur sinna manna á nýliðum Aftureldingar í Bestu deild karla í fótbolta fyrr í dag.

Sigur Vestra í dag þýðir að liðið hefur unnið fjóra af fyrstu sex leikjum sínum og trónir um þessar mundir á toppi deildarinnar með 13 stig að loknum sex leikjum. Eitthvað sem spámenn sáu ekki fyrir sér í aðdraganda mótsins.

„Ég hef ekki gefið neitt frí síðan við spiluðum síðasta leik, það kannski útskýrir eitthvað,“ sagði Davíð Smári sem þrátt fyrir sigurinn var ekki á allt sáttur. Síðasti leikur liðsins var 2-0 sigur á nýliðum ÍBV úti í Vestmannaeyjum.

„Það er allt í lagi að segja að það var ákveðið tempóleysi í okkur,“ bætti Davíð Smári við að endingu ásamt því að Arnór Borg Guðjohnsen, nýjasti leikmaður liðsins og annar af markaskorurum dagsins, fékk hrós fyrir frammistöðu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×