„Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Siggeir Ævarsson skrifar 10. maí 2025 21:35 Brittany Dinksins dró sóknarvagninn í kvöld og er hvergi nærri hætt að eigin sögn Vísir/Jón Gautur Njarðvíkingar eru búnir að jafna úrslitaeinvígið gegn Haukum í Bónus-deild kvenna eftir góðan 94-78 sigur í kvöld og eru á leið í oddaleik. Njarðvíkingar eru búnir að jafna úrslitaeinvígið gegn Haukum í Bónus-deild kvenna eftir góðan 94-78 sigur í kvöld og eru á leið í oddaleik. Brittany Dinkins var stigahæst Njarðvíkinga og var mætt beint í viðtal til Andra Más eftir leik. Hún er ennþá með augun á lokatakmarkinu þrátt fyrir tvo góða sigra í röð. „Þetta er góð tilfinning. Við ætlum að fagna núna en við verðum líka áfram hungraðar.“ Andri spurði hvað hefði gert það að verkum að Njarðvík landaði sigri sem leit út fyrir að vera nokkuð þægilegur en Dinksins var ekki sammála því. „Þetta var ekki auðvelt. Á köflum leit þetta kannski þannig út en þetta var ekki auðvelt. Við þurftum að vinna fyrir öllu og kredit á Hauka, þær létu okkur vinna fyrir öllu. Koma með boltann upp völlinn og láta sóknarleikinn ganga upp. En við sýndum bara seiglu. Við sýndum þeim að við ætlum ekki að gefast auðveldlega upp og erum komnar hingað til að berjast.“ Njarðvíkingar gerðu út um leikinn í fjórða leikhluta og komu muninum upp í 20 stig þegar mest var. „Við vorum klárar og létum boltann ganga. Það voru allskonar „mismatch“ í gangi í teignum og við nýttum okkur það. Þegar þær hjálpuðu létum við boltann ganga út aftur og vorum að negla skotunum. Þetta snérist allt um að vera yfirvegaðar og þolinmóðar.“ Aðspurð um hvernig það væri fyrir liðið að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir hafði Dinksins ekki miklar áhyggjur af því, enda sýni sagan að það sé klárlega hægt að koma til baka. Þá fannst henni eins og Haukar hefðu jafnvel verið búnir að færa titilinn til bókar eftir sigur í leik tvö. „Þetta er úrslitakeppnin. Haukar tóku Grindavík þegar þær voru 2-0 undir svo að það er klárlega hægt að leyfa þeim að smakka á eigin meðali. Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma. Við höfum verið liðsheild allt tímabilið, hvort sem við höfum verið að vinna leiki eða tapa þeim. Við höfum aldrei kennt hverri annarri um, við vinnum og sigrum saman og í dag sáum við hvernig það skilar sér á völlinn.“ Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Njarðvík Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira
Njarðvíkingar eru búnir að jafna úrslitaeinvígið gegn Haukum í Bónus-deild kvenna eftir góðan 94-78 sigur í kvöld og eru á leið í oddaleik. Brittany Dinkins var stigahæst Njarðvíkinga og var mætt beint í viðtal til Andra Más eftir leik. Hún er ennþá með augun á lokatakmarkinu þrátt fyrir tvo góða sigra í röð. „Þetta er góð tilfinning. Við ætlum að fagna núna en við verðum líka áfram hungraðar.“ Andri spurði hvað hefði gert það að verkum að Njarðvík landaði sigri sem leit út fyrir að vera nokkuð þægilegur en Dinksins var ekki sammála því. „Þetta var ekki auðvelt. Á köflum leit þetta kannski þannig út en þetta var ekki auðvelt. Við þurftum að vinna fyrir öllu og kredit á Hauka, þær létu okkur vinna fyrir öllu. Koma með boltann upp völlinn og láta sóknarleikinn ganga upp. En við sýndum bara seiglu. Við sýndum þeim að við ætlum ekki að gefast auðveldlega upp og erum komnar hingað til að berjast.“ Njarðvíkingar gerðu út um leikinn í fjórða leikhluta og komu muninum upp í 20 stig þegar mest var. „Við vorum klárar og létum boltann ganga. Það voru allskonar „mismatch“ í gangi í teignum og við nýttum okkur það. Þegar þær hjálpuðu létum við boltann ganga út aftur og vorum að negla skotunum. Þetta snérist allt um að vera yfirvegaðar og þolinmóðar.“ Aðspurð um hvernig það væri fyrir liðið að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir hafði Dinksins ekki miklar áhyggjur af því, enda sýni sagan að það sé klárlega hægt að koma til baka. Þá fannst henni eins og Haukar hefðu jafnvel verið búnir að færa titilinn til bókar eftir sigur í leik tvö. „Þetta er úrslitakeppnin. Haukar tóku Grindavík þegar þær voru 2-0 undir svo að það er klárlega hægt að leyfa þeim að smakka á eigin meðali. Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma. Við höfum verið liðsheild allt tímabilið, hvort sem við höfum verið að vinna leiki eða tapa þeim. Við höfum aldrei kennt hverri annarri um, við vinnum og sigrum saman og í dag sáum við hvernig það skilar sér á völlinn.“
Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Njarðvík Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira