Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar 12. maí 2025 09:31 Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Það er grundvallaratriði að fólk geti með traustum upplýsingum áttað sig á því sjálft hvað dýravelferð er hjá hverri dýrategund og þaðan öðlast skilning á því hvað er mögulega hægt að gera betur vegna dýrs eða dýrahópa. Við slíka almenna upplýsingu verður til sannur samfélagslegur styrkur í þágu velferðar dýra. Grunninn fáum við frá viðurkenndum rannsóknum og sérfræðimenntun tengt dýrum sem og í gagnreyndri þekkingu þeirra sem að dýrum koma og þekkja þau best. Síðan bætum við okkur og veitum aðhald samkvæmt því. Ef allt er eðlilegt þá gerum við þetta bæði sem samfélag og á einstaklingsgrunni. Dýr eru á valdi mannsins, villt eða tamin. Sem ráðandi vera hagnýtir maðurinn dýr og því fylgir ábyrgð sem í eðli sínu er samfélagsleg, svipað og ábyrgð á velferð barna. Ill meðferð á dýrum eða börnum er aldrei einkamál neins. Við setjum lög til verndar börnum og dýrum af því hvorug geta varið sig sjálf. En það eru líka dýpri og eldri ástæður en lög og lagagerð, nokkuð sem liggur til grundvallar sjálfum lögunum og sem myndar samloðun samfélagsins og almenna afstöðu okkar flestra. Það er samúð. Við þurfum öll að láta okkur varða almenna velferð dýra. Til þess að skapa heilbrigt samtal um velferð dýra og veita aðhald í þágu dýra er nauðsynlegt að fólk sem fer fyrir þeim umræðum vandi sig og átti sig á ábyrgð sinni, þá sérstaklega löggjafinn. Fólk sem starfar fyrir frjáls félagasamtök ætti að starfa samkvæmt samþykktum félags síns og virða sérstaklega umboð sitt. Eðlilegt er að allir sem að dýrum koma eða láta sig þau varða geti tekið þátt í því samtali á málefnalegum grunni og algerlega nauðsynlegt að stuðst sé við raunþekkingu á velferð dýra. Þarna kemur einnig inn ábyrgð hvers og eins okkar til að styðjast við traustar upplýsingar og láta ekki afvegaleiða okkur, ekki af neinum. Að lokum er það samfélagsleg ábyrgð fjölmiðla en framsetning þeirra getur haft mótandi áhrif á blæ umræðna og framgang sem og almenna upplýsingu fólks. Umræða afvegaleiðist og almenningur forðast að koma að samtalinu þegar sundrandi skautun og viljandi eða óviljandi villandi framsögn ríkir. Hæpnar fullyrðingar, áraásartaktík og upphrópanir um dýraníð valda tímabundnu uppnámi við ofspilun á tilfinningar fólks, en síðan ónæmi, eins og sagan um Pétur og úlfinn kennir okkur. Að baki slíkrar nálgunar geta legið ýmsar ástæður svo sem skoðanamótun alls ótengd sannreyndri þekkingu á velferð dýra, eða undirliggjandi aðrir hagsmunir en bein velferð dýranna sjálfra. Við slíkar aðstæður verður til afvegaleiðandi upplýsingaóreiða sem í raun lamar áherslu og vinnu í þágu velferðar dýra. Brýn nauðsyn er á því að fyrir hendi sé vönduð framsögn þar sem fólk veit að það getur leitað traustra grundaðra upplýsinga um velferð dýra. Í alvöru talað, þetta er algert grundvallaratriði. Við þurfum að fylgja því eftir. Hvað finnst ykkur? Höfundur er fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Það er grundvallaratriði að fólk geti með traustum upplýsingum áttað sig á því sjálft hvað dýravelferð er hjá hverri dýrategund og þaðan öðlast skilning á því hvað er mögulega hægt að gera betur vegna dýrs eða dýrahópa. Við slíka almenna upplýsingu verður til sannur samfélagslegur styrkur í þágu velferðar dýra. Grunninn fáum við frá viðurkenndum rannsóknum og sérfræðimenntun tengt dýrum sem og í gagnreyndri þekkingu þeirra sem að dýrum koma og þekkja þau best. Síðan bætum við okkur og veitum aðhald samkvæmt því. Ef allt er eðlilegt þá gerum við þetta bæði sem samfélag og á einstaklingsgrunni. Dýr eru á valdi mannsins, villt eða tamin. Sem ráðandi vera hagnýtir maðurinn dýr og því fylgir ábyrgð sem í eðli sínu er samfélagsleg, svipað og ábyrgð á velferð barna. Ill meðferð á dýrum eða börnum er aldrei einkamál neins. Við setjum lög til verndar börnum og dýrum af því hvorug geta varið sig sjálf. En það eru líka dýpri og eldri ástæður en lög og lagagerð, nokkuð sem liggur til grundvallar sjálfum lögunum og sem myndar samloðun samfélagsins og almenna afstöðu okkar flestra. Það er samúð. Við þurfum öll að láta okkur varða almenna velferð dýra. Til þess að skapa heilbrigt samtal um velferð dýra og veita aðhald í þágu dýra er nauðsynlegt að fólk sem fer fyrir þeim umræðum vandi sig og átti sig á ábyrgð sinni, þá sérstaklega löggjafinn. Fólk sem starfar fyrir frjáls félagasamtök ætti að starfa samkvæmt samþykktum félags síns og virða sérstaklega umboð sitt. Eðlilegt er að allir sem að dýrum koma eða láta sig þau varða geti tekið þátt í því samtali á málefnalegum grunni og algerlega nauðsynlegt að stuðst sé við raunþekkingu á velferð dýra. Þarna kemur einnig inn ábyrgð hvers og eins okkar til að styðjast við traustar upplýsingar og láta ekki afvegaleiða okkur, ekki af neinum. Að lokum er það samfélagsleg ábyrgð fjölmiðla en framsetning þeirra getur haft mótandi áhrif á blæ umræðna og framgang sem og almenna upplýsingu fólks. Umræða afvegaleiðist og almenningur forðast að koma að samtalinu þegar sundrandi skautun og viljandi eða óviljandi villandi framsögn ríkir. Hæpnar fullyrðingar, áraásartaktík og upphrópanir um dýraníð valda tímabundnu uppnámi við ofspilun á tilfinningar fólks, en síðan ónæmi, eins og sagan um Pétur og úlfinn kennir okkur. Að baki slíkrar nálgunar geta legið ýmsar ástæður svo sem skoðanamótun alls ótengd sannreyndri þekkingu á velferð dýra, eða undirliggjandi aðrir hagsmunir en bein velferð dýranna sjálfra. Við slíkar aðstæður verður til afvegaleiðandi upplýsingaóreiða sem í raun lamar áherslu og vinnu í þágu velferðar dýra. Brýn nauðsyn er á því að fyrir hendi sé vönduð framsögn þar sem fólk veit að það getur leitað traustra grundaðra upplýsinga um velferð dýra. Í alvöru talað, þetta er algert grundvallaratriði. Við þurfum að fylgja því eftir. Hvað finnst ykkur? Höfundur er fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun