Íslenski boltinn

Hafa unnið FH tólf sinnum í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Víkingar hafa ekki tapað fyrir FH-ingum í fimm ár.
Víkingar hafa ekki tapað fyrir FH-ingum í fimm ár. vísir/hulda margrét

Víkingur sigraði FH, 3-1, í 6. umferð Bestu deildar karla í gær. Óhætt er að segja að Víkingar hafi haft gott tak á FH-ingum síðustu árin.

Mathias Rosenørn, markvörður FH, var ansi gjafmildur í leiknum í Víkinni í gær en Daníel Hafsteinsson skoraði tvö seinni mörk Víkings eftir mistök hjá honum.

Sigurinn í gær var tólfti sigur Víkings á FH í deild og bikar í röð.

FH vann Víking, 1-0, í Kaplakrika 17. september 2020 en hefur síðan ekki fengið stig gegn Fossvogsliðinu.

Eftir sigurinn í gær hefur Víkingur unnið síðustu ellefu deildarleikina gegn FH auk þess sem Víkingar sigruðu FH-inga, 3-2, í bikarúrslitaleiknum 2022.

Síðustu tólf leikir Víkings og FH

  • 12. júní 2021: Víkingur 1-0 FH
  • 29. ágúst 2021: FH 1-2 Víkingur
  • 18. apríl 2022: Víkingur 2-1 FH
  • 16. júlí 2022: FH 0-3 Víkingur
  • 1. október 2022: FH 2-3 Víkingur (bikarúrslit)
  • 14. maí 2023: Víkingur 2-0 FH
  • 8. júlí 2023: FH 1-3 Víkingur
  • 28. september 2023: Víkingur 2-1 FH
  • 12. maí 2024: Víkingur 2-0 FH
  • 5. júlí 2024: FH 2-3 Víkingur
  • 25. september 2024: Víkingur 3-0 FH
  • 11. maí 2025: Víkingur 3-1 FH

Víkingur og FH hafa alls mæst 57 sinnum í efstu deild. Víkingar hafa unnið 23 leiki, FH-ingar sautján og sautján hafa endað með jafntefli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×