Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 12. maí 2025 12:31 Öll getum við lent í því að eiga í erfiðleikum með að fóta okkur í nýjum veruleika. Það hefur verið hlutskipti fulltrúa stjórnarandstöðuflokkanna þriggja; Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Miðflokks í umræðunni um leiðréttingu veiðigjalda. Þeir eiga erfitt með að sætta sig við að hafa verið hafnað í síðustu kosningum og að rökréttri reglu hlutanna, að þeirra mati, hafi verið raskað með því að aðrir en þeir haldi um valdataumana. Vanlíðanin brýst svo út í umræðunni um leiðréttingu veiðigjalda á Alþingi. Þótt þegar hafi verið sett Íslandsmet í lengd umræðu í fyrstu umræðu frá því mælingar hófust þá var það hárrétt mat hjá forseta Alþingis að veita þingmönnum tækifæri til þess að ræða þetta mikilvæga og stóra mál með því að breyta starfsáætlun Alþingis og boða til fundar á laugardegi. Farið gegn þjóðarvilja Varðstaðan um sérhagsmuni gegn almannahagsmunum hefur verið leiðarstefið hjá gömlu helmingaskiptaflokkunum, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki í þessari umræðu. Sömu sögu má segja um fulltrúa Miðflokksins. Fulltrúar sérhagsmuna á þingi mega ekki til þess hugsa að þjóðin, eigandi auðlindarinnar, fái sanngjarnan og réttlátan hlut í arðinum sem myndast við nýtingu hennar. Í löngu og ítarlegu máli hafa fulltrúar stjórnarandstöðunnar því talað gegn þjóðarvilja í þessu máli því skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að þjóðin stendur með ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur í málinu. Stjórnarandstöðunni verður tíðrætt um sátt um sjávarútveginn í máli sínu en hún hirðir ekkert um að ná sátt við þjóðina, eiganda auðlindarinnar, um réttláta skiptingu auðlindarentunnar. Helmingaskiptaflokkarnir hafa brugðist þjóðinni Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar sem á rétt á því að nýta þá með sjálfbærum hætti. Hlutverk löggjafans er að tryggja að ávinningurinn af nýtingu þeirra skili sér aftur til þjóðarinnar, eiganda auðlindarinnar. Staðreyndin er sú að gömlu helmingaskiptaflokkarnir og fylgitungl þeirra í ríkisstjórnum á síðustu árum hafa algjörlega brugðist þjóðinni í þessu verkefni, þ.e. að tryggja henni eðlilegan arð af eign sinni, sjávarauðlindinni. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar markaðslausnum Frumvarp ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um leiðréttingu veiðgjalda snýst einmitt um það hvernig við skiptum arðinum af auðlindinni og í frumvarpinu er tryggt að stuðst sé við markaðsvirði við útreikning á afnotagjaldi á auðlindinni. Alþekkt er að Sjálfstæðisflokkurinn, sem alla jafna kennir sig við markaðslausnir og talar fyrir þeim, hafnar því alfarið að beita markaðslausnum þegar kemur að sjávarútvegi. Og engin breyting er á því í þessu máli en það er í samræmi við varðstöðu flokksins um sérhagsmuni að koma í veg fyrir það réttlætismál að fyrir þjóðina, eiganda auðlindarinnar, að gjaldtakan sé leiðrétt og uppfærð í samræmi við raunvirði. Samfylkingin og ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur starfar hins vegar í þágu almannahagsmuna og ætlar að tryggja þjóðinni eðlilega hlutdeild í arðinum af nýtingu auðlindarinnar. Vonandi sér stjórnarandstaðan ljósið Leiðrétting veiðigjalda snýst ekki, andstætt því sem fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa margir hverjir haldið fram í ræðustól Alþingis að undaförnu, um kollsteypu á núverandi sjávarútvegskerfi. Hér er ekki á ferðinni aðför að landsbyggðinni eða sjávarplássum landsins eins og þeir hafa líka haldið fram. Það er von mín að á næstu dögum og vikum muni stjórnarandstaðan átta sig betur á efni, inntaki og markmiði frumvarpsins, þ.e. að þjóðinni verði tryggð réttlát og sanngjörn hlutdeild í arðinum. Kannski er það til of mikils mælst að stjórnarandstaðan sjái ljósið vegna þess tilfinningaumróts sem fulltrúar hennar ganga nú í gegnum í kjölfar breyttrar stöðu að afloknum kosningum. En maður leyfir sér að lifa í voninni. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og tók þátt í 1. umræðu um leiðréttingu veiðigjalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Rúnar Þorvaldsson Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Öll getum við lent í því að eiga í erfiðleikum með að fóta okkur í nýjum veruleika. Það hefur verið hlutskipti fulltrúa stjórnarandstöðuflokkanna þriggja; Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Miðflokks í umræðunni um leiðréttingu veiðigjalda. Þeir eiga erfitt með að sætta sig við að hafa verið hafnað í síðustu kosningum og að rökréttri reglu hlutanna, að þeirra mati, hafi verið raskað með því að aðrir en þeir haldi um valdataumana. Vanlíðanin brýst svo út í umræðunni um leiðréttingu veiðigjalda á Alþingi. Þótt þegar hafi verið sett Íslandsmet í lengd umræðu í fyrstu umræðu frá því mælingar hófust þá var það hárrétt mat hjá forseta Alþingis að veita þingmönnum tækifæri til þess að ræða þetta mikilvæga og stóra mál með því að breyta starfsáætlun Alþingis og boða til fundar á laugardegi. Farið gegn þjóðarvilja Varðstaðan um sérhagsmuni gegn almannahagsmunum hefur verið leiðarstefið hjá gömlu helmingaskiptaflokkunum, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki í þessari umræðu. Sömu sögu má segja um fulltrúa Miðflokksins. Fulltrúar sérhagsmuna á þingi mega ekki til þess hugsa að þjóðin, eigandi auðlindarinnar, fái sanngjarnan og réttlátan hlut í arðinum sem myndast við nýtingu hennar. Í löngu og ítarlegu máli hafa fulltrúar stjórnarandstöðunnar því talað gegn þjóðarvilja í þessu máli því skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að þjóðin stendur með ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur í málinu. Stjórnarandstöðunni verður tíðrætt um sátt um sjávarútveginn í máli sínu en hún hirðir ekkert um að ná sátt við þjóðina, eiganda auðlindarinnar, um réttláta skiptingu auðlindarentunnar. Helmingaskiptaflokkarnir hafa brugðist þjóðinni Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar sem á rétt á því að nýta þá með sjálfbærum hætti. Hlutverk löggjafans er að tryggja að ávinningurinn af nýtingu þeirra skili sér aftur til þjóðarinnar, eiganda auðlindarinnar. Staðreyndin er sú að gömlu helmingaskiptaflokkarnir og fylgitungl þeirra í ríkisstjórnum á síðustu árum hafa algjörlega brugðist þjóðinni í þessu verkefni, þ.e. að tryggja henni eðlilegan arð af eign sinni, sjávarauðlindinni. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar markaðslausnum Frumvarp ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um leiðréttingu veiðgjalda snýst einmitt um það hvernig við skiptum arðinum af auðlindinni og í frumvarpinu er tryggt að stuðst sé við markaðsvirði við útreikning á afnotagjaldi á auðlindinni. Alþekkt er að Sjálfstæðisflokkurinn, sem alla jafna kennir sig við markaðslausnir og talar fyrir þeim, hafnar því alfarið að beita markaðslausnum þegar kemur að sjávarútvegi. Og engin breyting er á því í þessu máli en það er í samræmi við varðstöðu flokksins um sérhagsmuni að koma í veg fyrir það réttlætismál að fyrir þjóðina, eiganda auðlindarinnar, að gjaldtakan sé leiðrétt og uppfærð í samræmi við raunvirði. Samfylkingin og ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur starfar hins vegar í þágu almannahagsmuna og ætlar að tryggja þjóðinni eðlilega hlutdeild í arðinum af nýtingu auðlindarinnar. Vonandi sér stjórnarandstaðan ljósið Leiðrétting veiðigjalda snýst ekki, andstætt því sem fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa margir hverjir haldið fram í ræðustól Alþingis að undaförnu, um kollsteypu á núverandi sjávarútvegskerfi. Hér er ekki á ferðinni aðför að landsbyggðinni eða sjávarplássum landsins eins og þeir hafa líka haldið fram. Það er von mín að á næstu dögum og vikum muni stjórnarandstaðan átta sig betur á efni, inntaki og markmiði frumvarpsins, þ.e. að þjóðinni verði tryggð réttlát og sanngjörn hlutdeild í arðinum. Kannski er það til of mikils mælst að stjórnarandstaðan sjái ljósið vegna þess tilfinningaumróts sem fulltrúar hennar ganga nú í gegnum í kjölfar breyttrar stöðu að afloknum kosningum. En maður leyfir sér að lifa í voninni. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og tók þátt í 1. umræðu um leiðréttingu veiðigjalda.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun