Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. maí 2025 17:42 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hefur sent héraðssaksóknara bréf þar sem hún óskar eftir upplýsingum um lykilatriði í máli sérstaks saksóknara, sem lögreglan á Suðurlandi og Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hafa nú til rannsóknar. Frá þessu greindi hún í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. „Ég sendi bréf með spurningum um það, hvernig var vörslu gagna háttað, hvernig var öryggi gagna tryggt? Hver var aðgangsstýringin og voru gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir misnotkun á aðgangi? Hvaða reglur giltu um eyðingu gagna? Hvenær var þeim eytt? Giltu sérstakar reglur um gögn sem töldust ekki varða sakarefni máls?“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir í þinginu í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Miðflokksins hafði þá spurt hana hvaða gagna hún hefði aflað um málið og með hvaða hætti hún muni bregðast við til að leiða málið til lykta. Hvað varðar eftirlitsskyldu þáverandi dómsmálaráðherra segir hún ekkert hafa komið fram sem bendi til vanrækslu þeirra en auðvitað þurfi að rýna í alla þætti málsins. Gagnaþjófnaðurinn árás á réttarkerfið Í bréfinu, sem birt hefur verið á vef dómsmálaráðuneytisins, er tekið fram að beiðnin lúti að verklagi og framkvæmd hjá embættinu almennt. Ekki sé óskað eftir upplýsingum um einstök mál. „Stórfelldur gagnaþjófnaður úr kerfum sérstaks saksóknara fyrir rúmum áratug eru alvarleg svik við almenning í landinu og vitaskuld við þá sem um ræðir í þessum gögnum. Það er óþolandi tilhugsun að til séu þeir sem deilt hafa þessum gögnum með óviðkomandi fólki. Það heggur alvarlega í traust fólks til alls kerfisins, því miður,“ sagði Þorbjörg í þinginu í dag. Hún sagði jafnframt óþolandi tilhugsun að aðilar hafi tekið við upplýsingum sem þessum. „Og þar hlýtur spurningin að vera, vissu þessir aðilar að gögnin voru illa fengin?“ Þorbjörg segir góðan brag á að rannsaka málið sem sakamál en taka það jafnframt fyrir í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og ráðuneytinu. Hún vekur athygli á að frumvarp Björns Bjarnasonar þáverandi dómsmálaráðherra um sérstakan saksóknara hafi verið samþykkt á Alþingi árið 2008 í kjölfar efnahagshrunsins. „Það var mat stjórnvalda þá að það þyrfti að rannsaka aðdraganda og þá þætti sem tengdust hruninu. Í þessa vegferð var farið, mér finnst sjálfsagt núna, þegar tíminn er liðinn, að við rýnum í kjölfarið regluverkið sem þá var smíðað og gerum þennan tíma upp. Skoðum hvort allt standist tímans tönn í þeim efnum. Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Viðreisn Stjórnsýsla Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Ég sendi bréf með spurningum um það, hvernig var vörslu gagna háttað, hvernig var öryggi gagna tryggt? Hver var aðgangsstýringin og voru gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir misnotkun á aðgangi? Hvaða reglur giltu um eyðingu gagna? Hvenær var þeim eytt? Giltu sérstakar reglur um gögn sem töldust ekki varða sakarefni máls?“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir í þinginu í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Miðflokksins hafði þá spurt hana hvaða gagna hún hefði aflað um málið og með hvaða hætti hún muni bregðast við til að leiða málið til lykta. Hvað varðar eftirlitsskyldu þáverandi dómsmálaráðherra segir hún ekkert hafa komið fram sem bendi til vanrækslu þeirra en auðvitað þurfi að rýna í alla þætti málsins. Gagnaþjófnaðurinn árás á réttarkerfið Í bréfinu, sem birt hefur verið á vef dómsmálaráðuneytisins, er tekið fram að beiðnin lúti að verklagi og framkvæmd hjá embættinu almennt. Ekki sé óskað eftir upplýsingum um einstök mál. „Stórfelldur gagnaþjófnaður úr kerfum sérstaks saksóknara fyrir rúmum áratug eru alvarleg svik við almenning í landinu og vitaskuld við þá sem um ræðir í þessum gögnum. Það er óþolandi tilhugsun að til séu þeir sem deilt hafa þessum gögnum með óviðkomandi fólki. Það heggur alvarlega í traust fólks til alls kerfisins, því miður,“ sagði Þorbjörg í þinginu í dag. Hún sagði jafnframt óþolandi tilhugsun að aðilar hafi tekið við upplýsingum sem þessum. „Og þar hlýtur spurningin að vera, vissu þessir aðilar að gögnin voru illa fengin?“ Þorbjörg segir góðan brag á að rannsaka málið sem sakamál en taka það jafnframt fyrir í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og ráðuneytinu. Hún vekur athygli á að frumvarp Björns Bjarnasonar þáverandi dómsmálaráðherra um sérstakan saksóknara hafi verið samþykkt á Alþingi árið 2008 í kjölfar efnahagshrunsins. „Það var mat stjórnvalda þá að það þyrfti að rannsaka aðdraganda og þá þætti sem tengdust hruninu. Í þessa vegferð var farið, mér finnst sjálfsagt núna, þegar tíminn er liðinn, að við rýnum í kjölfarið regluverkið sem þá var smíðað og gerum þennan tíma upp. Skoðum hvort allt standist tímans tönn í þeim efnum.
Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Viðreisn Stjórnsýsla Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði